Það sem af er strandveiðitímabilinu, hefur verið landað 1.161 tonni (óslægt) í 1.669 löndunum. Það gerir meðalafla í hverri veiðiferð upp á 695,7 kíló. Alls hafa 510 bátar landað afla í strandveiðunum hingað til, samkvæmt skráningu Fiskistofu.
Alls hafa strandveiðibátar landað 1.054 tonnum af þorski, 1,5 tonni af ýsu og 100 tonnum af ufsa. Jafnframt hafa fengist 4,3 tonn af karfa, 106 kíló af löngu og 300 kíló af steinbít.
Athygli vekur að í skráningu Fiskistofu yfir strandveiðiafla kemur fram, að 978 kíló af hákarli hafi verið landað. Einn bátur náði þessum afla, þ.e. strandveiðibáturinn Eydís NS sem gerður er út frá Borgarfirði eystra. Það gæti verið um fleiri en einn hákarl að ræða þar sem algengasta stærð er um 400 kíló og 2,5 til 5 metrar að lengd, en þeir geta orðið allt að 1.200 kíló og 6,5 metra að lengd.
Þá hafa veiðst 2,3 tonn af grásleppu sem meðafli, samkvæmt skráningu Fiskistofu.
Hér var upphaflega rætt um að hákarlar væru yfirleitt ekki þyngri en 400 kíló. Það er ekki rétt og hefur fréttin verið leiðrétt með tilliti til þess.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 15.11.24 | 551,68 kr/kg |
Þorskur, slægður | 15.11.24 | 327,76 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 15.11.24 | 463,20 kr/kg |
Ýsa, slægð | 15.11.24 | 200,00 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 15.11.24 | 10,00 kr/kg |
Ufsi, slægður | 15.11.24 | 331,41 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 15.11.24 | 336,89 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
15.11.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Keila | 523 kg |
Þorskur | 218 kg |
Ýsa | 146 kg |
Karfi | 18 kg |
Samtals | 905 kg |
15.11.24 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Botnvarpa | |
---|---|
Ýsa | 2.332 kg |
Þorskur | 1.777 kg |
Hlýri | 23 kg |
Samtals | 4.132 kg |
15.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 7.678 kg |
Ýsa | 1.875 kg |
Þorskur | 570 kg |
Steinbítur | 113 kg |
Samtals | 10.236 kg |
15.11.24 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 616 kg |
Karfi | 34 kg |
Ufsi | 10 kg |
Skarkoli | 2 kg |
Samtals | 662 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 15.11.24 | 551,68 kr/kg |
Þorskur, slægður | 15.11.24 | 327,76 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 15.11.24 | 463,20 kr/kg |
Ýsa, slægð | 15.11.24 | 200,00 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 15.11.24 | 10,00 kr/kg |
Ufsi, slægður | 15.11.24 | 331,41 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 15.11.24 | 336,89 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
15.11.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Keila | 523 kg |
Þorskur | 218 kg |
Ýsa | 146 kg |
Karfi | 18 kg |
Samtals | 905 kg |
15.11.24 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Botnvarpa | |
---|---|
Ýsa | 2.332 kg |
Þorskur | 1.777 kg |
Hlýri | 23 kg |
Samtals | 4.132 kg |
15.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 7.678 kg |
Ýsa | 1.875 kg |
Þorskur | 570 kg |
Steinbítur | 113 kg |
Samtals | 10.236 kg |
15.11.24 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 616 kg |
Karfi | 34 kg |
Ufsi | 10 kg |
Skarkoli | 2 kg |
Samtals | 662 kg |