Ekki ljóst hve langt hlé er gert á laxeldinu

Veiran sem greinst hefur á öllum þrem eldissvæðunum í Reyðarfirði …
Veiran sem greinst hefur á öllum þrem eldissvæðunum í Reyðarfirði kann að hafa verið dreift milli svæða með búnaði. Ljósmynd/Laxar

Ekki er víst hvenær eldi í Reyðarfirði hefst á ný, en lögbundnum hvíldartíma í kjölfar sjúkdóms á eldissvæði er 90 dagar og ætti þeim tíma að vera lokið nú í maí á eldissvæðinu við Gripöldu þar sem fyrsta ISA-veiru smitið kom upp í nóvember síðastliðnum.

ISA-veiran, sem veldur blóðþorra í laxi, greindist á sunnudag í fiski úr sjókví við Vattarnes, en það er þriðja eldissvæðið sem veiran greinist á. Ákveðið hefur verið að slátra öllum fiski á eldissvæðinu og verður Reyðarfjörður þar með án eldisfisks.

Gísli Jónsson, sérgreinadýralæknir fisksjúkdóma hjá Matvælastofnun, segir í samtali við 200 mílur að almennt sé krafan að hvíla verði eldissvæði þar sem sjúkdómur kemur upp í 90 daga frá því að allur fiskur hafi verið fjarlægður. Matvælastofnun sé þó heimilt að framlengja hvíldartíma ef þörf þykir.

„Innri Reyðarfjörður, Gripalda þar sem sýkingin byrjaði, er búinn að vera í hvíld frá því í febrúar og næsta staðsetningin, Sigmundarhús, er búin að vera í hvíld síðan 7. maí. Það mun eflaust taka um mánuð að slátra upp úr þessum kvíum við Vattarnes og ef við segjum að það svæði fari í hvíld 1. júlí, þá er það að lágmarki fram í september,“ útskýrir Gísli.

Líklega dreift með búnaði

Spurður hvort það megi draga þá ályktun að þegar veiran greinist á einu eldissvæði í firði að óhjákvæmilegt sé að hún greinist á öðrum, svarar Gísli því neitandi. „Almenna reglan er sú að það er hægt að einangra eitt kvíaból og útrýma [veirunni] þar. Flest dæmin eru þannig að þetta kemur bara upp á einum stað. Það er slátrað og tæmt, svæðið sett í hvíld og [veiran] sést ekki meir. Þetta höfum við ítrekað séð í Noregi og núna síðast í Færeyjum vorið 2017 í einni kví og ekkert síðan.“

Hann segir dæmi um að þegar ISA-veira dreifir úr sér á stóru svæði megi rekja það til þess að búnaður sem notaður er á fleiri eldissvæðum dreifi veirunni. „Þetta getur farið innan fjarða en á ekki að gerast og það eru ýmsar ráðstafanir gerðar til að koma í veg fyrir slíkt. Þarna hefur eitthvað misfarist. Það getur hafa gerst áður en fyrsta smitið greinist að smitdreifingin var komin af stað og þrátt fyrir að við höfum tekið hátt í þrjú þúsund sýni höfum við ekki fundið þetta fyrr en núna.“

„Þessar flensuveirur er svolítið lúmskar, eins og við sjáum í fuglunum okkar og höfum séð í svínum og ekki síst mönnum,“ segir Gísli, en ISA-veiran er skaðlaus mönnum og hefur blóðþorri hvergi í heiminum greinst í villtum laxi. Hann segir veiruna ekki líklega til að smitast milli fjarða.

Öryggisslátrun

Eins og fyrr segir er nú unnið að því að koma öllum fiski úr kvíunum við Vattarnes og verður honum slátrað með eins öruggum hætti og kostur er. En er öllum fiski fargað?

„Nei. Við förgum fiski ef það er fiskur með einkenni. Þegar þetta kom upp í Gripöldu var fiskur í einni kví með einkenni og honum var umsvifalaust fargað og settur í maurasýru. Allur annar fiskur sem er eðlilegur – í 99% tilfella er hann heilbrigður, borðar, vex og dafnar – fer bara í gegnum venjulega slátrun, en það er öryggisslátrun og allt frárennsli úr sláturhúsinu sótthreinsað og gætt fyllstu varúðar á hverju stigi,“ útskýrir Gísli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.11.24 551,68 kr/kg
Þorskur, slægður 15.11.24 327,76 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.11.24 463,20 kr/kg
Ýsa, slægð 15.11.24 200,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.11.24 10,00 kr/kg
Ufsi, slægður 15.11.24 331,41 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 15.11.24 336,89 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.11.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 523 kg
Þorskur 218 kg
Ýsa 146 kg
Karfi 18 kg
Samtals 905 kg
15.11.24 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Botnvarpa
Ýsa 2.332 kg
Þorskur 1.777 kg
Hlýri 23 kg
Samtals 4.132 kg
15.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 7.678 kg
Ýsa 1.875 kg
Þorskur 570 kg
Steinbítur 113 kg
Samtals 10.236 kg
15.11.24 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet
Þorskur 616 kg
Karfi 34 kg
Ufsi 10 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 662 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.11.24 551,68 kr/kg
Þorskur, slægður 15.11.24 327,76 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.11.24 463,20 kr/kg
Ýsa, slægð 15.11.24 200,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.11.24 10,00 kr/kg
Ufsi, slægður 15.11.24 331,41 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 15.11.24 336,89 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.11.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 523 kg
Þorskur 218 kg
Ýsa 146 kg
Karfi 18 kg
Samtals 905 kg
15.11.24 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Botnvarpa
Ýsa 2.332 kg
Þorskur 1.777 kg
Hlýri 23 kg
Samtals 4.132 kg
15.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 7.678 kg
Ýsa 1.875 kg
Þorskur 570 kg
Steinbítur 113 kg
Samtals 10.236 kg
15.11.24 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet
Þorskur 616 kg
Karfi 34 kg
Ufsi 10 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 662 kg

Skoða allar landanir »

Loka