Tæma Reyðarfjörð eftir að veira greindist í laxi

Virkjuð hefur verið aðgerðaráætlun eftir að veira sem veldur blóðþorra …
Virkjuð hefur verið aðgerðaráætlun eftir að veira sem veldur blóðþorra í laxi greindist í eldisstöð við Vattarnes í Reyðarfirði. mbl.is/Helgi Bjarnason

ISA-veiran sem veldur blóðþorra var á ný greind eldislaxi í Reyðarfirði í síðustu viku. Að þessu sinni í laxeldisstöð við Vattarnes en í apríl greindist veiran í stöð við Sigmundarhús. Ákveðið hefur að fjarlægja það sem eftir er af eldislaxi í Reyðarfirði.

Í níu sjókvíunum við Vattarnes eru í eldi um 1.160.000 laxar og eru flestir fiskarnir á bilinu 2 til 3 kíló. Í varúðarskyni hafa Laxar fiskeldi í samvinnu við Matvælastofnum virkjað aðgerðaráætlun og mun öllum laxi í stöðinni verða slátrað, að því er fram kemur í tilkynningu á vef stofnunarinnar.

„Þar með mun allur Reyðarfjörður tæmast af eldislaxi og fara í eldishvíld. Með þessari aðgerð skal gert hið ýtrasta til að uppræta og hreinsa fjörðinn af ofangreindu veirusmiti,“ segir í tilkynningunni.

Meðalverð á tveggja til þriggja kílóa laxi var á mörkuðum 80,99 norskar krónur á kíló í byrjun maí samkvæmt vísitölu Nasdaq. Er því markaðsvirði fisksins sem nú þarf að slátra tæplega 94 milljónir norskra króna, ígildi 1.272 milljóna íslenskra króna.

Hefur verið vaktað frá nóvember 2021

„Allt frá því að ISA-veiran greindist fyrst í laxi í sjókví við Gripalda í Reyðarfirði í lok nóvember 2021 hafa umfangsmiklar sýnatökur og ströng vöktun átt sér stað á öðrum eldissvæðum á Austfjörðum, með áherslu á Sigmundarhús og Vattarnes í Reyðarfirði,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar.

Þá segir að greining á meinvirku afbrigði ISA-veirunnar staðfest á ný í einni kví við Sigmundarhús í apríl. „Öllum laxi á þeim stað var umsvifalaust fargað. Undir lok síðustu viku voru svo tekin sýni úr grunsamlegum laxi við Vattarnes í Reyðarfirði, en það er jafnframt eina staðsetningin í firðinum sem Laxar fiskeldi ala lax í dag. Niðurstöður fengust í gær 22. maí, sem staðfesta að um hið meinvirka afbrigði veirunnar er að ræða.“

Sértaklega er tekið fram að veiran sem um ræðir er skaðlaus mönnum og að sjúkdómurinn hafi hvergi í heiminum greinst í villtum laxi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,91 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 311,13 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 341,64 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 4.125 kg
Ýsa 4.113 kg
Keila 497 kg
Hlýri 16 kg
Karfi 10 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 8.764 kg
10.1.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 4.683 kg
Þorskur 1.557 kg
Keila 617 kg
Steinbítur 6 kg
Karfi 5 kg
Samtals 6.868 kg
10.1.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Steinbítur 555 kg
Þorskur 174 kg
Langa 86 kg
Ýsa 46 kg
Karfi 37 kg
Keila 14 kg
Samtals 912 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,91 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 311,13 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 341,64 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 4.125 kg
Ýsa 4.113 kg
Keila 497 kg
Hlýri 16 kg
Karfi 10 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 8.764 kg
10.1.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 4.683 kg
Þorskur 1.557 kg
Keila 617 kg
Steinbítur 6 kg
Karfi 5 kg
Samtals 6.868 kg
10.1.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Steinbítur 555 kg
Þorskur 174 kg
Langa 86 kg
Ýsa 46 kg
Karfi 37 kg
Keila 14 kg
Samtals 912 kg

Skoða allar landanir »