Hugsanlega 24 róðrar eftir á hvern strandveiðibát

Taka áfram 557 bátar þátt í strandveiðunum eru aðeins 24 …
Taka áfram 557 bátar þátt í strandveiðunum eru aðeins 24 róðrar eftir á hvern bát þar til veiðiheimildir veiðanna klárast. mbl.is/Alfons

Hver strandveiðibátur mun ekki ná 12 veiðidögum í hverjum mánuði á tímabilinu sem eftir er, mánuðina júní, júlí og águst, verði gangur veiðanna með sambærilegum hætti og hann hefur verið í maí.

Fjöldi strandveiðibáta sem landað hafa afla í maí eru 557 talsins og hafa líklega aldrei verið fleiri. Fæstir voru þeir 2018 en síðan hefur þeim fjölgað um 139 eða þriðjung. Meðalafli strandveiðibáta í róðri hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár og er 678 kíló í maí sem er tæplega 10% yfir meðaltali áranna 2015 til 2022 og 28,6% meira en meðalafli bátanna 2015.

mbl.is

Í maí hefur verið landað rúmum tvö þúsund tonnum og er það 19,5% af heimildum sem strandveiðum hefur verið ráðstafað í ár. Séu þeim 8.932 tonnum sem eftir eru deilt á meðalafla í róðri kemur í ljós að sá afli gæti fengist í 13.180 róðrum. Taki áfram 557 bátar þátt í veiðunum eru það aðeins 24 landanir á bát. Það þýðir að hver bátur á eftir átta landanir á mánuði að meðaltali.

Gangur veiða næstu mánuði er háður ýmsum breytum, s.s. veðri, og því erfitt að segja nákvæmlega fyrir um hvenær heimildir veiðanna klárast. Ekki liggur fyrir hvort til stendur að bæta í strandveiðipottinn en af reynslu fyrri ára er líklegt að lokað verði fyrir veiðarnar þegar bátarnir hafa landað 11.100 tonnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 585,36 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 698,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 468,39 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 280,78 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 254,20 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Grímsey ST 2 Dragnót
Þorskur 2.201 kg
Ýsa 912 kg
Skrápflúra 302 kg
Skarkoli 48 kg
Langlúra 20 kg
Samtals 3.483 kg
22.1.25 Skúli ST 35 Línutrekt
Þorskur 3.532 kg
Ýsa 358 kg
Steinbítur 123 kg
Samtals 4.013 kg
22.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.946 kg
Ýsa 664 kg
Hlýri 308 kg
Karfi 133 kg
Steinbítur 77 kg
Samtals 6.128 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 585,36 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 698,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 468,39 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 280,78 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 254,20 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Grímsey ST 2 Dragnót
Þorskur 2.201 kg
Ýsa 912 kg
Skrápflúra 302 kg
Skarkoli 48 kg
Langlúra 20 kg
Samtals 3.483 kg
22.1.25 Skúli ST 35 Línutrekt
Þorskur 3.532 kg
Ýsa 358 kg
Steinbítur 123 kg
Samtals 4.013 kg
22.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.946 kg
Ýsa 664 kg
Hlýri 308 kg
Karfi 133 kg
Steinbítur 77 kg
Samtals 6.128 kg

Skoða allar landanir »