Útgerðir framsæknar í loftslagsmálum

„Alstaðar sem við getum leggjum við áherslu á að tala …
„Alstaðar sem við getum leggjum við áherslu á að tala fyrir því að hugað sé að hafinu“, segir Guðlaugur Þór Þórðarson. mbl.is/Hákon Pálsson

Guðlaug­ur Þór Þórðars­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­málaráðherra, kveðst ekki hafa mikla reynslu af sjó­mennksu en sótti stíft í að kom­ast á frakt­skip á yngri árum. Hann seg­ir ljóst að sjáv­ar­út­veg­ur­inn hér á landi sé kom­in langt­um lengra en flest­ir keppi­naut­ar er­lend­is í sjálf­bærni og náð að minnka kol­efn­is­sporið tölu­vert en við eig­um enn mikið inni og það eru tæki­færi í því. Þá þurfi að gera betra í vernd­un viðkvæmra vist­kerfa í haf­inu.

Guðlaug­ur glott­ir þegar hann er spurður hvort hann hafi reynslu af sjó­mennsku. „Ég get ekki stært mig af mik­illi sjó­mennsku, þrátt fyr­ir marga sjó­menn í minni fjöl­skyldu,“ svar­ar hann. „Ég hef selt sjó­mannadags­blaðið í Borg­ar­nesi á sjó­mannadag­inn einu sinni þegar Bubbi verk­stjóri fékk mig í það, þá er ég kom­inn af sjó­mönn­um. Pabbi var sjó­maður á tog­ar­an­um Hafliða frá Sigluf­irði og var síðan í sigl­ing­um á Hamra­fell­inu og sigldi um öll heims­ins höf áður en hann kom í land.

Við átt­um bát um tíma og við vor­um alltaf mikið á Siglu­nesi og maður kemst nú ekki mikið þangað nema á bát. Ég vann mér það til frægðar að vera eitt sum­ar með pabba og Árna frænda á skaki, sem var óheyri­lega gam­an.“

Siglunes er er nyrsta táin á milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar. …
Siglu­nes er er nyrsta táin á milli Siglu­fjarðar og Héðins­fjarðar. Þar var sam­nefnd­ur bær og var marg­býlt þar fyrr á öld­um og raun­ar allt fram yfir miðja 20. öld og mik­il út­gerð. Ljós­mynd/​Fjalla­byggð

Afi Guðlaugs var einnig sjó­maður áður en hann gerðist vöru­bíl­stjóri og rifjar hann upp að amma hans var einnig á sjó. „Fyrsta ut­an­lands­ferðin mín var sigl­ing því amma, Sig­ríður Anna Þórðardótt­ir, var þerna á Mána­fossi. Þegar ég var tíu ára gam­all fór ég með henni til Bret­lands og Þýska­lands.

Þegar við fór­um í starf­s­kynn­ingu í ní­unda bekk, eins og það hét, vildi ég endi­lega prófa þetta með hon­um Guðmundi Guðsteins­syni. Við tók­um nú smá rifr­ildi um það hvort við vild­um hringja fyrst í Eim­skip eða Sam­bandið því Gummi var fram­sókn­ar­maður og er kannski enn. Ég hringdi fyrst í Eim­skip, svo hringd­um við í Sam­bandið og þeir buðu okk­ur að koma í einn dag í skoðun og svo hringdi ég í Haf­skip og þeir sögðu okk­ur að koma þrem dög­um seinna því Laxá væri að fara til Nor­egs, Dan­merk­ur og Svíþjóðar. Þannig að pásk­arn­ir fóru í það það árið. Ég þurfti aðeins að herða mig upp í að segja mömmu þetta því Gummi var bú­inn að segja frá þessu heima hjá sér og mamma fékk mik­inn reiðilest­ur frá góðum frúm í Borg­ar­nesi sem töldu þetta mikið ábyrgðarleysi að senda ung­an dreng með frakt­ara til út­landa. En þetta var mjög skemmti­leg ferð og síðan hef ég ekki sótt sjó­inn mikið, annað en að leika mér aðeins á zodiak í gegn­um tíðina.“

Flest­ir Íslend­ing­ar geta bent á sjó­mann í sinni ætt eða sögu af sjó­mönn­um í ætt­inni. Guðlaug­ur seg­ir þýðingu sjó­manns­ins fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag aug­ljósa í menn­ing­ar­leg­um áhrif­um sjó­sókn­ar. „Orðatil­tæk­in og máls­hætt­irn­ir sem við öll not­um eru oft­ar en ekki annaðhvort úr Biblí­unni eða sjó­mennsku. Við meg­um ekki gleyma þess­um rót­um því þær gera okk­ur að því sem við erum.“

Sjálf­bærni lyk­il­atriði

En eru um­hverfsi­mál eitt­hvað sem viðkem­ur sjó­mennsk­unni? „Í fyrsta lagi held ég að sjó­menn séu í mjög mikl­um tengsl­um við nátt­úr­una og eft­ir því sem tím­inn hef­ur liðið þá hafa menn metið mik­il­vægi sjálf­bærni mjög mik­ils. Það er ekk­ert rætt leng­ur. Ég hef verið í stjórn­mál­um í nokkuð lang­an tíma og ég man mjög vel þá umræðu sem er al­veg hætt, það er umræðan um hvort það eigi að fara eft­ir ráðlegg­ing­um vís­inda­manna Haf­rann­sókna­stofn­un­ar. Hér áður fyrr tóku menn mik­inn slag út af því. Þó við þurf­um að gera bet­ur, þarf ekk­ert að sann­færa fólk, út­gerðir eða sjó­menn um mik­il­vægi þess að vera með eins góða þekk­ingu og við get­um og hugsa til langs tíma í tengsl­um við nýt­ingu sjáv­ar­auðlind­ar­inn­ar.

Mér finnst það vera nokkuð al­menn sátt, bæði í út­veg­in­um og ann­ars staðar, um það að nýta bestu mögu­legu þekk­ingu – þó hún sé aldrei full­kom­in – út af mik­il­vægi sjálf­bærn­inn­ar. Þegar ég er er­lend­is myndi ég vilja geta sagt að við Íslend­ing­ar hefðum bara verið svo skyn­söm að við sett­umst niður og kom­umst strax að niður­stöðu, en sag­an er önn­ur. Við gerðum fullt af mis­tök­um á leiðinni.“

Þá seg­ir hann sjálf­bæra nýt­ingu einnig ýta und­ir frek­ari full­nýt­ingu afurða. „Við erum í þeirri stöðu, við Íslend­ing­ar, að við erum kom­in mun lengra en aðrar þjóðir alla jafna þegar kem­ur að nýt­ingu þess­ar­ar nátt­úru­auðlind­ar. Við erum að nýta hátt í 90% af fisk­in­um á meðan meðaltalið í heim­in­um er rétt um 50%. Við erum kom­in á þann stað að við erum að nýta það sem við hent­um áður í verðmæt­ar vör­ur. Við sjá­um það í fæðubót­ar­vör­um, snyrti­vör­um og lækn­inga­vör­um. Þetta kem­ur til vegna þess að við höf­um unnið að því að nýta þessa auðlind sem best.“

Vernd­ar­ar hafs­ins

Í hlut­verki ráðherra um­hverf­is­mála kveðst Guðlaug­ur vinna að sömu mark­miðum og þegar hann var ut­an­rík­is­ráðherra. „Við lögðum sér­staka áherslu á hafið, til dæmi þegar við vor­um með for­mennsku í Norður­skauts­ráðinu, því við lít­um á okk­ur sem vernd­ara hafs­ins. Ekki að við telj­um að við séum fær um að vernda hafið ein, en við erum í það minnsta tals­menn hafs­ins. Við erum að skila ár­angri og von­andi erum við að sjá alþjóðasamn­inga um örplastið. Alstaðar sem við get­um leggj­um við áherslu á að tala fyr­ir því að hugað sé að haf­inu, sem er stærsti hluti jarðar­inn­ar. Það er hins veg­ar ekk­ert roaslega mik­ill skiln­ing­ur á þessu. Þá er ég ekki að segja að menn vilji ekki hlusta, held­ur að það séu fáir að veita þessu jafn mikla at­hygli og við Íslend­ing­ar.“

Hann seg­ir ljóst að sjáv­ar­út­veg­ur­inn taki lofts­lags­mál­in al­var­lega. „Umræðan um sjáv­ar­út­veg­inn er svo nei­kvæð á Íslandi, við höf­um alla tíð deilt um sjáv­ar­út­vegs­mál en umræðan er nei­kvæðari núna og það er kannski vegna þess hve lítið er rætt um sjáv­ar­út­vegs­mál miðað við hvernig þetta var. Það var al­veg sama hvort það var á lands­fundi sjálf­stæðismanna eða í alþing­is­kosn­ing­um, það sner­ist allt um sjáv­ar­út­vegs­mál.

Það virðist hafa farið fram­hjá fólki að los­un gróður­húsaloft­teg­unda í sjáv­ar­út­vegi var um millj­ón tonn árið 1996 en er um hálf millj­ón tonna í dag. Það er um­tals­verður ár­ang­ur og ég finn ekki fyr­ir öðru en að sjó­menn og út­gerðir vilja gera enn bet­ur.“

Útgerðir hafa verið fram­sækn­ar í að ná ár­angri í los­un­ar­mál­um og hafa verið opn­ar fyr­ir að prófa nýja hluti og hafa frum­kvæði að því að fara nýj­ar leiðir í notk­un ra­feldsneyt­is, að sögn Guðlaugs. „Sömu­leiðis með smá­báta. Á Sigluf­irði eru komn­ar spenn­andi til­raun­ir með raf­báta og ég finn fyr­ir mikl­um áhuga á þessu, því sókn­ar­fær­in eru gríðarlega mik­il. Við finn­um það núna bet­ur en nokk­urn tíma fyrr – ekki bara vegna lofts­lags­mál­anna held­ur líka út af þjóðarör­ygg­is­mál­un­um – hvað við erum hepp­in að þeir sem á und­an gengu fóru í fyrri orku­skipti, bæði raf­magnsvæðing­una og hita­veitu­væðing­una. Núna þegar Rúss­ar ráðast inn í Úkraínu, þá finn­um við fyr­ir því en ekki í sama mæli og þegar við hituðum hús­in með olíu.“

Þá tel­ur ráðherr­ann ástæðu til að benda á að enn sé nokkuð í land í tengsl­um við end­ur­nýt­ingu og end­ur­vinnslu, bæði í sjáv­ar­út­vegi og víðar í at­vinnu­líf­inu. „Við þurf­um einnig að gera bet­ur hvað varðar vernd­ar­svæði í hafi. Við get­um ekki verið að valda skaða hvort sem það eru kór­alrif eða önn­ur vist­kerfi sem eru mik­il­væg fyr­ir nytja­stofna og líf­fræðilega fjöl­breytni og þar af leiðandi fyr­ir kom­andi kyn­slóðir og lífið í sjón­um.“

Viðtalið við Guðlaug Þór var fyrst birt í sjó­mannadags­blaði 200 mílna 11. júní síðastliðinn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.3.25 506,17 kr/kg
Þorskur, slægður 21.3.25 523,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.3.25 247,76 kr/kg
Ýsa, slægð 21.3.25 227,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.3.25 58,02 kr/kg
Ufsi, slægður 21.3.25 201,74 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 21.3.25 225,07 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 4.889 kg
Ýsa 4.778 kg
Steinbítur 2.289 kg
Hlýri 40 kg
Keila 22 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 12.024 kg
21.3.25 Elli P SU 206 Línutrekt
Steinbítur 4.662 kg
Þorskur 434 kg
Skarkoli 41 kg
Samtals 5.137 kg
21.3.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Ýsa 2.585 kg
Langa 978 kg
Keila 158 kg
Karfi 71 kg
Ufsi 54 kg
Steinbítur 24 kg
Samtals 3.870 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.3.25 506,17 kr/kg
Þorskur, slægður 21.3.25 523,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.3.25 247,76 kr/kg
Ýsa, slægð 21.3.25 227,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.3.25 58,02 kr/kg
Ufsi, slægður 21.3.25 201,74 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 21.3.25 225,07 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 4.889 kg
Ýsa 4.778 kg
Steinbítur 2.289 kg
Hlýri 40 kg
Keila 22 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 12.024 kg
21.3.25 Elli P SU 206 Línutrekt
Steinbítur 4.662 kg
Þorskur 434 kg
Skarkoli 41 kg
Samtals 5.137 kg
21.3.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Ýsa 2.585 kg
Langa 978 kg
Keila 158 kg
Karfi 71 kg
Ufsi 54 kg
Steinbítur 24 kg
Samtals 3.870 kg

Skoða allar landanir »