Hyggjast leita aftur til mannréttindanefndar SÞ

Gunnar Ingiberg Guðmundsson, formaður strandveiðifélags Íslands, glaðbeittur eftir góðan túr. …
Gunnar Ingiberg Guðmundsson, formaður strandveiðifélags Íslands, glaðbeittur eftir góðan túr. Hann segir strandveiðikerfið setja sjómönnum of þröngar skoðrur og að óhætt sé að gera kerfið sveigjanlegra. Ljósmynd/Aðsend

Fólkið sem stend­ur á bak við stofn­un Strand­veiðifé­lags Íslands tel­ur það grund­vall­ar­rétt ein­stak­linga að mega sækja sjó­inn.

Stór hóp­ur fólks kom sam­an í mars þegar efnt var til stofn­fund­ar Strand­veiðifé­lags Íslands – fé­lags um rétt­læti í sjáv­ar­út­vegi. Gunn­ar Ingi­berg Guðmunds­son er ný­kjör­inn formaður fé­lags­ins og áætl­ar hann að 60 manns hafi sótt stofn­fund­inn en fé­lagsmeðlim­ir eru nú þegar orðnir um 300 tals­ins.

Stofn­un fé­lags­ins átti lang­an aðdrag­anda en sag­an hefst með stofn­un hóps­ins Strand­veiðispjallið á net­inu. „Þar varð til sam­fé­lag trillu­karla og fólks með áhuga á mál­efn­um strand­veiðimanna. Er stofn­un fé­lags­ins sprott­in upp úr sam­ræðum inn­an hóps­ins en meg­in­til­gang­ur­inn er að leita aft­ur til mann­rétt­inda­nefnd­ar Sam­einuðu þjóðanna og fá úr því skorið hvort nú­ver­andi kerfi strand- og fisk­veiða stand­ist úr­sk­urð nefnd­ar­inn­ar frá ár­inu 2007,“ út­skýr­ir Gunn­ar og bæt­ir við að þeir sem að Strand­veiðifé­lag­inu standa myndu helst vilja fram­kvæma þetta verk­efni í skref­um: tryggja fyrst 48 daga á bát, þá að hand­færa­veiðar séu gefn­ar frjáls­ar og loks að regl­ur um veiðar ein­yrkja verði rýmkaðar veru­lega.

Svig­rúmið of lítið

Úrsk­urður­inn sem Gunn­ar vís­ar til var afrakst­ur mála­rekst­urs tveggja sjó­manna frá Vest­fjörðum sem töldu að ströng ákvæði þágild­andi laga um fisk­veiðar brytu m.a. gegn jafn­ræðis­reglu 26. grein­ar alþjóðasamn­ings um borg­ara­leg og stjórn­mála­leg rétt­indi:

„Erl­ing Sveinn Har­alds­son og Arn­ar Snæv­ar Sveins­son heit­inn héldu til veiða kvóta­laus­ir 2002 eða þar um bil til að storka lög­un­um, og úr því varð dóms­mál sem fór í gegn­um allt ís­lenska dóms­kerfið og endaði á borði mann­rétt­inda­nefnd­ar SÞ sem úr­sk­urðaði í reynd að þágild­andi kerfi fæli í sér brot á rétti ein­stak­linga til at­vinnu. Mat nefnd­in það sem svo að þó að kvóta­setn­ing fisk­veiða og strang­ar tak­mark­an­ir á veiðum kunni að hafa verið rétt­læt­an­leg­ar á sín­um tíma þá væru regl­urn­ar ekki tæk­ar sem var­an­leg ráðstöf­un,“ út­skýr­ir Gunn­ar en í kjöl­farið voru sett ný lög um strand­veiðar og árið 2009 hóf­ust veiðar sam­kvæmt nýju lög­un­um.

Gunn­ar seg­ir óvíst að strand­veiðikerfið eins og það er í dag mæti kröf­um mann­rétt­inda­nefnd­ar SÞ enda fylgja veiðunum tölu­verðar skorður og erfitt fyr­ir sjó­menn að lifa af veiðunum eins og þær eru skipu­lagðar sam­kvæmt lög­un­um. „Það er okk­ar sjón­ar­mið að það séu grund­vall­ar­mann­rétt­indi allra lands­manna að mega sækja sjó­inn sem ein­stak­ling­ar, og sam­ræm­ist nú­ver­andi kerfi ekki þeirri sýn.“

Kvaðir, kröf­ur og skil­yrði

Í gróf­um drátt­um leyf­ir strand­veiðikerfið að sjó­menn stundi veiðar fjóra mánuði á ári, á bát­um sem hafa að há­marki fjór­ar hand­færar­úll­ur. Ekki má stunda veiðar á föstu­dög­um, laug­ar­dög­um eða sunnu­dög­um, né á rauðum dög­um og afl­inn má að há­marki jafn­gilda 650 kíló­um af slægðum þorski í hverj­um róðri sem aðeins má standa í 14 klukku­stund­ir. Veiðidag­ar mega ekki vera fleiri en tólf á mánuði og strand­veiðar eru stöðvaðar þegar heild­arpott­ur­inn er tæmd­ur.

Gunn­ar seg­ir að reynt hafi verið að betr­um­bæta kerfið, koma í veg fyr­ir svk. ólymp­ísk­ar veiðar og auka nýliðun en ár­ang­ur­inn hafi verið lít­ill. Þá hafi verið horfið frá því kerfi að skipta land­inu niður í ólík svæði sem hvert hefði sinn kvóta­pott. Í staðinn er landið allt einn pott­ur og að sögn Gunn­ars er pott­ur­inn að jafnaði full­nýtt­ur snemma í ág­úst en veiðar hefjast á vor­in. Í pott­in­um eru um 10.000 tonn og deil­ast á milli hér um bil 650 báta.

Fjörugt við höfnina þegar strandveiðibátar streyma inn til löndunar.
Fjör­ugt við höfn­ina þegar strand­veiðibát­ar streyma inn til lönd­un­ar. Ljós­mynd/​Lín­ey Sig­urðardótt­ir

Að sögn Gunn­ars eru ótal ágall­ar á kerf­inu og sjó­mönn­um sniðinn svo þröng­ur stakk­ur að þeir einu sem geta vænst ágæt­is tekna af veiðunum eru þeir sem eiga báta sína skuld­lausa og verða ekki fyr­ir nein­um óvænt­um uppá­kom­um meðan á veiðitíma­bil­inu stend­ur. Þá sé margt við þetta kerfi sem veld­ur því t.d. að veiðar dreifast ójafnt á milli lands­hluta og hvat­ar skapaðir til að stunda veiðar við slæm­ar aðstæður eða veiða verðminni afla.

„Það væri strax mik­il fram­för að fá að róa 48 daga á ári og fá að ráða því sjálf­ur hvaða dag­ar það væru. En einnig má líta til þeirra kerfa sem komið hef­ur verið á í lönd­um eins og Fær­eyj­um þar sem veiðar smá­báta hafa verið gefn­ar frjáls­ar, eða í Nor­egi þar sem smá­bát­ar fá út­hlutuð 20 tonn af þorski, geta nán­ast stundað frjáls­ar veiðar á ýsu og ufsa og mega veiða bæði á línu og hand­færi.“

Lít­ill út­blást­ur og meiri gæði

Gunn­ar bend­ir á að ýms­ir kost­ir fylgi því að liðka fyr­ir veiðum af þessu tagi og hef­ur t.d. sýnt sig að í grein­inni á sér stað blönd­un reynslu­bolta og nýliða í grein­inni með til­heyr­andi yf­ir­færslu þekk­ing­ar. Veiðarn­ar hafa líka lágt kol­efn­is­spor miðað við magn þess afla sem landað er og hrá­efnið í hæsta gæðaflokki. Þá fara veiðarn­ar vel með stofn­inn og vist­kerfi hafs­ins auk þess að skapa ákveðinn stöðug­leika í at­vinnu­lífi sjáv­arþorpa, starf­semi fisk­markaða og af­leiddra starfa.

Lands­sam­band smá­báta­eig­enda hef­ur reiknað út að meðaafla­tekj­ur hvers róðurs hand­færa­báts séu um 275 þúsund krón­ur. „Það virðist að þegar illa árar leiti menn í strand­veiðar og skapi þannig sjálf­um sér at­vinnu og búi til verðmæti fyr­ir sam­fé­lagið en þegar vel árar í landi dreg­ur úr ásókn­inni og veiðarn­ar einkum stundaðar af ákveðnum kjarna­hópi og þeirra nán­ustu,“ seg­ir Gunn­ar.

Strandveiðibátur kemur til hafnar á Arnarstapa.
Strand­veiðibát­ur kem­ur til hafn­ar á Arn­arstapa. mbl.is/​Al­fons

Spurður hvort óhætt væri, með til­liti til stofn­stýr­ing­ar­sjón­ar­miða, að létta höml­um á strand­veiðum að miklu leyti seg­ir Gunn­ar að jafn­vel ef mik­il fjölg­un yrði hjá þeim sem stunda veiðarn­ar sé hæpið að stofn­an­ir láti á sjá enda veiðarn­ar krefj­andi, um­fang þeirra lítið og veiðarfær­in háð árstíð. Nefn­ir hann að Haf­rann­sókna­stofn­un hafi sjálf sagt að þorsk­stofn­inn hafi ekki verið sterk­ari í fjöru­tíu ár að frá­töld­um sl. fimm árum. „Sókn er ennþá í sögu­legu lág­marki. Því er ekk­ert nema þrá­hyggja stjórn­valda því til fyr­ir­stöðu að ein­stak­lingsút­gerðir fái frjáls­ari hend­ur.“

Þá seg­ir hann hægt að leiða lík­um að því að stofn­arn­ir um­hverf­is Íslands séu vannýtt­ir og staf­ar það m.a. af því að Haf­rann­sókna­stofn­un fái ekki það fjár­magn sem stofn­un­in þarf til að stunda ít­ar­legri rann­sókn­ir. „Viðmiðið er að nýta 20% hrygn­ing­ar­stofns­ins en vegna und­ir­fjármögn­un­ar þarf Haf­rann­sókna­stofn­un að beita vaúðarnálg­un við túlk­un sinna gagna og til­lagna. Það get­ur leitt af sér mun var­færn­ari fisk­veiðistjórn­un með meiri sveifl­um held­ur en ef stofn­un­in væri al­menni­lega fjár­mögnuð. Skýt­ur það skökku við að svo ára­tug­um skipti hafi ís­lensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur getað hugs­an­lega veitt langt­um meiri afla en leyft er í dag.“

Verður lang­tíma­bar­átta

Gunn­ar tel­ur fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfið eins og það er í dag hannað til að hemja stór­skipa­flot­ann. „En það er ekki sama þörf á þess­ari of­stjórn ein­stak­lingsút­gerðar. Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa unnið öt­ul­lega í því að fækka stærri skip­um og gera út­gerð þeirra á Íslandi hag­kvæm­ari. Tími er til að þjóðin fái að njóta ábat­ans af ára­tuga­löng­um höft­um og ein­stak­ling­um gert það kleift að sækja sjó með eig­in hönd­um á um­hverf­i­s­væn­an og ork­u­nýt­inn hátt.“

Verið er að leggja drög að næstu skref­um í starfi Strand­veiðifé­lags­ins en Gunn­ar seg­ir að byggt verði á reynslu þeirra Erl­ings Sveins, Arn­ars Snæv­ars heit­ins og Valdi­mars Jó­hann­es­son­ar sem árið 1998 hafði bet­ur gegn rík­inu í frægu hæsta­rétt­ar­máli um at­vinnu­frelsi og fisk­veiðar. „Við sjá­um fram á lang­tíma­bar­áttu og reikn­um ekki með að slag­ur­inn verði ódýr, en við vit­um líka að marg­ir lög­fræðing­ar eru vel að sér um þessi mál og geta lagt okk­ur lið við að koma á frum­byggj­a­rétti allra lands­manna til að geta sótt sjó­inn.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.25 575,09 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.25 690,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.25 321,65 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.25 225,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.25 210,93 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.25 245,78 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.25 287,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 2.508 kg
Þorskur 2.212 kg
Steinbítur 187 kg
Hlýri 17 kg
Keila 15 kg
Samtals 4.939 kg
25.3.25 Björg EA 7 Botnvarpa
Karfi 14.173 kg
Ýsa 1.328 kg
Samtals 15.501 kg
25.3.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Ýsa 13.086 kg
Þorskur 2.892 kg
Skarkoli 718 kg
Þykkvalúra 440 kg
Karfi 282 kg
Samtals 17.418 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.25 575,09 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.25 690,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.25 321,65 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.25 225,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.25 210,93 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.25 245,78 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.25 287,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 2.508 kg
Þorskur 2.212 kg
Steinbítur 187 kg
Hlýri 17 kg
Keila 15 kg
Samtals 4.939 kg
25.3.25 Björg EA 7 Botnvarpa
Karfi 14.173 kg
Ýsa 1.328 kg
Samtals 15.501 kg
25.3.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Ýsa 13.086 kg
Þorskur 2.892 kg
Skarkoli 718 kg
Þykkvalúra 440 kg
Karfi 282 kg
Samtals 17.418 kg

Skoða allar landanir »