Hugur kominn í menn vegna hvalvertíðar

„Það gustaði oft af mér á yngri árum – var …
„Það gustaði oft af mér á yngri árum – var svolítið virkur! Þess vegna tók ég nafnið upp. Það var ekki orðið eins algengt þá og það er nú.“ mbl.is/Hákon Pálsson

Hugur er kominn í starfsmenn Hvals hf. vegna komandi hvalvertíðar, að sögn Jóns Storms Benjamínssonar. Ljósmyndari Morgunblaðsins hitti hann nýlega við starfsstöð fyrirtækisins í Hafnarfirði og smellti af honum mynd.

„Ég vinn hér í Hafnarfirði á milli vertíða og geri flest sem til fellur,“ sagði Jón. Þeir sem vinna hjá Hval hf. í Hafnarfirði verka meðal annars súra hvalinn sem landsmenn þekkja vel og er löngu orðinn ómissandi á þorrahlaðborðum. Þeir sjóða hvalrengið og súrsa í mysu eftir kúnstarinnar reglum. Hjá Hval í Hafnarfirði starfar fastur kjarni allt árið og svo fjölgar starfsmönnum verulega þegar vertíðin byrjar. Jón fór fyrst á hvalvertíð árið 2015.

„Mér líkaði vel og ílengdist hér. Áður vann ég í vélsmiðju og þar áður í Norðuráli á Grundartanga í ellefu ár,“ sagði Jón. Hann er búsettur á Akranesi og sækir vinnu þaðan. Jón reiknaði með að færa sig yfir í hvalstöðina í Hvalfirði eftir næstu helgi til að undirbúa komandi vertíð. Þar þarf að prufukeyra tækin og passa að allt sé í lagi í vertíðarbyrjun. Það verður því aðeins styttra í vinnuna fyrir Jón þegar vertíðin hefst. Unnið er í dagvinnu í Hafnarfirði en á átta tíma vöktum í hvalstöðinni. Jón reiknar með að dvelja meira og minna í hvalstöðinni í sumar. Þar er vel búið að starfsmönnum og Jón fær þar herbergi og fullt fæði.

Toppviðhald á búnaðinum

„Það eru svaka miklar græjur í hvalstöðinni. Búnaðurinn er ekki alveg nýr en allt í toppviðhaldi. Manni er farið að þykja vænt um þetta,“ sagði Jón. Hann sá um frystivélarnar og ísframleiðsluna á síðustu vertíð. Jón sagði að hvalkjötið færi beint í frost en spikið er strax kælt með ís og flutt til Hafnarfjarðar þar sem það er fryst.

Í sumar vinnur Jón í mjölbræðslu hvalstöðvarinnarog verður „þurrkarakarl“. Mikill hiti er í kringum þurrkarann, eðli málsins samkvæmt. „Mér verður ekki kalt í sumar, það er óhætt að segja það,“ sagði Jón.

Jón tók upp millinafnið Stormur þegar það var leyft. „Það gustaði oft af mér á yngri árum – var svolítið virkur! Þess vegna tók ég nafnið upp. Það var ekki orðið eins algengt þá og það er nú.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.2.25 631,53 kr/kg
Þorskur, slægður 4.2.25 561,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.2.25 423,13 kr/kg
Ýsa, slægð 4.2.25 344,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.2.25 285,56 kr/kg
Ufsi, slægður 4.2.25 365,72 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 4.2.25 465,21 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.2.25 Sighvatur GK 57 Lína
Ýsa 9.819 kg
Steinbítur 5.574 kg
Samtals 15.393 kg
4.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 19 kg
Hlýri 11 kg
Keila 11 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 43 kg
4.2.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Þorskur 74.380 kg
Karfi 18.982 kg
Ufsi 7.923 kg
Ýsa 6.514 kg
Samtals 107.799 kg
4.2.25 Skinney SF 20 Botnvarpa
Þorskur 52.647 kg
Ýsa 15.370 kg
Ufsi 1.797 kg
Karfi 491 kg
Langa 311 kg
Hlýri 230 kg
Steinbítur 203 kg
Keila 23 kg
Þykkvalúra 16 kg
Skarkoli 11 kg
Skötuselur 8 kg
Samtals 71.107 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.2.25 631,53 kr/kg
Þorskur, slægður 4.2.25 561,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.2.25 423,13 kr/kg
Ýsa, slægð 4.2.25 344,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.2.25 285,56 kr/kg
Ufsi, slægður 4.2.25 365,72 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 4.2.25 465,21 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.2.25 Sighvatur GK 57 Lína
Ýsa 9.819 kg
Steinbítur 5.574 kg
Samtals 15.393 kg
4.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 19 kg
Hlýri 11 kg
Keila 11 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 43 kg
4.2.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Þorskur 74.380 kg
Karfi 18.982 kg
Ufsi 7.923 kg
Ýsa 6.514 kg
Samtals 107.799 kg
4.2.25 Skinney SF 20 Botnvarpa
Þorskur 52.647 kg
Ýsa 15.370 kg
Ufsi 1.797 kg
Karfi 491 kg
Langa 311 kg
Hlýri 230 kg
Steinbítur 203 kg
Keila 23 kg
Þykkvalúra 16 kg
Skarkoli 11 kg
Skötuselur 8 kg
Samtals 71.107 kg

Skoða allar landanir »