Undanþága frá veiðibanni við ÍRIS háð frumvarpi

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, gerir …
Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, gerir ráð fyrir að takist að afgreiða nýtt frumvarp um fjarksipti fyrir þinglok. Verði frumvarpið ekki samþykkt verður veiðibann í nágrenni nýja sæstrengsins milli Írlands og Íslands. mbl.is/Sigurður Bogi

Verði frumvarp um fjarskipti ekki samþykkt fyrir þinglok, verður í gildi ákvæði laga um veiðibann í nágrenni nýja sæstrengsins milli Írlands og Íslands (ÍRIS). Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, kveðst sannfærður um að takist að afgreiða frumvarpið fyrir þinglok.

Undanþága frá banni við veiðum í nágrenni sæstrengsins milli Írlands og Íslands (ÍRIS) er háð því að heimilað verði í lögum að veita slíka undanþágu. Frumvarp um breytingar á fjarskiptalögum, sem meðal annars gerir ráð fyrir slíkri heimild, var lagt fram 12. mars síðastliðinn. Þó er aðeins fyrstu umræðu lokið og hefur frumvarpið legið hjá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis frá 23. mars.

Spurður hvort líkur séu á því að þinglegri meðferð frumvarpsins verði lokið og það verði að lögum áður en þingi ljúki, svarar Vilhjálmur því játandi. „Við erum mikið áfram um það í nefndinni. Vinnan við málið gengur vel og óhætt að segja að hún sé á lokametrunum.“ Hann kveðst telja mikilvægt að málinu verði lokið með tilliti til þróunar og nýsköpunar, til að efla fjarskiptakerfi landsins og að tryggja öryggisþætti.

Stjórnvöld hafa nú þegar kynnt drög að reglugerð sem veitir undanþágu frá banni við veiðum í nágrenni strengsins. Reglugerðina skortir þó lagastoð og er beðið eftir því að frumvarp að nýjum fjarskiptalögum verði samþykkt. Fáist frumvarpið ekki samþykkt, verður áfram algert bann við öllum fiskveiðum í fjórðungsmílu fjarlægð beggja vegna við sæstrenginn, en ÍRIS þverar gjöful fiskimið.

Undanþáguheimildin túlkuð þröngt

Í frumvarpinu er rætt um að gera það „mögulegt að veita undanþágu frá banni við botnveiðum þar sem fjarskiptastrengir liggja, í sérstökum tilvikum á afmörkuðum svæðum,“ að því er fram kemur í greinargerð frumvarpsins. Jafnframt er gert ráð fyrir skilyrði hvað veiðarfæri varðar. Vakin er athygli á því að línuveiðar þykja ekki í öllum tilvikum raska öryggi fjarskiptastrengja í sjó.

„Ávallt verði þó haft að leiðarljósi að tryggja öryggi fjarskiptastrengja í sjó og því ber að túlka undanþáguheimildina þröngt,“ segir í greinargerðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 528,90 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 665,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 311,10 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,41 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 269,13 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 359,98 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 3.759 kg
Steinbítur 107 kg
Langa 26 kg
Karfi 10 kg
Samtals 3.902 kg
10.1.25 Dagrún HU 121 Þorskfisknet
Þorskur 693 kg
Ýsa 26 kg
Samtals 719 kg
10.1.25 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 1.173 kg
Langa 69 kg
Ýsa 39 kg
Keila 36 kg
Steinbítur 18 kg
Ufsi 9 kg
Samtals 1.344 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 528,90 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 665,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 311,10 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,41 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 269,13 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 359,98 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 3.759 kg
Steinbítur 107 kg
Langa 26 kg
Karfi 10 kg
Samtals 3.902 kg
10.1.25 Dagrún HU 121 Þorskfisknet
Þorskur 693 kg
Ýsa 26 kg
Samtals 719 kg
10.1.25 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 1.173 kg
Langa 69 kg
Ýsa 39 kg
Keila 36 kg
Steinbítur 18 kg
Ufsi 9 kg
Samtals 1.344 kg

Skoða allar landanir »