Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum fær nýtt Gullberg

Nýtt skip Vinnslustöðvarinnar fær nafnið Gullberg og er væntanlegt í …
Nýtt skip Vinnslustöðvarinnar fær nafnið Gullberg og er væntanlegt í lok mánaðar. Ljósmynd/Vinnslustöðin

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum tilkynnti fyrr í þessum mánuði að útgerðin hefði fest kaup á norsku uppsjávarskipi með heimahöfn í Björgvin. Skipið sem nú heitir Gardar og er 70 metra langt og 13 metra að breidd hefur 2.1000 rímmetra lest. Það mun fá nafnið Gullberg og skráningarnúmerið VE-292. Skipstjóri verður Jón Atli Gunnarsson núverandi skipstjóri á Kap VE.

Þetta er meðal þess sem kemur fram um kaupin á vef Vinnslustöðvarinnar.

Sagt er frá því að skipið á sér forsögu sem tengist Íslandi, en áður bar Gardar nafnið Margrét EA þegar það var í eigu Samherja. Síðar hét skipið Beitir NK og var gert út af Síldarvinnslunni, en var selt úr landi.

Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar.
Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar. Ljósmynd/Vinnslustöðin

Gardar var tekinn í slipp í Danmörku eftir að gengið var frá kaupunum sem hluti af hefðbundinni skoðun við eigendaskipti. Skipið er nú á leið til Vestmannaeyja og er gert ráð fyrir því í lok mánaðarins.

„Okkur leist strax afar vel á enda er þetta hörkuskip sem búið er að endurnýja margt í og gera mikið fyrir. Aðalvélin er til dæmis ný, afar hagkvæm í rekstri og togkraftur er mikill. Það er búið að fara yfir kælikerfi og lestar, blökkin er ný og skipið lítur í alla staði vel út,“ segir Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar, á vef útgerðarinnar.

Fulltrúum Vinnslustöðvarinnar leist vel á skipið.
Fulltrúum Vinnslustöðvarinnar leist vel á skipið. Ljósmynd/Vinnslustöðin
Ljósmynd/Vinnslustöðin

Seldu Sighvat Bjarnason

Þá hefur Vinnslustöðin selt Sighvat Bjarnason VE úr landi, en nafnið mun ekki heyra sögunni til þar sem KAP VE-4 mun skipta um nafn og verður Sighvatur Bjarnason VE-81. Jafnframt verður KAP II framvegis þekkt sem KAP VE-4.

„Öldungaráð Vinnslustöðvarinnar ákvað þessar nafnabreytingar um sjómannahelgina. Ráðið er valdastofnun sem fáum sögum fer af og ekki er til í opinberu skipuriti félagsins en lætur frá sér heyra þegar mikið liggur við, svo sem að nefna skip og númera þau,“ segir í pistli á vef útgerðarinnar um nafnabreytingarnar.

Gullbergið þekkt nafn

Vinnslustöðin hefur verið tengt við skip að nafni Gullberg allt frá 2008 þegar útgerðin keypti 35% hlut í Ufsabergi ehf. og tók við útgerð félagsins. Félögin sameinuðust síðar undir merkjum Vinnslustöðvarinnar.

Ufsaberg var stofnað 1969 og gerði út fjögur skip með sama nafni og númeri, Gullberg VE-292. „Guðjón Pálsson, einn eigenda Ufsabergs, var meðal aflasælustu skipstjóra Vestmannaeyja,“ er fullyrt í pistlinum. Sonur Guðjóns, Eyjólfur, tók við skipstjórn og útgerð Gullbergs þegar faðir hans lést árið 1987.

Síðasta Gullbergið seldi Vinnslustöðin sumarið 2017 og er Eyjólfur Guðjónsson er nú skipstjóri á Vinnslustöðvarskipinu Ísleifi VE-63.

Gullberg VE-292 árið 2008.
Gullberg VE-292 árið 2008. mbl.is/Þorgeir
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 608,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 383,32 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 261,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 332,43 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Viktoria ÍS 150 Landbeitt lína
Ýsa 7.226 kg
Þorskur 2.026 kg
Steinbítur 1.211 kg
Langa 18 kg
Karfi 4 kg
Samtals 10.485 kg
21.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.843 kg
Ýsa 4.011 kg
Langa 432 kg
Keila 50 kg
Hlýri 35 kg
Karfi 16 kg
Samtals 12.387 kg
21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 608,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 383,32 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 261,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 332,43 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Viktoria ÍS 150 Landbeitt lína
Ýsa 7.226 kg
Þorskur 2.026 kg
Steinbítur 1.211 kg
Langa 18 kg
Karfi 4 kg
Samtals 10.485 kg
21.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.843 kg
Ýsa 4.011 kg
Langa 432 kg
Keila 50 kg
Hlýri 35 kg
Karfi 16 kg
Samtals 12.387 kg
21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg

Skoða allar landanir »