Ný vetnisskip Samskipa hljóta 2 milljarða styrk

SeaShuttle gámaskipin munu sigla losunarlaust og eru búin til sjálfsiglinga.
SeaShuttle gámaskipin munu sigla losunarlaust og eru búin til sjálfsiglinga. Mynd/Samskip

Norska rík­is­fyr­ir­tækið ENOVA hef­ur ákveðið að styrkja SeaShuttle-verk­efni Sam­skipa og Oce­an In­finity sem snýr að smíði tveggja vetnis­knú­inna gáma­skipa sem búin eru und­ir sjálf­virkni. Styrk­ur­inn nem­ur 150 millj­ón­um norskra króna, jafn­v­irði tæpra tveggja millj­arða ís­lenskra króna.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu.

SeaShuttle-skip­in, sem verða kúin með 3,2 mega­vatta vetn­israfali, eiga að sigla los­un­ar­laust milli Ósló­ar í Nor­egi og Rotter­dam í Hollandi. Áætlað er að þau verði af­hent fyr­ir árið 2025.

Flutn­inga­fyr­ir­tækið Sam­skip og vél­færa­fræðifyr­ir­tækið Oce­an In­finity leiða verk­efnið en hlut­verk ENOVA, sem er í eigu lofts­lags- og um­hverf­is­ráðuneyti Nor­egs, er að styðja orku­skipti og tækni sem bygg­ir á sjálf­bærri orku.

Mik­il þróun hef­ur átt sér stað í þróun nýrr­ar tækni fyr­ir frakt­flutn­inga og hef­ur til að mynda Sæmund­ur E. Þor­steins­son, lektor við raf­magns- og tölvu­verk­fræðideild Há­skóla Íslands, kynnt þau tæki­færi sem fel­ast í sjálf­siglandi skip­um.

Búi til sjálf­bæra sigl­inga­starf­semi

„Hjá Sam­skip­um tök­um við stolt að okk­ur for­ystu­hlut­verk í SeaShuttle brautryðjenda­verk­efn­inu, sem er hluti af stefnu fyr­ir­tæk­is­ins um að gera græna flutn­inga auðvelda,“ seg­ir Are Gråt­hen, for­stjóri Sam­skipa í Nor­egi, í til­kynn­ing­unni. „Með fjár­mögn­un­inni er lagður grunn­ur að því að gera út­blást­urs­lausa gáma­flutn­inga að veru­leika. Sam­skip og Oce­an In­finity munu einnig hraða þróun sinni á sjálf­virkni í skipa­flutn­ing­un­um og á fjar­stýr­ingu bæði skipa og flutn­ings­búnaðar. Skip­in eru fyrsti hluti spenn­andi sam­starfs við Oce­an In­finity.“

„Núna er áhersl­an á SeaShuttle skip­in, sem eru bara hluti af heild­ar­stefnu Oce­an In­finity um að leysa úr læðingi ný­sköp­un sem búi til raun­veru­lega sjálf­bæra sigl­inga­starf­semi. Við þökk­um Enova stuðning­inn við framtíðar­sýn okk­ar. Hann und­ir­strik­ar ein­dregna trú á tíma­mótanálg­un okk­ar og trygg­ir að við get­um haldið áfram á full­um hraða við að koma verk­efn­inu til skila,“ seg­ir Chri­stof­fer Jor­genvag, viðskipta­stjóri Oce­an In­finity.

Kari-Pekka Laak­son­en, for­stjóri sam­stæðu Sam­skipa, seg­ir sjálf­bærni eina af grunnstoðunum í starf­semi Sam­skipa. „SeaShuttle verk­efnið er stórt skref í veg­ferð Sam­skipa í átt að út­blást­urs­laus­um flutn­ing­um. Við sjá­um fyr­ir okk­ur að þetta sam­spil vetn­is, tækni og fram­kvæmd­ar geri kostnað við út­blást­urs­lausa skipa­flutn­inga sam­keppn­is­hæf­an við nú­ver­andi lausn­ir,“ seg­ir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.3.25 338,00 kr/kg
Þorskur, slægður 17.3.25 553,11 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.3.25 319,91 kr/kg
Ýsa, slægð 17.3.25 251,12 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.3.25 192,70 kr/kg
Ufsi, slægður 17.3.25 249,33 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 17.3.25 172,95 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 5.252 kg
Ýsa 565 kg
Þorskur 166 kg
Skarkoli 59 kg
Hlýri 27 kg
Samtals 6.069 kg
17.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.482 kg
Ýsa 402 kg
Steinbítur 360 kg
Samtals 3.244 kg
17.3.25 Fálkatindur NS 99 Grásleppunet
Þorskur 1.062 kg
Grásleppa 904 kg
Skarkoli 38 kg
Keila 6 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 2.013 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.3.25 338,00 kr/kg
Þorskur, slægður 17.3.25 553,11 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.3.25 319,91 kr/kg
Ýsa, slægð 17.3.25 251,12 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.3.25 192,70 kr/kg
Ufsi, slægður 17.3.25 249,33 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 17.3.25 172,95 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 5.252 kg
Ýsa 565 kg
Þorskur 166 kg
Skarkoli 59 kg
Hlýri 27 kg
Samtals 6.069 kg
17.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.482 kg
Ýsa 402 kg
Steinbítur 360 kg
Samtals 3.244 kg
17.3.25 Fálkatindur NS 99 Grásleppunet
Þorskur 1.062 kg
Grásleppa 904 kg
Skarkoli 38 kg
Keila 6 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 2.013 kg

Skoða allar landanir »