Fallið var frá kauptilboðinu í Ægi og Tý

Ekki er ljóst hvað verður um skipin tvö sem ekki …
Ekki er ljóst hvað verður um skipin tvö sem ekki eru lengur í notkun. mbl.is/sisi

Varðskipið Týr, sem legið hef­ur í Gömlu höfn­inni í Reykja­vík síðan það var tekið úr notk­un 15. nóv­em­ber í fyrra, hef­ur verið flutt í Sunda­höfn. Þar liggja þeir sam­síða, Týr og Ægir, og bíða ör­laga sinna ef svo má taka til orða. Skip­in eru kom­in til ára sinna og eru ekki leng­ur í þjón­ustu Land­helg­is­gæsl­unn­ar. Nýrri og full­komn­ari skip, Þór og Freyja, hafa tekið við hlut­verki þeirra við gæslu land­helg­inn­ar.

Rík­is­kaup, fyr­ir hönd Land­helg­is­gæsl­unn­ar, aug­lýsti skip­in til sölu í fyrra­haust. Tvö til­boð bár­ust í bæði skip­in. Það hærra var 125 millj­ón­ir en hið lægra 18 millj­ón­ir.

Í apríl sl. var frá því skýrt að Rík­is­kaup hefðu samþykkt kauptil­boð frá Íslend­ingi og verið væri að ganga frá samn­ing­um. Síðan kom babb í bát­inn. „Kauptil­boð sem búið var að samþykkja er niður fallið, þannig að það eru um­leit­an­ir í gangi eins og er,“ seg­ir Helena Rós Sig­mars­dótt­ir, lög­fræðing­ur hjá Rík­is­kaup­um, í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn blaðsins.

Vænt­an­leg­ur kaup­andi gat ekki staðið við til­boð sitt og eru nú hafn­ar viðræður við tvo aðila.

Bæði skip­in eru smíðuð í Dan­mörku. Varðskipið Ægir var smíðað í Ála­borg 1968 og Týr var smíðaður í Árós­um 1975. Ægir fór í sína síðustu lög­gæslu- og eft­ir­lits­ferð um miðin sum­arið 2015 og Týr í nóv­em­ber í fyrra.

Bæði Ægir og Týr hafa reynst afar vel og léku stórt hlut­verk í þorska­stríðunum sem Íslend­ing­ar háðu við Breta á síðustu öld.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,47 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 377,00 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,91 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 1.090 kg
Samtals 1.090 kg
26.3.25 Vestmannaey VE 54 Botnvarpa
Ýsa 13.822 kg
Þorskur 10.828 kg
Karfi 655 kg
Samtals 25.305 kg
26.3.25 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Grásleppa 6.417 kg
Þorskur 800 kg
Rauðmagi 200 kg
Samtals 7.417 kg
26.3.25 Freymundur ÓF 6 Handfæri
Þorskur 510 kg
Samtals 510 kg
26.3.25 Straumnes ÍS 240 Handfæri
Þorskur 2.437 kg
Samtals 2.437 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,47 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 377,00 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,91 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 1.090 kg
Samtals 1.090 kg
26.3.25 Vestmannaey VE 54 Botnvarpa
Ýsa 13.822 kg
Þorskur 10.828 kg
Karfi 655 kg
Samtals 25.305 kg
26.3.25 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Grásleppa 6.417 kg
Þorskur 800 kg
Rauðmagi 200 kg
Samtals 7.417 kg
26.3.25 Freymundur ÓF 6 Handfæri
Þorskur 510 kg
Samtals 510 kg
26.3.25 Straumnes ÍS 240 Handfæri
Þorskur 2.437 kg
Samtals 2.437 kg

Skoða allar landanir »