Fáar atvinnugreinar umsvifameiri á landsbyggðinni

Atvinnutekjur sem verða til í sjávarútvegi skilar sér lang mest …
Atvinnutekjur sem verða til í sjávarútvegi skilar sér lang mest til einstaklinga sem búsettir eru á landsbyggðinni og er greininn burðarstólpi margra byggðarlaga á landinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjáv­ar­út­veg­ur­inn er mun þýðing­ar­meiri á lands­byggðinni en á höfuðborg­ar­svæðinu og sést það vel þegar skoðað er í hvaða grein fólk hef­ur at­vinnu­tekj­ur sín­ar. Bæj­ar­stjór­ar á lands­byggðinni segja grein­ina órjúf­an­leg­an þátt í sam­fé­lags­gerðinni og eina af grunnstoðum byggðar.

Það eru fáar at­vinnu­grein­ar sem eru um­svifa­meiri á lands­byggðinni en á höfuðborg­ar­svæðinu, seg­ir í grein­ingu sem birt var á Radarn­um í maí. Vísað er til þess að hlut­deild íbúa á lands­byggðinni í at­vinnu­tekj­um grein­ar­inn­ar er mun hærra í sjáv­ar­út­vegi en í flest­um öðrum grein­um. Um 79% af at­vinnu­tekj­um í veiðum og vinnslu kem­ur í hlut ein­stak­linga á lands­byggðinni og hef­ur hlut­fallið verið óbreytt í um ára­tug. Í fisk­vinnslu er hlut­fallið 83% en 77% í fisk­veiðum. Lægra hlut­fall í veiðum má rekja til þess að sjó­menn eru ekki jafn háðir því að haga bú­setu eft­ir staðsetn­ingu út­gerðar.

Fisk­eldið hef­ur einnig sýnt fram á mik­il­vægi sitt fyr­ir at­vinnu­upp­bygg­ingu á lands­byggðinni og er hlut­deild íbúa á lands­byggðinni í at­vinnu­tekj­um í fisk­eldi 83%. Aðeins skóg­rækt skil­ar fólki á lands­byggðinni hærra hlut­fall af at­vinnu­tekj­um í sinni grein.

Upp­lýs­ing­ar um at­vinnu­tekj­ur í mis­mun­andi sveit­ar­fé­lög­um voru birt­ar á vef Byggðastofn­un­ar und­ir lok árs­ins 2021 og er þar hægt að rekja at­vinnu­tekj­ur fólks eft­ir bú­setu en ekki staðsetn­ingu launa­greiðenda.

Suður­nes vekja at­hygli

Þegar dreif­ing at­vinnu­tekna í veiðum og vinnslu er skoðuð, sést að rúm­lega fimmt­ung­ur af þess­um tekj­um fara til höfuðborg­ar­svæðis­ins. Það er þó ekki sér­lega mikið ef tekið er til­lit til íbúa­fjölda, enda fara 79% af at­vinnu­tekj­um í sjáv­ar­út­vegi til íbúa utan höfuðborg­ar­svæðis­ins en þar búa um 64% allra íbúa. Jafn­framt er ljóst að at­vinnu­tekj­ur af fisk­veiðum skipta þar miklu máli þar sem tæp­lega fjórðung­ur af öll­um at­vinnu­tekj­um í fisk­veiðum á land­inu fer til ein­stak­linga sem búa á höfuðborg­ar­svæðinu, en eins og fyrr seg­ir eru sjó­menn ekki jafn bundn­ir af því og marg­ir aðrir að haga bú­setu eft­ir vinnustað.

At­vinnu­tekj­ur í fisk­vinnslu rata í meiri mæli til Suður­nesja og Norður­lands eystra en íbúa á höfuðborg­ar­svæðinu. Vek­ur at­hygli að Suður­nes eru eini lands­hlut­inn þar sem at­vinnu­tekj­ur af vinnslu eru meiri en af veiðum. Þar get­ur skipt máli að í mörg ár hafa þótt mik­il tæki­færi í vinnslu ferskra afurða í ná­lægð við flutn­ings­leiðir svo sem Kefla­vík­ur­flug­völl. Þá eru at­vinnu­tekj­ur í veiðum og vinnslu á botn­fiski mun dreifðari en þegar um er að ræða upp­sjáv­ar­fisk.

Mik­ill mun­ur á afurðum

„Ótal ástæður geta legið að baki land­fræðilegri dreif­ingu at­vinnu­tekna ein­stak­linga af veiðum og vinnslu. Að sama skapi eru ótal ástæður fyr­ir því að at­vinnu­tekj­ur af veiðum eða vinnslu í ein­um lands­hluta aukast á sama tíma og þær drag­ast sam­an í öðrum. Til að mynda eru bæði afla­brögð og afurðaverð mun sveiflu­kennd­ari í upp­sjáv­ar­fiski en botn­fiski og rekst­ur­inn þar af leiðandi áhættu­sam­ari. Loðnu­brest­ur tvö ár í röð, árin 2019 og 2020, er ágætt dæmi um það,“ seg­ir í grein­ingu Radars­ins.

„Þetta má telja stóra ástæðu þess að mun meiri samþjöpp­un hef­ur orðið á afla­heim­ild­um í upp­sjáv­ar­fiski en botn­fiski. Ná­lægð við fiski­mið skipt­ir meira máli í upp­sjáv­ariðnaði en ná­lægð við markaði. Þar skipt­ir mestu að koma afla fersk­um úr sjó og í vinnslu á landi. Stærsti hluti upp­sjáv­ar­geir­ans er á Aust­ur­landi, Hornafirði og í Vest­manna­eyj­um. Sveifl­ur í afla­brögðum og verði á upp­sjáv­ar­fiski hafa því mik­il áhrif á at­vinnu­tekj­ur af sjáv­ar­út­vegi á þess­um svæðum.“

Fjár­fest­ing sem skil­ar sér

„Við erum með eitt öfl­ug­asta út­gerðarfyr­ir­tæki lands­ins hér í Skagaf­irði, FISK Sea­food, og rækju­vinnsl­una Dög­un sem hef­ur staðið sig mjög vel. Þetta skipt­ir miklu máli fyr­ir at­vinnu­tífið á svæðinu og tekj­ur sveit­ar­fé­lags­ins,“ seg­ir Sig­fús Ingi Sig­fús­son, sveit­ar­stjóri Skaga­fjarðar.

Á Sauðár­króki var landað 16.416 tonn­um frá upp­hafi fisk­veiðiárs­ins 1. sept­em­ber síðastliðinn til 1. júní.

„Við höf­um reynt að efla og styðja við starf­semi hafn­ar­inn­ar í takt við um­svif með því að fara í stækk­un á höfn­inni og kaup á nýj­um drátt­ar­báti á síðastu ári. Við vilj­um stuðla að því að þrótt­ur þess­ar­ar at­vinnu­grein­ar vaxi,“ seg­ir Sig­fús Ingi sem bend­ir á að þess­ar fjár­fest­ing­ar skili sér síðan í aukn­um tekj­um sveit­ar­fé­lags­ins.

Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar.
Sig­fús Ingi Sig­fús­son, sveit­ar­stjóri Skaga­fjarðar. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Hann seg­ir sjáv­ar­út­veg­inn tví­mæla­laust stuðla að því að byggð hald­ist á svæðinu. „Við erum svo lán­söm hér í Skagaf­irði að miðað við stærð sveit­ar­fé­lags­ins erum við með býsna fjöl­breytt at­vinnu­líf, en út­gerð og fisk­vinnsla eru ein meg­in­stoð sam­fé­lags­ins samt sem áður.

Miðað við áform FISK Sea­food sé ég ekki annað en að það fyr­ir­tæki haldi áfram að vaxa og dafna, eins er góður hug­ur hjá þeim í Dög­un rækju­vinnslu. Svo sjá­um við á þessu ári að vænt­an­lega verður opnaður nýr fisk­markaður sem mun veita góða þjón­ustu. Við höld­um því fram, og höf­um trú á því, að þjón­usta við smærri báta muni aukast og þá um­svif hafn­ar­inn­ar í takt við það.“

30% af út­svar­s­tekj­un­um

„Sjáv­ar­út­veg­ur­inn er gríðarlega mik­il­væg­ur í at­vinnu­líf­inu í Stykk­is­hólmi. Stærsti at­vinnu­rek­and­inn er í fisk­vinnslu, Þór­nesið,“ seg­ir Jakob Björg­vin Jak­obs­son, bæj­ar­stjóri í nýsam­einuðu sveit­ar­fé­lagi Stykk­is­hólms­bæj­ar og Helga­fells­sveit­ar. „Þetta hafa verið um 30% af út­svar­s­tekj­um sem koma úr fisk­vinnslu og -veiðum í Stykk­is­hólmi fyr­ir sam­ein­ingu. Maður sér hve sterk­ur sjáv­ar­út­veg­ur­inn er ennþá í Stykk­is­hólmi þó það beri ekki jafn mikið á hon­um kannski í sam­an­b­urði við Grund­ar­fjörð og Snæ­fells­bæ. Þetta er enn burðarás í sam­fé­lag­inu hér.“

Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í nýsameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.
Jakob Björg­vin Jak­obs­son, bæj­ar­stjóri í nýsam­einuðu sveit­ar­fé­lagi Stykk­is­hólms­bæj­ar og Helga­fells­sveit­ar. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Grein­in er mik­il­væg­ur þátt­ur í þróun byggðar­inn­ar að sögn Jak­obs Björg­vins. „Það er mik­il­vægt að álög­ur séu hóf­sam­ar þannig að það verði hag­kvæmt að reka þessi litlu og meðal­stóru fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi. Þessi hóf­lega og sann­gjarna álagn­ing er mik­il­væg til þess að treysta byggð um allt landið, því um allt land eru litl­ar og meðal­stór­ar út­gerðir í bland við smá­báta­út­gerðir og þær þurfa að vera í rekstr­ar­hæfu um­hverfi.“

Það sem af er fisk­veiðiár­inu, eða á tíma­bil­inu 1. sept­em­ber til 1. júní, hef­ur verið landað tæp­lega 2.600 tonn­um í Stykk­is­hólmi eða rétt rúm­lega tveim­ur tonn­um á hvern íbúa í sam­einuðu sveit­ar­fé­lagi Stykk­is­hólms­bæj­ar og Helga­fells­sveit­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.3.25 550,48 kr/kg
Þorskur, slægður 20.3.25 544,88 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.3.25 246,50 kr/kg
Ýsa, slægð 20.3.25 213,58 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.3.25 181,06 kr/kg
Ufsi, slægður 20.3.25 218,25 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 20.3.25 229,60 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Ýsa 2.894 kg
Þorskur 2.884 kg
Langa 657 kg
Steinbítur 196 kg
Karfi 31 kg
Ufsi 28 kg
Keila 7 kg
Skarkoli 7 kg
Samtals 6.704 kg
20.3.25 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 394 kg
Steinbítur 184 kg
Þorskur 162 kg
Langa 137 kg
Karfi 20 kg
Keila 18 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 922 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.3.25 550,48 kr/kg
Þorskur, slægður 20.3.25 544,88 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.3.25 246,50 kr/kg
Ýsa, slægð 20.3.25 213,58 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.3.25 181,06 kr/kg
Ufsi, slægður 20.3.25 218,25 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 20.3.25 229,60 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Ýsa 2.894 kg
Þorskur 2.884 kg
Langa 657 kg
Steinbítur 196 kg
Karfi 31 kg
Ufsi 28 kg
Keila 7 kg
Skarkoli 7 kg
Samtals 6.704 kg
20.3.25 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 394 kg
Steinbítur 184 kg
Þorskur 162 kg
Langa 137 kg
Karfi 20 kg
Keila 18 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 922 kg

Skoða allar landanir »