Uppbygging á fullu í Bolungarvík

Framendi laxasláturhúss Arctic Fish í Bolungarvík mun líta þannig út. …
Framendi laxasláturhúss Arctic Fish í Bolungarvík mun líta þannig út. Þessi hlut Tölvuteikning/Arctic Fish

Arctic Fish er í viðræðum við Bolungarvíkurkaupstað um möguleika á því að færa sjóvarnargarðinn við höfnina, svo hægt sé að stækka lóð fyrirhugaðs laxasláturhúss félagsins. Í viðbyggingu væri þá hægt að koma upp aðstöðu fyrir frekari fullvinnslu afurða og pökkun í neytendaumbúðir en einnig hugsanlega kassagerð og mjöl- og lýsisvinnslu úr afskurði frá sláturhúsinu.

Arctic Fish keypti hús við höfnina í Bolungarvík og framkvæmdir við stækkun þess eru hafnar. Verið er að steypa sökkla og efnið í stálgrindarhúsið hefur verið pantað. Tvær hæðir eru í meginhluta húsanna og er heildargólfflötur nærri 5.000 fermetrar.

Stækkað eftir þörfum

Stefnt er að því að opna sláturhúsið í byrjun næsta árs með 25 þúsund tonna sláturgetu á ári, að sögn Daníels Jakobssonar, framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar. Er þá miðað við að unnið verði á einni vakt. Það dugar fyrirtækinu fyrst um sinn, miðað við þau eldisleyfi sem það hefur yfir að ráða. Þegar fram í sækir og þörf fyrir laxaslátrun eykst, er mjög auðvelt að bæta við vélum og auka sláturgetu í 50 þúsund tonn á ári. Húsnæðið er hannað með þá framleiðslugetu í huga og innviðir miðast við það. Það telur Daníel að gerist smám saman, eftir því sem þörfin eykst.

Arctic Fish er með leyfi fyrir um 21 þúsund tonnum í sjó og vonast er til að leyfi fyrir 10 þúsund tonna eldi í Ísafjarðardjúpi berist á næstunni. Áætlanir gera ráð fyrir 13 þúsund tonna slátrun á næsta ári og 24 þúsund tonna slátrun á árinu 2024.

Þrjú önnur sjóeldisfyrirtæki eru á norðanverðum Vestfjörðum, bæði í laxi og regnbogasilungi, og eru þau öll í vexti. Spurður hvort til standi að slátra fyrir aðra, segir Daníel að vinnslan sé byggð upp með þarfir fyrirtækisins sjálfs í huga. Ljóst sé þó að afkastageta sé í upphafi umfram þarfir og ef einhver af hinum fyrirtækjunum sýni því áhuga, sé velkomið að ræða það mál.

Ítarlegri umfjöllun um málið er að finna í Morgunblaðinu í dag, þriðjudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.11.24 592,02 kr/kg
Þorskur, slægður 25.11.24 657,72 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.11.24 405,57 kr/kg
Ýsa, slægð 25.11.24 404,80 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.11.24 264,21 kr/kg
Ufsi, slægður 25.11.24 315,17 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 25.11.24 271,54 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.11.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Þorskur 5.196 kg
Ýsa 4.714 kg
Samtals 9.910 kg
25.11.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 1.413 kg
Þorskur 83 kg
Samtals 1.496 kg
25.11.24 Særún EA 251 Þorskfisknet
Þorskur 551 kg
Ýsa 208 kg
Ufsi 27 kg
Karfi 3 kg
Samtals 789 kg
25.11.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Þorskur 2.176 kg
Ýsa 1.972 kg
Steinbítur 23 kg
Samtals 4.171 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.11.24 592,02 kr/kg
Þorskur, slægður 25.11.24 657,72 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.11.24 405,57 kr/kg
Ýsa, slægð 25.11.24 404,80 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.11.24 264,21 kr/kg
Ufsi, slægður 25.11.24 315,17 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 25.11.24 271,54 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.11.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Þorskur 5.196 kg
Ýsa 4.714 kg
Samtals 9.910 kg
25.11.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 1.413 kg
Þorskur 83 kg
Samtals 1.496 kg
25.11.24 Særún EA 251 Þorskfisknet
Þorskur 551 kg
Ýsa 208 kg
Ufsi 27 kg
Karfi 3 kg
Samtals 789 kg
25.11.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Þorskur 2.176 kg
Ýsa 1.972 kg
Steinbítur 23 kg
Samtals 4.171 kg

Skoða allar landanir »