Aflaverðmæti botnfisktegundar nam 34,3 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi og er það 5% aukning frá sama tímabili í fyrra. Aukningin er veruleg ef tekkið er tillit til þess að aflamagn botnfisktegunda hefur á sama tíma dregist saman um 18%. Þetta má lesa úr tölum Hagstofu Íslands.
Mesta verðmætaaukningin meðal botnfisktegunda er í ufsa, en aflaverðmætið var 3,1 milljarður á fyrsta ársfjórðungi sem er 39% hærra en í sama ársfjórðungi á síðasta ári. Aukningin kemur þrátt fyrir 4% samdrátt í aflamagni. Hækkunina má líklega rekja til truflana á afhendingu rússnesks ufsa í evrópu og í Bandaríkjunum.
Vel gekk í uppsjávartegundunum og má það alfarið rekja til loðnuvertíðarinnar, en hún skilaði rúmlega 19 milljörðum króna. óVenju stór loðnuvertið er að baki og var aflinn rúmlega 446 þúsund tonn. Ekki náðist að veiða alla þá loðnu sem útgefnar heimildir voru fyrir.
„Magn landaðs afla á fyrsta ársfjórðungi 2022 voru tæp 564 þúsund tonn en var 239 þúsund tonn árið áður. Þessi magnaukning er að mestu tilkomin vegna 446 þúsund tonna loðnuveiði en tæp 71 þúsund tonn af loðnu veiddust á fyrsta ársfjórðungi ársins 2021,“ segir á vef Hagstofunnar.
Þá segir jafnframt að „verðmæti afla við fyrstu sölu var 55,8 milljarðar króna á fyrstu þrem mánuðum ársins 2022 samkvæmt bráðabirgðatölum sem er 28% meira en á sama tímabili árið árið áður þegar aflaverðmæti var tæpir 44 milljarðar króna.“
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 14.3.25 | 518,32 kr/kg |
Þorskur, slægður | 14.3.25 | 481,37 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 14.3.25 | 284,18 kr/kg |
Ýsa, slægð | 14.3.25 | 293,89 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 14.3.25 | 207,69 kr/kg |
Ufsi, slægður | 14.3.25 | 250,80 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 9.3.25 | 219,00 kr/kg |
Gullkarfi | 14.3.25 | 219,52 kr/kg |
14.3.25 Sandfell SU 75 Lína | |
---|---|
Þorskur | 1.618 kg |
Ýsa | 1.287 kg |
Steinbítur | 43 kg |
Keila | 38 kg |
Samtals | 2.986 kg |
14.3.25 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 415 kg |
Skarkoli | 9 kg |
Samtals | 424 kg |
14.3.25 Víkurröst VE 70 Handfæri | |
---|---|
Ufsi | 819 kg |
Þorskur | 515 kg |
Samtals | 1.334 kg |
14.3.25 Kóngsey ST 4 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 2.515 kg |
Þorskur | 407 kg |
Samtals | 2.922 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 14.3.25 | 518,32 kr/kg |
Þorskur, slægður | 14.3.25 | 481,37 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 14.3.25 | 284,18 kr/kg |
Ýsa, slægð | 14.3.25 | 293,89 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 14.3.25 | 207,69 kr/kg |
Ufsi, slægður | 14.3.25 | 250,80 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 9.3.25 | 219,00 kr/kg |
Gullkarfi | 14.3.25 | 219,52 kr/kg |
14.3.25 Sandfell SU 75 Lína | |
---|---|
Þorskur | 1.618 kg |
Ýsa | 1.287 kg |
Steinbítur | 43 kg |
Keila | 38 kg |
Samtals | 2.986 kg |
14.3.25 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 415 kg |
Skarkoli | 9 kg |
Samtals | 424 kg |
14.3.25 Víkurröst VE 70 Handfæri | |
---|---|
Ufsi | 819 kg |
Þorskur | 515 kg |
Samtals | 1.334 kg |
14.3.25 Kóngsey ST 4 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 2.515 kg |
Þorskur | 407 kg |
Samtals | 2.922 kg |