Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum fær nýtt Gullberg

Nýtt skip Vinnslustöðvarinnar fær nafnið Gullberg og er væntanlegt í …
Nýtt skip Vinnslustöðvarinnar fær nafnið Gullberg og er væntanlegt í lok mánaðar. Ljósmynd/Vinnslustöðin

Vinnslu­stöðin í Vest­manna­eyj­um til­kynnti fyrr í þess­um mánuði að út­gerðin hefði fest kaup á norsku upp­sjáv­ar­skipi með heima­höfn í Björg­vin. Skipið sem nú heit­ir Gard­ar og er 70 metra langt og 13 metra að breidd hef­ur 2.1000 rím­metra lest. Það mun fá nafnið Gull­berg og skrán­ing­ar­núm­erið VE-292. Skip­stjóri verður Jón Atli Gunn­ars­son nú­ver­andi skip­stjóri á Kap VE.

Þetta er meðal þess sem kem­ur fram um kaup­in á vef Vinnslu­stöðvar­inn­ar.

Sagt er frá því að skipið á sér for­sögu sem teng­ist Íslandi, en áður bar Gard­ar nafnið Mar­grét EA þegar það var í eigu Sam­herja. Síðar hét skipið Beit­ir NK og var gert út af Síld­ar­vinnsl­unni, en var selt úr landi.

Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar.
Sindri Viðars­son, sviðsstjóri upp­sjáv­ar­sviðs Vinnslu­stöðvar­inn­ar. Ljós­mynd/​Vinnslu­stöðin

Gard­ar var tek­inn í slipp í Dan­mörku eft­ir að gengið var frá kaup­un­um sem hluti af hefðbund­inni skoðun við eig­enda­skipti. Skipið er nú á leið til Vest­manna­eyja og er gert ráð fyr­ir því í lok mánaðar­ins.

„Okk­ur leist strax afar vel á enda er þetta hörku­skip sem búið er að end­ur­nýja margt í og gera mikið fyr­ir. Aðal­vél­in er til dæm­is ný, afar hag­kvæm í rekstri og tog­kraft­ur er mik­ill. Það er búið að fara yfir kæli­kerfi og lest­ar, blökk­in er ný og skipið lít­ur í alla staði vel út,“ seg­ir Sindri Viðars­son, sviðsstjóri upp­sjáv­ar­sviðs Vinnslu­stöðvar­inn­ar, á vef út­gerðar­inn­ar.

Fulltrúum Vinnslustöðvarinnar leist vel á skipið.
Full­trú­um Vinnslu­stöðvar­inn­ar leist vel á skipið. Ljós­mynd/​Vinnslu­stöðin
Ljós­mynd/​Vinnslu­stöðin

Seldu Sig­hvat Bjarna­son

Þá hef­ur Vinnslu­stöðin selt Sig­hvat Bjarna­son VE úr landi, en nafnið mun ekki heyra sög­unni til þar sem KAP VE-4 mun skipta um nafn og verður Sig­hvat­ur Bjarna­son VE-81. Jafn­framt verður KAP II fram­veg­is þekkt sem KAP VE-4.

„Öld­ungaráð Vinnslu­stöðvar­inn­ar ákvað þess­ar nafna­breyt­ing­ar um sjó­manna­helg­ina. Ráðið er valda­stofn­un sem fáum sög­um fer af og ekki er til í op­in­beru skipu­riti fé­lags­ins en læt­ur frá sér heyra þegar mikið ligg­ur við, svo sem að nefna skip og núm­era þau,“ seg­ir í pistli á vef út­gerðar­inn­ar um nafna­breyt­ing­arn­ar.

Gull­bergið þekkt nafn

Vinnslu­stöðin hef­ur verið tengt við skip að nafni Gull­berg allt frá 2008 þegar út­gerðin keypti 35% hlut í Ufsa­bergi ehf. og tók við út­gerð fé­lags­ins. Fé­lög­in sam­einuðust síðar und­ir merkj­um Vinnslu­stöðvar­inn­ar.

Ufsa­berg var stofnað 1969 og gerði út fjög­ur skip með sama nafni og núm­eri, Gull­berg VE-292. „Guðjón Páls­son, einn eig­enda Ufsa­bergs, var meðal afla­sæl­ustu skip­stjóra Vest­manna­eyja,“ er full­yrt í pistl­in­um. Son­ur Guðjóns, Eyj­ólf­ur, tók við skip­stjórn og út­gerð Gull­bergs þegar faðir hans lést árið 1987.

Síðasta Gull­bergið seldi Vinnslu­stöðin sum­arið 2017 og er Eyj­ólf­ur Guðjóns­son er nú skip­stjóri á Vinnslu­stöðvar­skip­inu Ísleifi VE-63.

Gullberg VE-292 árið 2008.
Gull­berg VE-292 árið 2008. mbl.is/Þ​or­geir
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.25 575,09 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.25 690,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.25 321,65 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.25 225,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.25 210,93 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.25 245,78 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.25 287,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 2.508 kg
Þorskur 2.212 kg
Steinbítur 187 kg
Hlýri 17 kg
Keila 15 kg
Samtals 4.939 kg
25.3.25 Björg EA 7 Botnvarpa
Karfi 14.173 kg
Ýsa 1.328 kg
Samtals 15.501 kg
25.3.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Ýsa 13.086 kg
Þorskur 2.892 kg
Skarkoli 718 kg
Þykkvalúra 440 kg
Karfi 282 kg
Samtals 17.418 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.25 575,09 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.25 690,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.25 321,65 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.25 225,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.25 210,93 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.25 245,78 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.25 287,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 2.508 kg
Þorskur 2.212 kg
Steinbítur 187 kg
Hlýri 17 kg
Keila 15 kg
Samtals 4.939 kg
25.3.25 Björg EA 7 Botnvarpa
Karfi 14.173 kg
Ýsa 1.328 kg
Samtals 15.501 kg
25.3.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Ýsa 13.086 kg
Þorskur 2.892 kg
Skarkoli 718 kg
Þykkvalúra 440 kg
Karfi 282 kg
Samtals 17.418 kg

Skoða allar landanir »