Sjávarútvegurinn styrkir Caritas, UNICEF og UN Women

SFS og aðildarfyrirtækin segjast vona að fjármagnið geti komið að …
SFS og aðildarfyrirtækin segjast vona að fjármagnið geti komið að gagni í Úkraínu. AFP/Ed Jones

Caritas, UNICEF og UN Women hljóta þær 130 milljónir króna sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) ásamt aðildarfyrirtækjum hét 6. maí að yrðu veittar til styrktar Úkraínu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá SFS.

Upphaflega var tilkynnt um fjárframlag til styrktar málefna í Úkraínu á ársfundi SFS, en þá var ekki búið að ákveða hverjir myndu fá umræddan styrk.

„Vart þarf að fara mörgum orðum um hið hörmulega ástand sem nú ríkir í Úkraínu en það er von fyrirtækjanna að gjöfin megi, þótt í litlu sé, koma að gagni. Ekki síst konum og börnum,“ segir í tilkynningunni.

Um samtökin segir í tilkynningunni:

Caritas eru hjálparsamtök í Úkraínu. Styrkur til þeirra mun einkum fara til útibús samtakanna í borginni Ternopil sem er skammt frá borginni Lviv í vesturhluta landsins. Styrkurinn mun koma í góðar þarfir á þessum slóðum því þúsundir Úkraínumanna hafa flúið hörmungar í austurhluta landsins og leitað til borganna tveggja. Þar er mikill skortur á ýmsum nauðsynjum eins og mat, klæði og húsnæði.

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, sinnir börnum og fjölskyldum þeirra innan og utan Úkraínu, en talið er að allt að 60-70% barna í Úkraínu hafi flúið heimili sín. UNICEF hefur opnað barnvænar hjálparstöðvar við landamæri Úkraínu þar sem fólk á flótta getur fengið mat, rými til að hvíla sig, sálræna aðstoð og nauðsynlegar upplýsingar. Þar er flóttafólk skráð og fjölskyldur sameinaðar. Samtökin sinna einnig fylgdarlausum börnum en talið er að um 4% barna á flótta tilheyri þeim hópi. Þá senda samtökin nauðsynjar til fæðingarheimila í Úkraínu sem starfa við ömurlegar aðstæður.

UN Women sinna neyðaraðstoð og sérstökum þörfum kvenna og jaðarsettra hópa. Eitt verkefna samtakanna snýr að því að styðja konur sem hafa verið beittar kynferðisofbeldi í stríðinu. Samtökin veita konunum athvarf, sálrænan stuðning og lögfræðiaðstoð. Mikilvægt er að koma konum og stúlkum til aðstoðar eins fljótt og hægt er og koma málum þeirra í þann farveg að hægt sé að sækja stríðsglæpamenn til saka.

Fyrirtækin sem standa að gjöfinni:  

  • Arctic Fish, Ísafirði
  • Brim, Reykjavík
  • Eskja, Eskifirði
  • G.Run., Grundarfirði
  • Gjögur, Grenivík
  • Hraðfrystihúsið Gunnvör, Hnífsdal
  • Huginn, Vestmannaeyjum
  • Iceland Pelagic, Hafnarfirði
  • Iceland Seafood International, Reykjavík
  • Ísfélagið í Vestmannaeyjum
  • Loðnuvinnslan, Fáskrúðsfirði
  • Oddi, Patreksfirði
  • Rammi, Siglufirði
  • Samherji, Akureyri
  • SFS
  • Síldarvinnslan, Neskaupstað
  • Skinney-Þinganes, Höfn í Hornafirði
  • Vinnslustöðin, Vestmannaeyjum
  • Vísir, Grindavík
  • Þorbjörn, Grindavík
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.1.25 540,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.1.25 672,17 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.1.25 389,94 kr/kg
Ýsa, slægð 19.1.25 323,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.1.25 283,17 kr/kg
Ufsi, slægður 19.1.25 244,63 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 19.1.25 216,57 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.064 kg
Þorskur 298 kg
Steinbítur 47 kg
Keila 17 kg
Hlýri 15 kg
Samtals 1.441 kg
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.767 kg
Ýsa 5.091 kg
Steinbítur 294 kg
Langa 219 kg
Keila 78 kg
Karfi 20 kg
Samtals 14.469 kg
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 10.232 kg
Ýsa 1.981 kg
Langa 354 kg
Karfi 37 kg
Steinbítur 26 kg
Samtals 12.630 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.1.25 540,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.1.25 672,17 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.1.25 389,94 kr/kg
Ýsa, slægð 19.1.25 323,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.1.25 283,17 kr/kg
Ufsi, slægður 19.1.25 244,63 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 19.1.25 216,57 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.064 kg
Þorskur 298 kg
Steinbítur 47 kg
Keila 17 kg
Hlýri 15 kg
Samtals 1.441 kg
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.767 kg
Ýsa 5.091 kg
Steinbítur 294 kg
Langa 219 kg
Keila 78 kg
Karfi 20 kg
Samtals 14.469 kg
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 10.232 kg
Ýsa 1.981 kg
Langa 354 kg
Karfi 37 kg
Steinbítur 26 kg
Samtals 12.630 kg

Skoða allar landanir »