Undirbúa makrílvertíðina en óvíst um gang veiða

Barði NK hélt til Akureyrar í slipp að lokinni loðnuvertíð. …
Barði NK hélt til Akureyrar í slipp að lokinni loðnuvertíð. Skipið mun vera eitt þeirra sem heldur til makrílveiða í lok júnímánaðar. Ljósmynd/Sildarvinnslan

Uppsjávarútgerðirnar eru byrjaðar að undirbúa skip sín fyrir komandi makrílvertíð, en gert er ráð fyrir að vertíðin hefjist um 20. júní. Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur lagt til að hámarksafli veiðanna verði tæplega 795 þúsund tonn. Búist er við að útgefið aflamark íslenskra skipa verði 16,5% af heildarkvótanum, eða rúm 131 þúsund tonn, sem er um 7% minna en á síðasta ári.

Í fyrra var aflamark íslenskra skipa í makríl um 140 þúsund tonn, en þar sem illa gekk að ná öllum þeim afla féllu um 10 þúsund tonn niður um áramótin. Útgerðirnar fengu þó heimild frá matvælaráðherra (þá landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra) til að færa allt að 15% af aflaheimildum í makríl milli ára sem ella hefðu fallið niður. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi höfðu farið fram á heimild til flutnings á allt að 30% heimilda.

Eins og 200 mílur hafa ítrekað fjallað um, hefur magn makríls í íslenskri lögsögu minnkað töluvert á undanförnum árum. Þurft hefur að sækja fiskinn langar leiðir, djúpt austur af landinu. Fátt bendir til að annað verði upp á teningnum á þessu ári.

Fátt er um skýringar á hvarfi makrílsins, en hitastig sjávar eða magn átu getur ekki útskýrt hvers vegna makríllinn finnst í minna magni en áður.

Skip Síldarvinnslunnar gerð klár

Fram kemur á vef Síldarvinnslunnar að undirbúningurinn sé kominn á fullt. Beitir NK er í Norðfjarðarhöfn, þar sem unnið er að hefðbundnu viðhaldi skipsins auk þess sem það verður málað og snurfusað. Börkur NK kom til Skagen 25. maí. Gert er ráð fyrir að skipið fari í slipp hjá Karstensens skipasmíðastöðinni og framkvæmd verði á því ársskoðun.

Þá fór Barði NK í slipp á Akureyri að lokinni loðnuvertíð og var þar ýmsu viðhaldi sinnt. Meðal annars var vélin tekin upp og skipið málað. Bjarni Ólafsson AK verður settur í geymslu að loknum þrifum, en áhöfnin á Bjarna mun fara yfir á Barða, sem tekur fullan þátt í makrílvertíðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.1.25 591,78 kr/kg
Þorskur, slægður 17.1.25 609,46 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.1.25 380,76 kr/kg
Ýsa, slægð 17.1.25 302,45 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.1.25 189,00 kr/kg
Ufsi, slægður 17.1.25 253,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 17.1.25 184,16 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.064 kg
Þorskur 298 kg
Steinbítur 47 kg
Keila 17 kg
Hlýri 15 kg
Samtals 1.441 kg
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.767 kg
Ýsa 5.091 kg
Steinbítur 294 kg
Langa 219 kg
Keila 78 kg
Karfi 20 kg
Samtals 14.469 kg
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 10.232 kg
Ýsa 1.981 kg
Langa 354 kg
Karfi 37 kg
Steinbítur 26 kg
Samtals 12.630 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.1.25 591,78 kr/kg
Þorskur, slægður 17.1.25 609,46 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.1.25 380,76 kr/kg
Ýsa, slægð 17.1.25 302,45 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.1.25 189,00 kr/kg
Ufsi, slægður 17.1.25 253,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 17.1.25 184,16 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.064 kg
Þorskur 298 kg
Steinbítur 47 kg
Keila 17 kg
Hlýri 15 kg
Samtals 1.441 kg
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.767 kg
Ýsa 5.091 kg
Steinbítur 294 kg
Langa 219 kg
Keila 78 kg
Karfi 20 kg
Samtals 14.469 kg
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 10.232 kg
Ýsa 1.981 kg
Langa 354 kg
Karfi 37 kg
Steinbítur 26 kg
Samtals 12.630 kg

Skoða allar landanir »

Loka