Selja róbóta til tveggja félaga í Bolungarvík

Fulltrúar Sameyjar og Arctic Fish við undirritun samninganna á föstudag.
Fulltrúar Sameyjar og Arctic Fish við undirritun samninganna á föstudag. Ljósmynd/Samey

Samey Robotics undirritaði tvo samninga á síðasta degi sjávarútvegssýnigarinnar sem fram fór í Fífunni í Kópavogi, annars vegar samning við Jakob Valgeir ehf. í Bolungarvík og hins vegar Arctic Fish.

Fram kemur í fréttatilkynningu að Jakob Valgeir ehf. fjárfestir í róbotakerfum fyrir fiskvinnslu sína í Bolungarvík. „Þessi lausn mun sjá um að pakka frosinni afurð í umbúðir fyrir útflutning og mun straumlínulaga alla pökkun. Kerfið er hannað til að vaxa með aukinni framleiðslu Jakobs Valgeirs og auðvelt er að bæta við kerfið samhliða auknum vexti fyrirtækisins,“ segir Jón Ragnar Gunnarsson sölustjóri Samey Robotics ehf á Íslandi.

Jón Ragnar Gunnarsson sölustjóri Samey Robotics og Guðbjartur Flosason hjá …
Jón Ragnar Gunnarsson sölustjóri Samey Robotics og Guðbjartur Flosason hjá Jakbobi Valgeir ehf. við undirritun samninganna. Ljósmynd/Samey

Samningurinn sem gerður var við Arctic Fish snýr að kerfi sem getur staflað allri framleiðslu Arctic Fish á laxi í Bolungarvík á bretti með tveimur sjálfvirkum róbotakerfum. „Samkvæmt útreikningum okkar verða þá fleiri róbotar að störfum í Bolungarvík en í nokkru öðru bæjarfélagi í heimi miðað við höfðatölu og setur það Bolungarvík í fremstu röð umbreytinga í átt að hátækni samfélagi með betri störf og meiri framleiðni,“ segir Kristján Ármannsson stjórnandi vélahönnunnnar hjá Samey Robotics. 

Þetta er ekki eini samningurinn sme Arctic Fish gerði á sýningunni og var einnig undirritaður samningur við Micro um flokkunar- og pökkunarlína.

Fram kemur að á 32 árum hafi Samey Robotics komið fjölda verkefna er tengjast sjáfvirknivæðingu í sjávarútvegi sem og öðrum greinum. Á sjötta hundrað verksmiðjur og vinnslur í 25 löndum starfa í dag með kerfum frá Samey Robotics. Jafnframt segir að verkefnastaðan sé góð og að yfir 40 róbotar séu í pöntun hjá fyrirtækinu.

Fyrir ári fékk Samey nýja eigendur er þeir Bjarni Ármannsson, Kristján Karl Aðalsteinsson og Vygandas Srebalius festu kaup á öllu hlutafé í félaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.2.25 585,36 kr/kg
Þorskur, slægður 5.2.25 793,60 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.2.25 356,87 kr/kg
Ýsa, slægð 5.2.25 401,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.2.25 313,54 kr/kg
Ufsi, slægður 5.2.25 360,02 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 5.2.25 426,50 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.2.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Þorskur 7.223 kg
Ýsa 82 kg
Samtals 7.305 kg
5.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 643 kg
Hlýri 283 kg
Ýsa 259 kg
Steinbítur 194 kg
Karfi 56 kg
Ufsi 17 kg
Keila 16 kg
Samtals 1.468 kg
5.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Ýsa 10.434 kg
Grásleppa 798 kg
Steinbítur 390 kg
Hlýri 373 kg
Keila 17 kg
Langa 7 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 12.021 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.2.25 585,36 kr/kg
Þorskur, slægður 5.2.25 793,60 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.2.25 356,87 kr/kg
Ýsa, slægð 5.2.25 401,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.2.25 313,54 kr/kg
Ufsi, slægður 5.2.25 360,02 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 5.2.25 426,50 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.2.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Þorskur 7.223 kg
Ýsa 82 kg
Samtals 7.305 kg
5.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 643 kg
Hlýri 283 kg
Ýsa 259 kg
Steinbítur 194 kg
Karfi 56 kg
Ufsi 17 kg
Keila 16 kg
Samtals 1.468 kg
5.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Ýsa 10.434 kg
Grásleppa 798 kg
Steinbítur 390 kg
Hlýri 373 kg
Keila 17 kg
Langa 7 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 12.021 kg

Skoða allar landanir »