Ný vetnisskip Samskipa hljóta 2 milljarða styrk

SeaShuttle gámaskipin munu sigla losunarlaust og eru búin til sjálfsiglinga.
SeaShuttle gámaskipin munu sigla losunarlaust og eru búin til sjálfsiglinga. Mynd/Samskip

Norska ríkisfyrirtækið ENOVA hefur ákveðið að styrkja SeaShuttle-verkefni Samskipa og Ocean Infinity sem snýr að smíði tveggja vetnisknúinna gámaskipa sem búin eru undir sjálfvirkni. Styrkurinn nemur 150 milljónum norskra króna, jafnvirði tæpra tveggja milljarða íslenskra króna.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

SeaShuttle-skipin, sem verða kúin með 3,2 megavatta vetnisrafali, eiga að sigla losunarlaust milli Óslóar í Noregi og Rotterdam í Hollandi. Áætlað er að þau verði afhent fyrir árið 2025.

Flutningafyrirtækið Samskip og vélfærafræðifyrirtækið Ocean Infinity leiða verkefnið en hlutverk ENOVA, sem er í eigu loftslags- og umhverfisráðuneyti Noregs, er að styðja orkuskipti og tækni sem byggir á sjálfbærri orku.

Mikil þróun hefur átt sér stað í þróun nýrrar tækni fyrir fraktflutninga og hefur til að mynda Sæmundur E. Þorsteinsson, lektor við rafmagns- og tölvuverkfræðideild Háskóla Íslands, kynnt þau tækifæri sem felast í sjálfsiglandi skipum.

Búi til sjálfbæra siglingastarfsemi

„Hjá Samskipum tökum við stolt að okkur forystuhlutverk í SeaShuttle brautryðjendaverkefninu, sem er hluti af stefnu fyrirtækisins um að gera græna flutninga auðvelda,“ segir Are Gråthen, forstjóri Samskipa í Noregi, í tilkynningunni. „Með fjármögnuninni er lagður grunnur að því að gera útblásturslausa gámaflutninga að veruleika. Samskip og Ocean Infinity munu einnig hraða þróun sinni á sjálfvirkni í skipaflutningunum og á fjarstýringu bæði skipa og flutningsbúnaðar. Skipin eru fyrsti hluti spennandi samstarfs við Ocean Infinity.“

„Núna er áherslan á SeaShuttle skipin, sem eru bara hluti af heildarstefnu Ocean Infinity um að leysa úr læðingi nýsköpun sem búi til raunverulega sjálfbæra siglingastarfsemi. Við þökkum Enova stuðninginn við framtíðarsýn okkar. Hann undirstrikar eindregna trú á tímamótanálgun okkar og tryggir að við getum haldið áfram á fullum hraða við að koma verkefninu til skila,“ segir Christoffer Jorgenvag, viðskiptastjóri Ocean Infinity.

Kari-Pekka Laaksonen, forstjóri samstæðu Samskipa, segir sjálfbærni eina af grunnstoðunum í starfsemi Samskipa. „SeaShuttle verkefnið er stórt skref í vegferð Samskipa í átt að útblásturslausum flutningum. Við sjáum fyrir okkur að þetta samspil vetnis, tækni og framkvæmdar geri kostnað við útblásturslausa skipaflutninga samkeppnishæfan við núverandi lausnir,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.12.24 Sjöfn SH 4 Plógur
Ígulker Hvf C 1.236 kg
Samtals 1.236 kg
26.12.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Hvf C 1.140 kg
Samtals 1.140 kg
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.12.24 Sjöfn SH 4 Plógur
Ígulker Hvf C 1.236 kg
Samtals 1.236 kg
26.12.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Hvf C 1.140 kg
Samtals 1.140 kg
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg

Skoða allar landanir »