Eigendur Arnarlax og Arctic Fish hyggja á samruna

Norskir eigendur Arnarlax og Arctic Fish á Vestfjörðum stefna að …
Norskir eigendur Arnarlax og Arctic Fish á Vestfjörðum stefna að sameiningu. Ljósmynd/Icelandic Salmon

Tvö stærstu fiskeldisfyrirtækin á Vestfjörðum, Arnarlax og Arctic Fish, verða í eigu sama norska fyrirtækis eftir að eigendur þeirra hafa ákveðið að sameinast. Áætluð framleiðsla fyrirtækjanna á þessu ári nemur samanlagt 26.600 tonnum af eldislaxi.

Norwegian Royal Salmon (NRS), sem er eigandi Arctic Fish, og SalMar, eigandi Arnarlax í gegnum eignarhaldsfélagið Icelandic Salmon, tilkynntu norsku kauphöllinni í dag um áform sín um að sameinast. Þá mun samruninn verða framkvæmdur á þeim grundvelli að SalMar er kaupandi allra hluta í NRS og eru greiddir 0,369 hlutir í SalMar fyrir hvern hlut í NRS.

Samruninn er þó háður nokkrum skilyrðum og má þar nefna að gengið verður frá kaupum NRS á SalmoNor, dótturfélagi SalMAr, og að skilyrðum fyrir tilboði SalMar í hlutafé NTS ASA (eigenda NRS).

„Samningsaðilarnir eiga nokkra hagsmuni í atvinnulífinu sem skarast, bæði í Noregi, á Vestfjörðum á Íslandi og í úthafsrekstri. Sameining aðila gerir kleift að ná verulegum samlegðaráhrifum,“ segir í tilkynningunni. Um áhrifin á Íslandi segir að mikil tækifæri felist í samrunanum til að bæta reksturinn og er meðal annars nefnd sameiginleg uppbygging þjónustu á sjó og á landi, svo sem í sambandi við seiðaeldi, vinnslu og sölu.

Um langt skeið hefur Arnarlax og Arctic Fish átt í samstarfi og mun það því halda áfram. Lengi hefur verið rætt um hugsanlegan samruna fyrirtækjanna. Ekkert liggur þó fyrir í tilkynningunni um samruna reksturs fyrirtækjanna á Vestfjörðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.2.25 628,36 kr/kg
Þorskur, slægður 4.2.25 561,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.2.25 424,89 kr/kg
Ýsa, slægð 4.2.25 344,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.2.25 285,56 kr/kg
Ufsi, slægður 4.2.25 365,72 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 4.2.25 465,21 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.2.25 Agnar BA 125 Línutrekt
Þorskur 413 kg
Ýsa 347 kg
Samtals 760 kg
5.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 431 kg
Samtals 431 kg
5.2.25 Málmey SK 1 Botnvarpa
Þorskur 79.911 kg
Ýsa 12.432 kg
Karfi 3.092 kg
Ufsi 2.685 kg
Grásleppa 812 kg
Hlýri 777 kg
Steinbítur 276 kg
Grálúða 90 kg
Skarkoli 64 kg
Langa 23 kg
Þykkvalúra 8 kg
Keila 8 kg
Samtals 100.178 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.2.25 628,36 kr/kg
Þorskur, slægður 4.2.25 561,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.2.25 424,89 kr/kg
Ýsa, slægð 4.2.25 344,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.2.25 285,56 kr/kg
Ufsi, slægður 4.2.25 365,72 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 4.2.25 465,21 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.2.25 Agnar BA 125 Línutrekt
Þorskur 413 kg
Ýsa 347 kg
Samtals 760 kg
5.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 431 kg
Samtals 431 kg
5.2.25 Málmey SK 1 Botnvarpa
Þorskur 79.911 kg
Ýsa 12.432 kg
Karfi 3.092 kg
Ufsi 2.685 kg
Grásleppa 812 kg
Hlýri 777 kg
Steinbítur 276 kg
Grálúða 90 kg
Skarkoli 64 kg
Langa 23 kg
Þykkvalúra 8 kg
Keila 8 kg
Samtals 100.178 kg

Skoða allar landanir »