Sprengdu frystigeymslu með 7.000 tonn af fiski

Mikil eyðilegging fylgdi sókn Rússa í átt að Kænugarði, höfuðborg …
Mikil eyðilegging fylgdi sókn Rússa í átt að Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, í febrúar og mars. Meðal annars var frystigeymsla með sjö þúsund tonn af fiski var sprengd í loft upp. AFP

Síldarvinnslan selur töluvert af uppsjávarafurðum til Úkraínu, þrátt fyrir stríðsátökin. Afurðirnar fara í gegnum hafnarborgina Klapeida í Litháen. Áður var siglt með afurðir til úkraínsku hafnarborgarinnar Odessu við Svartahaf. Önnur af tveimur verksmiðjum stærsta kaupandans er enn starfrækt en hin er á hernumdu svæði.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í færslu á vef Síldarvinnslunnar um sölu afurða til Úkraínu.

Þar segir að Síldarvinnslan hafi ekki einvörðungu selt uppsjávarfisk til Úkraínu í gegnum tíðina, heldur hafi einnig verið seld þangað bleikja í vaxandi mæli. Sölufélagið Ice Fresh Seafood hefur annast sölu á fiski frá Síldarvinnslunni til Úkraínu og er stærsti kaupandinn Ukranian Fish Company (UFC).

UFC er sagt hafa keypt mikið magn af makríl, síld og loðnu sem hafi verið unnin fyrir þarlenda neytendur í tveimur verksmiðjum fyrirtækisins. Forstjóri UFC, Oleg Luschyk, rekur einnig fiskverslanir undir heitinu Don Mape og veitingastaði sem bjóða upp á sjávarfang af ýmsu tagi.

Oleg Luschyk framan við eina af verslunum Don Mape-keðjunnar.
Oleg Luschyk framan við eina af verslunum Don Mape-keðjunnar. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Þúsundir tonna af fiski

Önnur þeirra tveggja verksmiðja sem UFC starfrækir er staðsett í Kubiansk í austurhluta Úkraínu sem Rússar náðu á vald sitt, skömmu eftir að þeir réðust inn í landið. Þar er nú engin framleiðsla en þegar stríðið hófst, voru þúsundir tonna af fiski í frystigeymslum verksmiðjunnar.

Aðalverksmiðja UFC er hins vegar staðsett í Kænugarði. Hún var fyrst tekin í notkun árið 2017. Þar voru 7.000 tonn af fiski í frystigeymslu þegar hún var sprengd í loft upp, eftir að stríðið skall á. Þetta er haft eftir Gústafi Baldvinssyni, framkvæmdastjóra Ice Fresh Seafood, í færslunni.

„Annar kúnni, sem við seljum fisk, er með myndarlega verksmiðju í Lviv. Sú verksmiðja starfar með nánast fullum afköstum. Auðvitað eiga þessi fyrirtæki í miklum vanda og óvissan er mikil en þau hafa meðal annars gefið mikið af matvælum, bæði til almennings og úkraínska hersins á þessum síðustu og verstu tímum,“ segir hann.

Ukranian Fish Company (UFC) hefur rekið tvær stórar verksmiðjur sem …
Ukranian Fish Company (UFC) hefur rekið tvær stórar verksmiðjur sem meðal annars vinna íslenskan fisk fyrir neytendamarkað. Ljósmynd/Síldarvinnslan
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.7.24 415,86 kr/kg
Þorskur, slægður 5.7.24 571,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.7.24 386,82 kr/kg
Ýsa, slægð 5.7.24 149,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.7.24 231,13 kr/kg
Ufsi, slægður 5.7.24 282,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 5.7.24 339,20 kr/kg
Litli karfi 1.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.7.24 Björt SH 202 Grálúðunet
Grásleppa 1.319 kg
Samtals 1.319 kg
5.7.24 Íris SH 180 Grásleppunet
Grásleppa 1.022 kg
Samtals 1.022 kg
5.7.24 Hlöddi VE 98 Handfæri
Þorskur 591 kg
Karfi 12 kg
Ufsi 7 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 613 kg
5.7.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 51 kg
Samtals 51 kg
5.7.24 Bobby 11 ÍS 371 Sjóstöng
Þorskur 32 kg
Samtals 32 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.7.24 415,86 kr/kg
Þorskur, slægður 5.7.24 571,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.7.24 386,82 kr/kg
Ýsa, slægð 5.7.24 149,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.7.24 231,13 kr/kg
Ufsi, slægður 5.7.24 282,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 5.7.24 339,20 kr/kg
Litli karfi 1.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.7.24 Björt SH 202 Grálúðunet
Grásleppa 1.319 kg
Samtals 1.319 kg
5.7.24 Íris SH 180 Grásleppunet
Grásleppa 1.022 kg
Samtals 1.022 kg
5.7.24 Hlöddi VE 98 Handfæri
Þorskur 591 kg
Karfi 12 kg
Ufsi 7 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 613 kg
5.7.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 51 kg
Samtals 51 kg
5.7.24 Bobby 11 ÍS 371 Sjóstöng
Þorskur 32 kg
Samtals 32 kg

Skoða allar landanir »