Sæstrengurinn ÍRIS þverar gjöful fiskimið

Kaplaskipið Durable. Lagning nýja sæstrengsins ÍRIS við Hafnarvík við Þorlákshöfn …
Kaplaskipið Durable. Lagning nýja sæstrengsins ÍRIS við Hafnarvík við Þorlákshöfn er hafin. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hentugasti lendingarstaður nýs fjarskiptastrengs milli Írlands og Íslands (ÍRIS) þverar gjöful fiskimið og mun það að óbreyttu hafa í för með sér töluverðar hömlur á veiðar í nágrenni strengsins samkvæmt gildandi fjarskiptalögum. Fyrir Alþingi liggur þó frumvarp sem gefur stjórnvöldum heimild til að veita undanþágu frá umræddu ákvæði laganna.

Við undirbúning að lagningu strengsins kom í ljós að tilvist hans kynni að raska gang veiða á svæðinu út af Hafnarvík í Þorlákshöfn. „Var því leitað leiða til þess að draga úr líkum á að lagning fjarskiptastrengsins ÍRIS takmarki óhóflega og að óþörfu möguleika á fiskveiðum við lendingarstað strengsins. Samráð var haft við Farice og SFS um hvaða leiðir væru færar í því skyni,“ segir í greinargerð Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins vegna draga að reglugerð um undanþágu frá banni við botnveiðum við lendingarstað fjarskiptastrengsins.

Drögin voru birt 10. maí síðastliðinn en eins og fyrr segir eru botnveiðar bannaðar á svæði sem tekur til mílufjórðungs beltis hvorum megin við fjarskiptastrengi og engar heimildir til að veita undanþágur í gildandi lögum.

Drögin kynnt til að flýta fyrir

Í ljósi þess að lagning sæstrengsins átti að hefjast í þessum mánuði „þykir rétt að setja drög að reglugerð í samráðsgátt sem fyrst, svo að hægt verði að samþykkja reglugerðardrögin, um leið og ný lög um fjarskipti hafa verið samþykkt, til þess að takmarka eins og kostur þann tíma sem ekki verður hægt að veiða á umræddu svæði, vegna botnveiðibanns í núgildandi fjarskiptalögum. Með því er leitast við að draga eins og kostur er úr neikvæðum áhrifum á sjávarútveg vegna lagningar hins nýja fjarskiptastrengs,“ segir í greinargerðinni.

Fram kemur að undanþága frá banninu er háð skilyrðum um notkun veiðarfæra sem „ekki eru talin líkleg til að raska áreiðanleika og öryggi viðkomandi fjarskiptastrengs, að teknu tilliti til aðstæðna. Sem dæmi má nefna að línuveiðar hafa verið taldar falla undir bann gildandi fjarskiptalaga, en slíkar veiðar þykja þó ekki í öllum tilvikum raska öryggi fjarskiptastrengja í sjó.“

Engar umsagnir bárust á umsagnartíma en fresturinn rann út 20. maí síðastliðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,91 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 311,13 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 341,64 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 4.125 kg
Ýsa 4.113 kg
Keila 497 kg
Hlýri 16 kg
Karfi 10 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 8.764 kg
10.1.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 4.683 kg
Þorskur 1.557 kg
Keila 617 kg
Steinbítur 6 kg
Karfi 5 kg
Samtals 6.868 kg
10.1.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Steinbítur 555 kg
Þorskur 174 kg
Langa 86 kg
Ýsa 46 kg
Karfi 37 kg
Keila 14 kg
Samtals 912 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,91 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 311,13 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 341,64 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 4.125 kg
Ýsa 4.113 kg
Keila 497 kg
Hlýri 16 kg
Karfi 10 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 8.764 kg
10.1.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 4.683 kg
Þorskur 1.557 kg
Keila 617 kg
Steinbítur 6 kg
Karfi 5 kg
Samtals 6.868 kg
10.1.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Steinbítur 555 kg
Þorskur 174 kg
Langa 86 kg
Ýsa 46 kg
Karfi 37 kg
Keila 14 kg
Samtals 912 kg

Skoða allar landanir »