Útgerðir framsæknar í loftslagsmálum

„Alstaðar sem við getum leggjum við áherslu á að tala …
„Alstaðar sem við getum leggjum við áherslu á að tala fyrir því að hugað sé að hafinu“, segir Guðlaugur Þór Þórðarson. mbl.is/Hákon Pálsson

Guðlaugur Þór Þórðarsson, umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra, kveðst ekki hafa mikla reynslu af sjómennksu en sótti stíft í að komast á fraktskip á yngri árum. Hann segir ljóst að sjávarútvegurinn hér á landi sé komin langtum lengra en flestir keppinautar erlendis í sjálfbærni og náð að minnka kolefnissporið töluvert en við eigum enn mikið inni og það eru tækifæri í því. Þá þurfi að gera betra í verndun viðkvæmra vistkerfa í hafinu.

Guðlaugur glottir þegar hann er spurður hvort hann hafi reynslu af sjómennsku. „Ég get ekki stært mig af mikilli sjómennsku, þrátt fyrir marga sjómenn í minni fjölskyldu,“ svarar hann. „Ég hef selt sjómannadagsblaðið í Borgarnesi á sjómannadaginn einu sinni þegar Bubbi verkstjóri fékk mig í það, þá er ég kominn af sjómönnum. Pabbi var sjómaður á togaranum Hafliða frá Siglufirði og var síðan í siglingum á Hamrafellinu og sigldi um öll heimsins höf áður en hann kom í land.

Við áttum bát um tíma og við vorum alltaf mikið á Siglunesi og maður kemst nú ekki mikið þangað nema á bát. Ég vann mér það til frægðar að vera eitt sumar með pabba og Árna frænda á skaki, sem var óheyrilega gaman.“

Siglunes er er nyrsta táin á milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar. …
Siglunes er er nyrsta táin á milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar. Þar var samnefndur bær og var margbýlt þar fyrr á öldum og raunar allt fram yfir miðja 20. öld og mikil útgerð. Ljósmynd/Fjallabyggð

Afi Guðlaugs var einnig sjómaður áður en hann gerðist vörubílstjóri og rifjar hann upp að amma hans var einnig á sjó. „Fyrsta utanlandsferðin mín var sigling því amma, Sigríður Anna Þórðardóttir, var þerna á Mánafossi. Þegar ég var tíu ára gamall fór ég með henni til Bretlands og Þýskalands.

Þegar við fórum í starfskynningu í níunda bekk, eins og það hét, vildi ég endilega prófa þetta með honum Guðmundi Guðsteinssyni. Við tókum nú smá rifrildi um það hvort við vildum hringja fyrst í Eimskip eða Sambandið því Gummi var framsóknarmaður og er kannski enn. Ég hringdi fyrst í Eimskip, svo hringdum við í Sambandið og þeir buðu okkur að koma í einn dag í skoðun og svo hringdi ég í Hafskip og þeir sögðu okkur að koma þrem dögum seinna því Laxá væri að fara til Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar. Þannig að páskarnir fóru í það það árið. Ég þurfti aðeins að herða mig upp í að segja mömmu þetta því Gummi var búinn að segja frá þessu heima hjá sér og mamma fékk mikinn reiðilestur frá góðum frúm í Borgarnesi sem töldu þetta mikið ábyrgðarleysi að senda ungan dreng með fraktara til útlanda. En þetta var mjög skemmtileg ferð og síðan hef ég ekki sótt sjóinn mikið, annað en að leika mér aðeins á zodiak í gegnum tíðina.“

Flestir Íslendingar geta bent á sjómann í sinni ætt eða sögu af sjómönnum í ættinni. Guðlaugur segir þýðingu sjómannsins fyrir íslenskt samfélag augljósa í menningarlegum áhrifum sjósóknar. „Orðatiltækin og málshættirnir sem við öll notum eru oftar en ekki annaðhvort úr Biblíunni eða sjómennsku. Við megum ekki gleyma þessum rótum því þær gera okkur að því sem við erum.“

Sjálfbærni lykilatriði

En eru umhverfsimál eitthvað sem viðkemur sjómennskunni? „Í fyrsta lagi held ég að sjómenn séu í mjög miklum tengslum við náttúruna og eftir því sem tíminn hefur liðið þá hafa menn metið mikilvægi sjálfbærni mjög mikils. Það er ekkert rætt lengur. Ég hef verið í stjórnmálum í nokkuð langan tíma og ég man mjög vel þá umræðu sem er alveg hætt, það er umræðan um hvort það eigi að fara eftir ráðleggingum vísindamanna Hafrannsóknastofnunar. Hér áður fyrr tóku menn mikinn slag út af því. Þó við þurfum að gera betur, þarf ekkert að sannfæra fólk, útgerðir eða sjómenn um mikilvægi þess að vera með eins góða þekkingu og við getum og hugsa til langs tíma í tengslum við nýtingu sjávarauðlindarinnar.

Mér finnst það vera nokkuð almenn sátt, bæði í útveginum og annars staðar, um það að nýta bestu mögulegu þekkingu – þó hún sé aldrei fullkomin – út af mikilvægi sjálfbærninnar. Þegar ég er erlendis myndi ég vilja geta sagt að við Íslendingar hefðum bara verið svo skynsöm að við settumst niður og komumst strax að niðurstöðu, en sagan er önnur. Við gerðum fullt af mistökum á leiðinni.“

Þá segir hann sjálfbæra nýtingu einnig ýta undir frekari fullnýtingu afurða. „Við erum í þeirri stöðu, við Íslendingar, að við erum komin mun lengra en aðrar þjóðir alla jafna þegar kemur að nýtingu þessarar náttúruauðlindar. Við erum að nýta hátt í 90% af fiskinum á meðan meðaltalið í heiminum er rétt um 50%. Við erum komin á þann stað að við erum að nýta það sem við hentum áður í verðmætar vörur. Við sjáum það í fæðubótarvörum, snyrtivörum og lækningavörum. Þetta kemur til vegna þess að við höfum unnið að því að nýta þessa auðlind sem best.“

Verndarar hafsins

Í hlutverki ráðherra umhverfismála kveðst Guðlaugur vinna að sömu markmiðum og þegar hann var utanríkisráðherra. „Við lögðum sérstaka áherslu á hafið, til dæmi þegar við vorum með formennsku í Norðurskautsráðinu, því við lítum á okkur sem verndara hafsins. Ekki að við teljum að við séum fær um að vernda hafið ein, en við erum í það minnsta talsmenn hafsins. Við erum að skila árangri og vonandi erum við að sjá alþjóðasamninga um örplastið. Alstaðar sem við getum leggjum við áherslu á að tala fyrir því að hugað sé að hafinu, sem er stærsti hluti jarðarinnar. Það er hins vegar ekkert roaslega mikill skilningur á þessu. Þá er ég ekki að segja að menn vilji ekki hlusta, heldur að það séu fáir að veita þessu jafn mikla athygli og við Íslendingar.“

Hann segir ljóst að sjávarútvegurinn taki loftslagsmálin alvarlega. „Umræðan um sjávarútveginn er svo neikvæð á Íslandi, við höfum alla tíð deilt um sjávarútvegsmál en umræðan er neikvæðari núna og það er kannski vegna þess hve lítið er rætt um sjávarútvegsmál miðað við hvernig þetta var. Það var alveg sama hvort það var á landsfundi sjálfstæðismanna eða í alþingiskosningum, það snerist allt um sjávarútvegsmál.

Það virðist hafa farið framhjá fólki að losun gróðurhúsalofttegunda í sjávarútvegi var um milljón tonn árið 1996 en er um hálf milljón tonna í dag. Það er umtalsverður árangur og ég finn ekki fyrir öðru en að sjómenn og útgerðir vilja gera enn betur.“

Útgerðir hafa verið framsæknar í að ná árangri í losunarmálum og hafa verið opnar fyrir að prófa nýja hluti og hafa frumkvæði að því að fara nýjar leiðir í notkun rafeldsneytis, að sögn Guðlaugs. „Sömuleiðis með smábáta. Á Siglufirði eru komnar spennandi tilraunir með rafbáta og ég finn fyrir miklum áhuga á þessu, því sóknarfærin eru gríðarlega mikil. Við finnum það núna betur en nokkurn tíma fyrr – ekki bara vegna loftslagsmálanna heldur líka út af þjóðaröryggismálunum – hvað við erum heppin að þeir sem á undan gengu fóru í fyrri orkuskipti, bæði rafmagnsvæðinguna og hitaveituvæðinguna. Núna þegar Rússar ráðast inn í Úkraínu, þá finnum við fyrir því en ekki í sama mæli og þegar við hituðum húsin með olíu.“

Þá telur ráðherrann ástæðu til að benda á að enn sé nokkuð í land í tengslum við endurnýtingu og endurvinnslu, bæði í sjávarútvegi og víðar í atvinnulífinu. „Við þurfum einnig að gera betur hvað varðar verndarsvæði í hafi. Við getum ekki verið að valda skaða hvort sem það eru kóralrif eða önnur vistkerfi sem eru mikilvæg fyrir nytjastofna og líffræðilega fjölbreytni og þar af leiðandi fyrir komandi kynslóðir og lífið í sjónum.“

Viðtalið við Guðlaug Þór var fyrst birt í sjómannadagsblaði 200 mílna 11. júní síðastliðinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 608,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 383,32 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 261,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 332,43 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg
21.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 4.944 kg
Steinbítur 1.881 kg
Þorskur 1.619 kg
Samtals 8.444 kg
21.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 939 kg
Þorskur 244 kg
Ýsa 205 kg
Langa 118 kg
Hlýri 29 kg
Keila 25 kg
Ufsi 19 kg
Skarkoli 2 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.582 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 608,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 383,32 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 261,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 332,43 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg
21.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 4.944 kg
Steinbítur 1.881 kg
Þorskur 1.619 kg
Samtals 8.444 kg
21.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 939 kg
Þorskur 244 kg
Ýsa 205 kg
Langa 118 kg
Hlýri 29 kg
Keila 25 kg
Ufsi 19 kg
Skarkoli 2 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.582 kg

Skoða allar landanir »