„Ekki í samræmi við aflabrögð og upplifun sjómanna“

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátasjómanna, segir ráðgjöf HAfrannsóknastofnunar fyrir þorsk …
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátasjómanna, segir ráðgjöf HAfrannsóknastofnunar fyrir þorsk vera vonbrigði. mbl.is/Golli

„Þetta eru mikil vonbrigði varðandi þorskinn og ekki í neinu samræmi við aflabrögð og upplifun sjómanna á miðunum,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, um ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir næsta fiskveiðiár.

Á kynningarfundi stofnunarinnar, sem fram fór í húsakynnum Hafrannsóknastofnunar að Fornubúðum í Hafnarfirði í gær, var lagt til að aflamark í þorski verði skert um 13.527 tonn fyrir næsta fiskveiðiár sem hefst 1. september næstkomandi.

Grátlegt

Hugsanlega er um að ræða þorskafla að verðmæti 5,2 milljarða króna miðað við meðalverð á óslægðum þorski á innlendum fiskmörkuðum síðustu 30 viðskiptadaga. „Það hvað við megum veiða af þorski er stærsti þátturinn í lífskjörum þjóðarinnar,“ fullyrðir Örn.

Hann segir skerðinguna í algjörri mótsögn við aflabrögð. Máli sínu til stuðnings bendir hann meðal annars á að strandveiðibátar séu nú að fá mun meiri þorsk að meðaltali í hverjum róðri en áður.

„Það er grátlegt að horfa upp á það að hafa farið eftir ráðgjöf stofnunarinnar í áratugi og árangurinn er þannig að okkur er tilkynnt að við megum ekki veiða meira en 200 þúsund tonn. Það þarf alla vega að athuga hvort við séum á réttri leið,“ segir hann.

Myndarleg aukning í ýsu ánægjuleg

Hafrannsóknastofnun leggur til að aflamark ýsu verði 62.219 tonn sem er 23% aukning frá yfirstandandi fiskveiðiári. Jafnframt er gert ráð fyrir að stofninn muni stækka á komandi árum og segir Örn ánægjulegt að sjá myndarlega aukningu í ráðgjöf fyrir ýsu.

Margar útgerðir hafa síðastliðin ár verið að kljást við skort á aflaheimildum í ýsu þar sem fiskurinn er óhjákvæmilegur meðafli á þorskveiðum og sjómenn ahfa sagst orðið varir við mikið af ýsu á miðunum. Örn telur fullt tilefni hafa verið til að auka heimildir í ýsu mun fyrr.

Að sama skapi segir Örn ánægjulegt að sjá aukningu í aflamarki löngu og keilu sem eru einnig tegundir sem fást sem meðafli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.1.25 637,48 kr/kg
Þorskur, slægður 2.1.25 742,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.1.25 562,18 kr/kg
Ýsa, slægð 2.1.25 212,79 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.1.25 220,86 kr/kg
Ufsi, slægður 2.1.25 260,01 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 2.1.25 324,94 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.1.25 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 447 kg
Karfi 337 kg
Þorskur 171 kg
Þykkvalúra 22 kg
Steinbítur 13 kg
Langa 8 kg
Samtals 998 kg
2.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Þorskur 294 kg
Langa 181 kg
Keila 157 kg
Hlýri 81 kg
Steinbítur 65 kg
Ýsa 28 kg
Karfi 19 kg
Samtals 825 kg
2.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 1.168 kg
Þorskur 263 kg
Ýsa 187 kg
Steinbítur 63 kg
Þykkvalúra 17 kg
Sandkoli 9 kg
Samtals 1.707 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.1.25 637,48 kr/kg
Þorskur, slægður 2.1.25 742,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.1.25 562,18 kr/kg
Ýsa, slægð 2.1.25 212,79 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.1.25 220,86 kr/kg
Ufsi, slægður 2.1.25 260,01 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 2.1.25 324,94 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.1.25 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 447 kg
Karfi 337 kg
Þorskur 171 kg
Þykkvalúra 22 kg
Steinbítur 13 kg
Langa 8 kg
Samtals 998 kg
2.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Þorskur 294 kg
Langa 181 kg
Keila 157 kg
Hlýri 81 kg
Steinbítur 65 kg
Ýsa 28 kg
Karfi 19 kg
Samtals 825 kg
2.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 1.168 kg
Þorskur 263 kg
Ýsa 187 kg
Steinbítur 63 kg
Þykkvalúra 17 kg
Sandkoli 9 kg
Samtals 1.707 kg

Skoða allar landanir »