Gert er ráð fyrir að Börkur, Beitir og Barði haldi til makrílvæða upp úr næstu helgi, að því er fram kemur í færslu á vef Síldarvinnslunnar. Unnið hefur verið að viðhaldi og endurbótum á uppsjávarskipum útgerðarinnar að undanförnu.
Sagt er frá því að Barði NK kom til heimahafnar í Neskaupstað í lok maí, hafði skipið verið í slipp á Akureyri frá lokum loðnuvertíðar. Hugað var að flestu um borð og var meðal annars aðalvél skipsins tekin upp og skipið heilmálað. „Lítur Barði afar vel út og er hinn glæsilegasti,“ segir í færslunni.
Bjarni Ólafsson AK hefur evrið settur í geymslu og mun áhöfnin á skipinu fara yfir á Barða.
Þá hefur verið sinnt viðhaldi á Beiti NK í Neskaupstað frá því að kolmunnaveiðum lauk. Bæði aðalvél og ljósavél skipsins voru yfirfarnar og ýmsum fleiri verkefnum hefur verið sinnt.
Börkur NK sigldi til Skagen í Danmörku að loknum kolmunnaveiðum og hefur verið þar í ábyrgðarslipp. „Í ábyrgðarslipp er farið yfir búnað skipsins þegar eitt ár er liðið frá því að smíði þess lauk í skipasmíðastöð Karstensens í Skagen. Nefna má að aðalvélar skipsins voru yfirfarnar og ýmsum minniháttar lagfæringum sinnt,“ segir í færslunni.
Haft er eftir Grétari Erni Sigfinnssyni, rekstrarstjóra útgerðar Síldarvinnslunnar, að vinnan við Börk hafi „gengið afar vel og er gert ráð fyrir að skipið sigli heim á leið um miðja vikuna.“
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 17.1.25 | 591,78 kr/kg |
Þorskur, slægður | 17.1.25 | 609,46 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 17.1.25 | 380,76 kr/kg |
Ýsa, slægð | 17.1.25 | 302,45 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 17.1.25 | 189,00 kr/kg |
Ufsi, slægður | 17.1.25 | 253,81 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 14.1.25 | 21,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 17.1.25 | 184,16 kr/kg |
17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 1.064 kg |
Þorskur | 298 kg |
Steinbítur | 47 kg |
Keila | 17 kg |
Hlýri | 15 kg |
Samtals | 1.441 kg |
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 8.767 kg |
Ýsa | 5.091 kg |
Steinbítur | 294 kg |
Langa | 219 kg |
Keila | 78 kg |
Karfi | 20 kg |
Samtals | 14.469 kg |
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 10.232 kg |
Ýsa | 1.981 kg |
Langa | 354 kg |
Karfi | 37 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Samtals | 12.630 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 17.1.25 | 591,78 kr/kg |
Þorskur, slægður | 17.1.25 | 609,46 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 17.1.25 | 380,76 kr/kg |
Ýsa, slægð | 17.1.25 | 302,45 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 17.1.25 | 189,00 kr/kg |
Ufsi, slægður | 17.1.25 | 253,81 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 14.1.25 | 21,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 17.1.25 | 184,16 kr/kg |
17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 1.064 kg |
Þorskur | 298 kg |
Steinbítur | 47 kg |
Keila | 17 kg |
Hlýri | 15 kg |
Samtals | 1.441 kg |
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 8.767 kg |
Ýsa | 5.091 kg |
Steinbítur | 294 kg |
Langa | 219 kg |
Keila | 78 kg |
Karfi | 20 kg |
Samtals | 14.469 kg |
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 10.232 kg |
Ýsa | 1.981 kg |
Langa | 354 kg |
Karfi | 37 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Samtals | 12.630 kg |