Mat Hafrannsóknastofnunar á stærð ufsastofnsins lækkar um 17% milli ára og telur stofnunin að stofninn hafi verið ofmetinn frá árinu 2018. Vegna sveiflujöfnun í aflareglu lækkar ráðgjöfin hins vegar aðeins um 8% í 71.300 tonn fyrir næsta fiskveiðiár, en gera má ráð fyrir frekari lækkunum á næsta fiskveiðiári.
Þetta kom fram í máli Bjarka Þórs Elvarssonar, tölfræðings hjá Hafrannsóknastofnun, á kynningarfundi stofnunarinnar í dag vegna veiðiráðgjafar hennar fyrir næsta fiskveiðiár.
Eins og áður hefur komið fram hefur verið lagt til að hámarksafli fiskveiðiflotans í þorski verði 6% minni á næsta fiskveiðiári eða 208.846 tonn. Búist var við lækkun þar sem Hafrannsóknastofnun gaf slíkt til kynna á síðasta ári þegar hún upplýsti að að þorskstofninn hefði verið ofmetinn í fleiri ár. Án sveiflujöfnun í aflareglu hefði stofnunin lagt til að veiðin yrði minnkuð um 12% og að hámarksafli yrði 195.318 tonn.
Stórir árgangar eru á leið inn í stofninn og á því gera ráð fyrir að viðmiðunarstofn þorsks fari hægt vaxandi næstu tvö til þrjú ár.
Ekki voru aðeins neikvæðar fregnir á kynningarfundi Hafrannsóknastofnunar í dag og er lagt til að aflamark íýsu verði 62.219 tonn sem er 23% aukning frá yfirstandandi fiskveiðiári. Jafnframt er gert ráð fyrir að stofninn muni stækka á komandi árum.
Ráðgjöf fyrir grálúðu stendur í stað frá fyrra ári og er 26 710 tonn.
Þá varð töluverð lækkun ío ráðgjöf vegna gullkarfa og fór ráðgjöfin úr 31.855 tonnum í 25.545 tonn. Slök nýliðun hefur verið í tegundinni og hefur hrygnmingarstofninn minnkað umtalsvert á undanförnum árum og mælist við aðgerðarmörk. Gert er ráð fyrir að sókn í stofninn fari ört minnkandi á komandi árum.
Stofnstærð sumargotssíldarinnar lækkar og er ráðlögð hámarksveiði fyrir næsta fiskveiðiár 66.195 tonn sem er 8% minna en á yfirstandandi ári. Vakin er þó athygli á að um er að ræða tvöfalt magn á við fiskveiðiárið 2020/2021.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.1.25 | 608,58 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.1.25 | 681,62 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.1.25 | 383,32 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.1.25 | 301,69 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.1.25 | 261,00 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.1.25 | 302,81 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.1.25 | 332,43 kr/kg |
21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 1.524 kg |
Ýsa | 886 kg |
Steinbítur | 2 kg |
Samtals | 2.412 kg |
21.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína | |
---|---|
Ýsa | 4.944 kg |
Steinbítur | 1.881 kg |
Þorskur | 1.619 kg |
Samtals | 8.444 kg |
21.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína | |
---|---|
Steinbítur | 939 kg |
Þorskur | 244 kg |
Ýsa | 205 kg |
Langa | 118 kg |
Hlýri | 29 kg |
Keila | 25 kg |
Ufsi | 19 kg |
Skarkoli | 2 kg |
Karfi | 1 kg |
Samtals | 1.582 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.1.25 | 608,58 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.1.25 | 681,62 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.1.25 | 383,32 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.1.25 | 301,69 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.1.25 | 261,00 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.1.25 | 302,81 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.1.25 | 332,43 kr/kg |
21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 1.524 kg |
Ýsa | 886 kg |
Steinbítur | 2 kg |
Samtals | 2.412 kg |
21.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína | |
---|---|
Ýsa | 4.944 kg |
Steinbítur | 1.881 kg |
Þorskur | 1.619 kg |
Samtals | 8.444 kg |
21.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína | |
---|---|
Steinbítur | 939 kg |
Þorskur | 244 kg |
Ýsa | 205 kg |
Langa | 118 kg |
Hlýri | 29 kg |
Keila | 25 kg |
Ufsi | 19 kg |
Skarkoli | 2 kg |
Karfi | 1 kg |
Samtals | 1.582 kg |