Makrílveiðar líklega aftur langt umfram ráðgjöf

Makríllinn hefur verið mikilvægur nytjastofn en mun meira er veitrt …
Makríllinn hefur verið mikilvægur nytjastofn en mun meira er veitrt af honum en vísindamenn hafa ráðlagt. mbl.is/Árni Sæberg

Allt bend­ir til þess að veiðiheim­ild­um í mak­ríl verði út­hlutað vel um­fram ráðgjöf eins og fyrri ár þar sem strand­rík­in sex auk Evr­ópu­sam­bands­ins hafa ekki komið sér sam­an um skipt­ingu afla­hlut­deild­ar. Um er að ræða rúm­lega 331 þúsund tonn eða 42% um­fram ráðgjöf.

Á fundi sín­um í London 27. októ­ber í fyrra komu strand­rík­in sex og Evr­ópu­sam­bandið sér sam­an um að út­hlut­un veiðiheim­ilda ætti að byggj­ast á ráðgjöf Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðsins (ICES) sem nem­ur 794.920 tonn­um. Það hef­ur hins veg­ar eng­in áhrif á út­gáfu afla­heim­ilda ríkj­anna til sinna út­gerða sem halda áfram að út­hluta á grund­velli sinna krafna en sam­an­lagt hafa heim­ild­ir verið langt um­fram ráðgjöf.

Fær­eysk yf­ir­völd til­kynntu á dög­un­um um út­gáfu tæp­lega 156 þúsund tonna mak­ríl­kvóta til fær­eyskra skipa á grund­velli kröfu þeirra um 19,6% hlut af ráðlagðri há­marks­veiði. Um er að ræða sama hlut og kraf­ist var í fyrra en þá höfðu Fær­eyj­ar aukið út­hlut­un sína um 55% frá ár­inu 2020.

Úthlut­un fær­eyskra yf­ir­valda er 6,7% minni en á síðasta ári þegar fær­eysk skip fengu 167 þúsund tonn í sinn hlut. Það er í sam­ræmi við lækk­un ráðgjaf­ar milli ára og kveðst Árni Ska­ale, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Fær­eyja, í til­kynn­ingu á vef fær­eyskra yf­ir­valda vona að á næstu samn­inga­fund­um verði kom­ist að sam­komu­lagi milli strand­ríkj­anna fyr­ir árið 2023.

Lík­lega 278 þúsund tonn

Norsk yf­ir­völd gáfu fyr­ir síðustu mak­ríl­vertíð út 298 þúsund tonna mak­ríl­kvóta sem var 55% aukn­ing eins og í til­felli Fær­ey­inga. Í kjöl­far vertíðar­inn­ar kváðust norsk yf­ir­völd þó binda von­ir við að tæk­ist að semja um skipt­ingu afla­hlut­deild­ar fyr­ir mak­ríl­vertíðina 2022 og gáfu 22. des­em­ber á síðasta ári út 100 þúsund tonna bráðabirgðakvóta í mak­ríl.

„Mik­il­vægt er að setja bráðabirgðakvóta frá 1. janú­ar svo þeir sem þess óska geti hafið veiðar snemma árs,“ sagði Bjørn­ar Skjær­an, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Nor­egs. „Ég mun tryggja að end­an­leg­ur landskvóti fyr­ir árið 2022 verði ákveðinn með góðum fyr­ir­vara áður en meiri­hluti norskra mak­ríl­veiða hefj­ist sum­arið 2022.“

Norski ráðherr­ann hef­ur ekki gefið út end­an­lega reglu­gerð en bú­ist er við henni á næst­unni. Ef Norðmenn gefa út heim­ild­ir í sam­ræmi við hlut­deild þeirra af ráðgjöf á síðasta ári má gera ráð fyr­ir að norsk skip fái 278 þúsund tonna mak­ríl­kvóta sem er 35% af ráðgjöf­inni. Telja Norðmenn sig eiga tölu­vert til­kall í mak­ríl­inn vegna svo­kallaðrar svæðisteng­ing­ar stofns­ins.

Mikið í húfi

Íslensk yf­ir­völd hafa gefið út að þau standa fast á 16,5% hlut af ráðlagðri heild­ar­veiði og vænta ís­lensk skip að fá 131 þúsund tonna kvóta vegna veiðanna í ár. Þó tókst ís­lensk­um skip­um illa að ná út­hlutuðum heim­ild­um á síðasta ári og fengu ís­lensk­ar út­gerðir heim­ild til að færa allt að 15% af afla­heim­ild­um í mak­ríl milli ára.

Eng­ar vís­bend­ing­ar eru um að Íslend­ing­um tak­ist eitt­hvað bet­ur nú að ná út­hlutuðum afla­heim­ild­um í mak­ríl en í fyrra, enda sést sí­fellt minna af mak­ríl um­hverf­is Ísland. Ein­mitt á grund­velli þessa heyr­ast radd­ir um hvort Íslend­ing­ar hafa misst af tæki­fær­inu til að ná í samn­ing­um ásætt­an­legri hlut­deild.

Strand­rík­in eru því litlu nær í samn­ings­gerðinni og ljóst að veitt verður langt um­fram ráðgjöf. Ekki hef­ur það ein­ung­is áhrif á mak­ríl­stofn­inn held­ur einnig markaðshorf­ur teg­und­ar­inn­ar. Stór­ir kaup­end­ur upp­sjáv­ar­af­urða – 40 versl­un­ar­keðjur og mat­væla­fram­leiðend­ur – til­kynntu 2021 að þau gæfu strand­ríkj­um í norðaust­ur­hluta Atlants­hafs þrjú ár til að tryggja að veiðar á mak­ríl, síld og kol­munna verði inn­an vís­inda­legr­ar ráðgjaf­ar. Ann­ars muni fyr­ir­tæk­in leita að öðru hrá­efni og lækka kaup­verð.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.3.25 338,00 kr/kg
Þorskur, slægður 17.3.25 553,11 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.3.25 319,91 kr/kg
Ýsa, slægð 17.3.25 251,12 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.3.25 192,70 kr/kg
Ufsi, slægður 17.3.25 249,33 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 17.3.25 172,95 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 5.252 kg
Ýsa 565 kg
Þorskur 166 kg
Skarkoli 59 kg
Hlýri 27 kg
Samtals 6.069 kg
17.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.482 kg
Ýsa 402 kg
Steinbítur 360 kg
Samtals 3.244 kg
17.3.25 Fálkatindur NS 99 Grásleppunet
Þorskur 1.062 kg
Grásleppa 904 kg
Skarkoli 38 kg
Keila 6 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 2.013 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.3.25 338,00 kr/kg
Þorskur, slægður 17.3.25 553,11 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.3.25 319,91 kr/kg
Ýsa, slægð 17.3.25 251,12 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.3.25 192,70 kr/kg
Ufsi, slægður 17.3.25 249,33 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 17.3.25 172,95 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 5.252 kg
Ýsa 565 kg
Þorskur 166 kg
Skarkoli 59 kg
Hlýri 27 kg
Samtals 6.069 kg
17.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.482 kg
Ýsa 402 kg
Steinbítur 360 kg
Samtals 3.244 kg
17.3.25 Fálkatindur NS 99 Grásleppunet
Þorskur 1.062 kg
Grásleppa 904 kg
Skarkoli 38 kg
Keila 6 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 2.013 kg

Skoða allar landanir »