Eigendur 19,64% hlutar í Hraðfrystihúsinu Gunnvöru í Hnífsdal hafa selt hlut sinn í félaginu. Kaupandi er Jakob Valgeir ehf., sem rekur hundrað manna útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki í Bolungarvík. Söluverð hlutarins er trúnaðarmál að því er fram kemur í tilkynningu frá Jakobi Valgeir.
Hraðfrystihúsið Gunnvör rekur frystitogara, ísfiskskip, innfjarðarrækjubáta, fiskvinnslu í landi og fiskeldisstarfsemi gegnum dótturfélag. Um 130 manns starfa hjá fyrirtækinu.
Seljendur hlutarins eru systkinin Guðmundur, Kristinn Þórir, Ólöf Jóna og Steinar Örn Kristjánsbörn. Hluturinn hefur verið í eigu fjölskyldunnar í áratugi.
„Það skiptir okkur miklu máli að reksturinn í Hnífsdal sé traustur og fyrirtækið verði áfram hornsteinn í atvinnulífinu á staðnum. Við þekkjum Jakob Valgeir af góðu einu, vitum að hann hefur sterkar taugar til svæðisins og skilur tækifærin sem felast í rekstri félagsins í Hnífsdal," segir Kristinn, talsmaður seljendanna, í tilkynningunni.
„Það er spennandi verkefni að fylgja þessu sögufræga fyrirtæki inn í framtíðina. Reksturinn hefur gengið vel og ég hlakka til að leggja mitt af mörkum, svo félagið haldi áfram að vaxa og dafna ásamt samfélaginu sem það starfar í. Ég hef mikla trú á þessari fjárfestingu og framtíð félagsins," segir Jakob Valgeir Flosason, framkvæmdastjóri Jaboks Valgeirs ehf.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 10.1.25 | 528,90 kr/kg |
Þorskur, slægður | 10.1.25 | 665,50 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 10.1.25 | 311,10 kr/kg |
Ýsa, slægð | 10.1.25 | 245,41 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 10.1.25 | 269,13 kr/kg |
Ufsi, slægður | 10.1.25 | 298,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 10.1.25 | 359,98 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
10.1.25 Dagrún HU 121 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 693 kg |
Ýsa | 26 kg |
Samtals | 719 kg |
10.1.25 Vigur SF 80 Lína | |
---|---|
Þorskur | 1.173 kg |
Langa | 69 kg |
Ýsa | 39 kg |
Keila | 36 kg |
Steinbítur | 18 kg |
Ufsi | 9 kg |
Samtals | 1.344 kg |
10.1.25 Sæþór EA 101 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 886 kg |
Ufsi | 506 kg |
Karfi | 63 kg |
Ýsa | 22 kg |
Langa | 12 kg |
Samtals | 1.489 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 10.1.25 | 528,90 kr/kg |
Þorskur, slægður | 10.1.25 | 665,50 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 10.1.25 | 311,10 kr/kg |
Ýsa, slægð | 10.1.25 | 245,41 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 10.1.25 | 269,13 kr/kg |
Ufsi, slægður | 10.1.25 | 298,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 10.1.25 | 359,98 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
10.1.25 Dagrún HU 121 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 693 kg |
Ýsa | 26 kg |
Samtals | 719 kg |
10.1.25 Vigur SF 80 Lína | |
---|---|
Þorskur | 1.173 kg |
Langa | 69 kg |
Ýsa | 39 kg |
Keila | 36 kg |
Steinbítur | 18 kg |
Ufsi | 9 kg |
Samtals | 1.344 kg |
10.1.25 Sæþór EA 101 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 886 kg |
Ufsi | 506 kg |
Karfi | 63 kg |
Ýsa | 22 kg |
Langa | 12 kg |
Samtals | 1.489 kg |