Alþjóðlega sjávarútvegssýningin IceFish sem fram fer í Fífunni í Kópavogi var formlega opnuð í morgun. Sýningin mun standa fram á föstudag og er búist við þúsundum gesta en alls eru rúmlega 380 sýnendur á sýningunni að þessu sinni.
Við hátíðlega opnunarathöfn í Smáraskóla þakkaði Marianne Rasmussen-Coulling, framkvæmdastjóri sýningarinnar, sýnendum fyrir þann stuðning sem veittur hefur verið og ekki síst þolinmæðina í kjölfar þess að sýningunni var í tvígang frestað vegna kórónuveirufaraldurs. „Allir þeir fjölmörgu sýnendur og gestir sem hér eru koma ekki aðeins vegnar hinnar miklu gestrisni Íslendinga, heldur einnig vegna þess að Ísland er sem fyrr í fararbroddi í þróun tækni fyrir sjávarútveg og vinnslu,“ sagði hún.
BBenedikt Árnason, ráðuneytisstjóri í Matvælaráðuenytinu, opnaði sýninguna.
mbl.is/Kristinn Magnússon
Féll Það í hlut Benedikts Árnasonar, ráðuneytisstjóra í Matvælaráðuneytinu, að opna sýninguna. Hefðbundið er það ráðherra sjávarútvegsmála sem opnar sýninguna, en þar sem ríkisstjórnarfundi hafði verið frestað frá þriðjudegi til dagsins í dag komst Svandís Svavarsdóttir ekki. Gert er ráð fyrir því að hún mæti á sýninguna síðar.
Benedikt kvaðst í ræðu sinni vona að samböndin sem til verða á sýningunni stuðli að frekari vöxt og nýsköpun í greinnini. Mikilvægt væri að halda áframá þeirri braut að auka verðmæti afurða í gegnum fullnýtingu þeirra.
Að formlegheitum loknum var farin sérstök ferð um sýningarsalinn með ráðuneytisstjóranum og öðrum gestum, svo sem gesti frá Noregi, Færeyjum, Bandaríkjunum.
IceFish er haldin á þriggja ára frestu og er um að ræða þrettándu sýninguna undir þessum merkjum. Síðasta sýning átti að farar fram 2020 en var frestað vegna kórónuveirufaraldurs og eru því fimm ár liðin frá síðustu sýningu.
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Það er margt að sjá á sýningunni.
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon