„Ákvarðanir sem taka þarf verða ekki léttvægar“

Ólafur Helgi Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma hf. og formaður Samtaka fyrirtækja …
Ólafur Helgi Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma hf. og formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtökin mæla með því að farið sé eftir ráðleggingum Hafrannsóknastofnunar en segjast jafnframt mikla áskorun fylgja samdrættinum í aflamarki sem boðaður hefur verið. Ljósmynd/SFS

Samanlagður samdráttur í ráðlögðu aflamarki í þorski nemur 23% frá fiskveiðiárinu 2019/2020 og segja Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) þennan mikla samdrátt á skömmum tíma vera mikla áskorun og hafi í för með sér töluverð áhrif á afkomu greinarinnar. Engu að síður mælir SFS með því að farið verði eftir ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá SFS í kjölfar fundar í morgun þar sem Hafrannsóknastofnun kynnti ráðgjöf sína um hámarksafla næsta fiskveiðiárs sem hefst 1. september næstkomandi. Á fundinum kom fram að stofnunin leggur til 6% minna aflamark í þorski eða 208.846 tonn.

Mikill árangur hefur náðst á undanförnum árum í uppbyggingu þorskstofnsins, að mati SFS. „Veiðar hafa verið stundaðar með sjálfbærum hætti og afli takmarkaður á forsendum varúðarleiðar og vísindalegrar ráðgjafar. Þrátt fyrir að tekist hafi að byggja upp sterkan viðmiðunarstofn, þá leiða stöku slakir árgangar til þess að sveiflur verða óhjákvæmilegar,“ segir í tilkynningunni.

„Fyrirtæki í sjávarútvegi munu þurfa að bregðast við samdrætti í veiðum og ákvarðanir sem taka þarf verða ekki léttvægar. Það er hins vegar ljóst að best hefur reynst að byggja ákvarðanir um nýtingu á niðurstöðum vísinda og sagan segir jafnframt að ekki sé skynsamlegt að fresta því að takast á við vandann. Að því sögðu þá eru það langtímahagsmunir atvinnugreinarinnar að stundaðar séu sjálfbærar fiskveiðar hér við land og því ekki annað ráðlegt en að fylgja ráðgjöf vísindanna.“

Þá er því fagnað myndarlegri aukningu í ýsu en ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar gerir ráð fyrir 23% aukningu og frekari vexti á komandi árum.

Efla þurfi hafrannsóknir

SFS vekur athygli á því að hafrannsóknir séu forsenda þess að unnt sé að skapa verðmæti úr fiskveiðiauðlindinni og ítrekar áhyggjur af stöðu hafrannsókna á Íslandi, sérstaklega í ljósi breyttra umhverfisskilyrða og kröfur á mörkuðum. Þá segir að ráðgjöfin sem kynnt var í dag sé staðfesting á því að þörf sé á að efla hafrannsóknir til muna, enda er ráðgjöf lækkuð þegar óvissa ríkir.

 „Sá mikli niðurskurður sem orðið hefur á vöktun nytjastofna á undanförnum árum er jafnframt umhugsunarefni. Slíkur sparnaður mun auka óvissu um afrakstursgetu stofna og leiða þar með til varkárari nýtingar en ella væri hægt að viðhafa. Sú niðurstaða, sem kynnt var í dag, er staðfesting þess að áhyggjur SFS eru réttmætar og brýnt er að bæta úr.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.1.25 547,28 kr/kg
Þorskur, slægður 3.1.25 680,92 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.1.25 432,52 kr/kg
Ýsa, slægð 3.1.25 386,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.1.25 152,07 kr/kg
Ufsi, slægður 3.1.25 224,68 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 3.1.25 324,99 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 7.302 kg
Þorskur 2.233 kg
Steinbítur 340 kg
Langa 32 kg
Samtals 9.907 kg
4.1.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 13.952 kg
Ýsa 976 kg
Ufsi 30 kg
Keila 27 kg
Steinbítur 11 kg
Samtals 14.996 kg
4.1.25 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 327 kg
Keila 104 kg
Hlýri 40 kg
Ýsa 20 kg
Samtals 491 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.1.25 547,28 kr/kg
Þorskur, slægður 3.1.25 680,92 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.1.25 432,52 kr/kg
Ýsa, slægð 3.1.25 386,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.1.25 152,07 kr/kg
Ufsi, slægður 3.1.25 224,68 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 3.1.25 324,99 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 7.302 kg
Þorskur 2.233 kg
Steinbítur 340 kg
Langa 32 kg
Samtals 9.907 kg
4.1.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 13.952 kg
Ýsa 976 kg
Ufsi 30 kg
Keila 27 kg
Steinbítur 11 kg
Samtals 14.996 kg
4.1.25 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 327 kg
Keila 104 kg
Hlýri 40 kg
Ýsa 20 kg
Samtals 491 kg

Skoða allar landanir »

Loka