Meiri óvissa í stofnmati ufsa

Bjarki Þór Elvarsson, fagstjóri ráðgjafar hjá Hafrannsóknastofnun, segir að ef …
Bjarki Þór Elvarsson, fagstjóri ráðgjafar hjá Hafrannsóknastofnun, segir að ef stærð ufsastofnins er leiðrétt aftur í tíma hefur aflinn verið nálægt aflareglu. mbl.is/Hákon Pálsson

Veiðiálagið á ufsa­stofn­in­um hef­ur verið ná­lægt afla­reglu þrátt fyr­ir mun minni sókn en Haf­rann­sókna­stofn­un hef­ur ráðlagt. Þetta má lesa úr svari stofn­un­ar­inn­ar við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins.

Við kynn­ingu á ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar vegna næsta fisk­veiðiárs kom fram að stofn­un­in tel­ur ufsa­stofn­inn hafa verið of­met­inn frá ár­inu 2018 og lækkaði áætlaða stofn­stærð um 17%. Vakti þetta at­hygli, þar sem leita þarf aft­ur til fisk­veiðiárs­ins 2012/​2013 til að finna ár þar sem fiski­skipa­flot­inn náði að veiða jafn mikið og ráðlagt hef­ur verið. Til að mynda var á fisk­veiðiár­inu 2020/​2021 landað 29% minni afla en Haf­rann­sókna­stofn­un ráðlagði, 34% minni 2019/​2020 og 11% minni fisk­veiðiárið 2018/​2019.

Þegar leiðrétt hef­ur verið aft­ur í tím­ann vegna of­mats­ins reyn­ist sókn­in ekki hafa verið langt­um minni en ráðgjöf hefði verið, væri farið eft­ir nýju stofn­mati.

„Í stuttu máli hef­ur ufsa­afl­inn, eins og staðan er met­in í dag, verið ná­lægt, þó held­ur und­ir, því sem stefnt var að með afla­reglu,“ svar­ar Bjarki Þór Elvars­son, fag­stjóri ráðgjaf­ar hjá Haf­rann­sókna­stofn­un, þegar leitað er skýr­inga á því hvers vegna stofn­in­um hafi ekki vegnað bet­ur þegar sókn­in hafi verið minni en ráðgjöf.

Mátti ekki bú­ast við aukn­ingu

„Veiðihlut­fallið hef­ur aldrei verið hátt og hef­ur í raun verið mjög ná­lægt því sem stefnt hef­ur verið að skv. afla­reglu. Þetta á við, meira að segja fyr­ir þann tíma áður en afla­regl­an var sett. Því má ekki bú­ast við jafn­mik­illi aukn­ingu á stofn­stærð eins og við sáum t.d. í þorski eða ýsu eft­ir að afla­regl­ur voru sett­ar fyr­ir þær teg­und­ir,“ út­skýr­ir Bjarki Þór og vís­ar til ráðgjaf­ar­skjals vegna ráðgjaf­ar Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar um há­marks­veiði í ufsa.

„Veiðiálag stofns­ins er yfir afla­reglu stjórn­valda og kjör­sókn en fyr­ir neðan gát­mörk og varúðarmörk. Stærð hrygn­ing­ar­stofns er yfir aðgerðarmörk­um, gát­mörk­um og varúðarmörk­um. [...] Stofn­matið í ár bend­ir til 17 % minnk­un­ar miðað við matið 2021 og að stofn­inn hafi verið of­met­inn síðan 2018. Tals­verð óvissa er í stofn­mati ufsa og er helsta or­sök­in mik­ill breyti­leiki í stofn­vísi­töl­um, sem lækkuðu um 30 % milli ár­anna 2021 og 2022. Við mat á gild­andi afla­reglu var gert ráð fyr­ir þess­ari óvissu,“ seg­ir í ráðgjaf­ar­skjal­inu.

Bjarki Þór bend­ir á að óviss­an í stofn­mati ufsa sé miklu meiri en í stofn­mati þorsks og ýsu. „Því eru meiri lík­ur á því að við van­met­um eða of­met­um stofn­inn. Þessa óvissu má rekja til mik­illa sveiflna milli ára í stofn­vísi­töl­um ufsa úr vorralli, sem eru um­fram það sem mætti vænta vegna breyt­inga á stofn­stærð. Afla­regl­an fyr­ir ufsa er hönnuð með til­liti til þess­ar­ar óvissu, og hef­ur verið met­in var­kár,“ seg­ir hann.

Blandaður afli á Frosta ÞH.
Blandaður afli á Frosta ÞH. mbl.is/Þ​or­geir Bald­urs­son

Stofn­vísi­tala í net­aralli há

Í skýrslu fyr­ir net­arall Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, sem fram fór dag­ana 27. mars til 21. apríl 2022, kem­ur fram að stofn­vísi­tala ufsa hafi verið há frá ár­inu 2016 og er hún svipuð í ár ef und­an­skilið er há­markið árið 2019. „Hækk­un stofn­vísi­tölu 2019 kom til vegna mik­ill­ar aukn­ing­ar á ufsa í Fjör­unni og á Bank­an­um. Í ár eru litl­ar breyt­ing­ar milli ára eft­ir svæðum, nema á Bank­an­um þar sem vísi­tal­an hækk­ar. Mest fæst af 7-11 ára ufsa í net­aralli og ár­gang­ur 2012 (nú 10 ára) hef­ur verið mest áber­andi und­an­far­in ár,“ seg­ir í skýrsl­unni.

Þá seg­ir að breyt­ing­ar á meðalþyngd ufsa séu mis­mun­andi á milli ald­urs­hópa og að ekki séu mikl­ar sveifl­ur á milli ára nema hjá 12 ára ufsa. Þó er vak­in at­hygli á að í þeim ald­urs­hópi sé um að ræða fá sýni. „Fyr­ir­vara þarf að setja við meðalþyngd­ir eft­ir aldri árin 2019-2022 sem byggj­ast á ald­urs­lengd­ar­lykl­um úr SMB því ufsi frá þeim árum hef­ur ekki verið ald­urs­les­inn,“ seg­ir í skýrsl­unni.

Út af Vest­ur­landi var hlut­fall ókynþroska ufsa hæst og mest af kynþroska fiski sem hafði lokið hrygn­ingu, að því er fram kem­ur í skýrslu Haf­rann­sókna­stofn­un­ar. „Á Bank­an­um og í Fjör­unni var hlut­fall hrygn­andi ufsa mun hærra en á öðrum svæðum. Stærsti hluti ufsa hafði lokið hrygn­ingu í Kant­in­um og við Suðaust­ur­land. Fyr­ir norðan land hafði ufsi ým­ist lokið hrygn­ingu eða var hrygn­andi. Hlut­fall ufsa sem hef­ur lokið hrygn­ingu er mjög breyti­legt milli svæða en nokk­urt sam­ræmi er milli ára fyr­ir hvert svæði.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.3.25 338,00 kr/kg
Þorskur, slægður 17.3.25 553,11 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.3.25 319,91 kr/kg
Ýsa, slægð 17.3.25 251,12 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.3.25 192,70 kr/kg
Ufsi, slægður 17.3.25 249,33 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 17.3.25 172,95 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 5.252 kg
Ýsa 565 kg
Þorskur 166 kg
Skarkoli 59 kg
Hlýri 27 kg
Samtals 6.069 kg
17.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.482 kg
Ýsa 402 kg
Steinbítur 360 kg
Samtals 3.244 kg
17.3.25 Fálkatindur NS 99 Grásleppunet
Þorskur 1.062 kg
Grásleppa 904 kg
Skarkoli 38 kg
Keila 6 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 2.013 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.3.25 338,00 kr/kg
Þorskur, slægður 17.3.25 553,11 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.3.25 319,91 kr/kg
Ýsa, slægð 17.3.25 251,12 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.3.25 192,70 kr/kg
Ufsi, slægður 17.3.25 249,33 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 17.3.25 172,95 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 5.252 kg
Ýsa 565 kg
Þorskur 166 kg
Skarkoli 59 kg
Hlýri 27 kg
Samtals 6.069 kg
17.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.482 kg
Ýsa 402 kg
Steinbítur 360 kg
Samtals 3.244 kg
17.3.25 Fálkatindur NS 99 Grásleppunet
Þorskur 1.062 kg
Grásleppa 904 kg
Skarkoli 38 kg
Keila 6 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 2.013 kg

Skoða allar landanir »