Fallið var frá kauptilboðinu í Ægi og Tý

Ekki er ljóst hvað verður um skipin tvö sem ekki …
Ekki er ljóst hvað verður um skipin tvö sem ekki eru lengur í notkun. mbl.is/sisi

Varðskipið Týr, sem legið hefur í Gömlu höfninni í Reykjavík síðan það var tekið úr notkun 15. nóvember í fyrra, hefur verið flutt í Sundahöfn. Þar liggja þeir samsíða, Týr og Ægir, og bíða örlaga sinna ef svo má taka til orða. Skipin eru komin til ára sinna og eru ekki lengur í þjónustu Landhelgisgæslunnar. Nýrri og fullkomnari skip, Þór og Freyja, hafa tekið við hlutverki þeirra við gæslu landhelginnar.

Ríkiskaup, fyrir hönd Landhelgisgæslunnar, auglýsti skipin til sölu í fyrrahaust. Tvö tilboð bárust í bæði skipin. Það hærra var 125 milljónir en hið lægra 18 milljónir.

Í apríl sl. var frá því skýrt að Ríkiskaup hefðu samþykkt kauptilboð frá Íslendingi og verið væri að ganga frá samningum. Síðan kom babb í bátinn. „Kauptilboð sem búið var að samþykkja er niður fallið, þannig að það eru umleitanir í gangi eins og er,“ segir Helena Rós Sigmarsdóttir, lögfræðingur hjá Ríkiskaupum, í skriflegu svari við fyrirspurn blaðsins.

Væntanlegur kaupandi gat ekki staðið við tilboð sitt og eru nú hafnar viðræður við tvo aðila.

Bæði skipin eru smíðuð í Danmörku. Varðskipið Ægir var smíðað í Álaborg 1968 og Týr var smíðaður í Árósum 1975. Ægir fór í sína síðustu löggæslu- og eftirlitsferð um miðin sumarið 2015 og Týr í nóvember í fyrra.

Bæði Ægir og Týr hafa reynst afar vel og léku stórt hlutverk í þorskastríðunum sem Íslendingar háðu við Breta á síðustu öld.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 564,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,69 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 315,48 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Ýsa 221 kg
Þorskur 190 kg
Ufsi 44 kg
Steinbítur 15 kg
Keila 7 kg
Samtals 477 kg
21.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 109 kg
Keila 29 kg
Steinbítur 17 kg
Langa 9 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 349 kg
21.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 4.050 kg
Þorskur 3.889 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 7.943 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 564,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,69 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 315,48 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Ýsa 221 kg
Þorskur 190 kg
Ufsi 44 kg
Steinbítur 15 kg
Keila 7 kg
Samtals 477 kg
21.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 109 kg
Keila 29 kg
Steinbítur 17 kg
Langa 9 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 349 kg
21.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 4.050 kg
Þorskur 3.889 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 7.943 kg

Skoða allar landanir »