Slippurinn Akureyri ehf. hefur keypt fasteignir, vélar og tæki Martaks í Grindavík. Með kaupunum flytjast tíu starfsmenn Martaks til Slippsins frá og með mánaðarmótunum. Aðrir starfsmenn Martaks fylgja félaginu til áframhaldandi rekstrar. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Slippnum.
Með þessu verður Slippurinn með starfsstöð á Reykjanesi, en fram kemur í tilkynningunni að mikilvægt hafi verið fyrir félagið að geta veitt viðskiptavinum á suðvestur horni landsins aukna þjónustu, auk þess sem staðsetning í Grindavík sé ákjósanleg vegna þjónustu við fiskeldi.
Martak hefur frá stofnun þess, fyrir tæpum fjörutíu árum unnið á sviði tæknilausna og þjónustu fyrir rækjuiðnaðinn en hefur síðustu ár í auknum mæli sinnt sambærilegum verkefnum fyrir fiskiðnaðinn. Fyrirtækið er með starfstöðvar á Íslandi og Kanada og mun þaðan sinna núverandi og nýjum viðskiptavinum. Þá hefur félagið boðið upp á heildstæðar lausnir til hreinsunar á frárennsli fyrirtækja og sveitarfélaga.
Slippurinn hefur boðið heildarlausnir í hönnun, þróun og endurnýjun á skipum og búnaði þeirra, auk þess sem svonefndum landverkefnum hefur fjölgað á undanförnum árum.
Segir í tilkynningunni að Slippurinn muni með þessu leitast við að þjónusta núverandi fiskeldisfyrirtæki á svæðinu auk þess að koma að nýsmíðum og þjónustu við þá uppbyggingu sem á sér stað á svæðinu.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 7.2.25 | 606,34 kr/kg |
Þorskur, slægður | 7.2.25 | 509,42 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 7.2.25 | 460,29 kr/kg |
Ýsa, slægð | 7.2.25 | 248,47 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 7.2.25 | 247,20 kr/kg |
Ufsi, slægður | 7.2.25 | 303,57 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Gullkarfi | 7.2.25 | 380,21 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 1.528 kg |
Skarkoli | 1.359 kg |
Sandkoli | 735 kg |
Steinbítur | 105 kg |
Grásleppa | 30 kg |
Ýsa | 25 kg |
Samtals | 3.782 kg |
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Langa | 75 kg |
Steinbítur | 47 kg |
Ýsa | 31 kg |
Þorskur | 28 kg |
Samtals | 181 kg |
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Þorskur | 460 kg |
Langa | 172 kg |
Ýsa | 93 kg |
Steinbítur | 43 kg |
Keila | 7 kg |
Samtals | 775 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 7.2.25 | 606,34 kr/kg |
Þorskur, slægður | 7.2.25 | 509,42 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 7.2.25 | 460,29 kr/kg |
Ýsa, slægð | 7.2.25 | 248,47 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 7.2.25 | 247,20 kr/kg |
Ufsi, slægður | 7.2.25 | 303,57 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Gullkarfi | 7.2.25 | 380,21 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 1.528 kg |
Skarkoli | 1.359 kg |
Sandkoli | 735 kg |
Steinbítur | 105 kg |
Grásleppa | 30 kg |
Ýsa | 25 kg |
Samtals | 3.782 kg |
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Langa | 75 kg |
Steinbítur | 47 kg |
Ýsa | 31 kg |
Þorskur | 28 kg |
Samtals | 181 kg |
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Þorskur | 460 kg |
Langa | 172 kg |
Ýsa | 93 kg |
Steinbítur | 43 kg |
Keila | 7 kg |
Samtals | 775 kg |