Eldur kviknaði í bátnum Gosa fyrir utan Rif í morgun. Að sögn Landhelgisgæslunnar er búið að bjarga manninum sem var um borð.
Þyrla Gæslunnar var því afturkölluð.
Uppfært kl. 10.17:
Maðurinn komst í björgunarbúning og var honum bjargað úr sjónum af nærliggjandi fiskibáti.
Að sögn Ásgríms L. Ásgrímssonar, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni, voru kallaðar út allar mögulegar bjargir vegna eldsvoðans, bæði þyrla Gæslunnar og sjóbjörgunarsveitir á Snæfellsnesi.
Björgunarskipið Björg frá Rifi er á leiðinni á staðinn og stendur til að færa manninn þangað yfir.
Vegna þess hve báturinn var skammt frá landi barst Gæslunni tilkynning frá fólki í landi sem varð vart við eld og reyk í bát undan Snæfellsnesi, norður af Rifi.
Ásgrímur segir að veður og sjólag hafi verið gott. Hann hefur ekki upplýsingar um eldsupptök.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.3.25 | 485,00 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.3.25 | 504,95 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.3.25 | 246,88 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.3.25 | 227,54 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.3.25 | 34,80 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.3.25 | 201,74 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 19.3.25 | 11,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.3.25 | 188,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.3.25 | 225,47 kr/kg |
21.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 4.889 kg |
Ýsa | 4.778 kg |
Steinbítur | 2.289 kg |
Hlýri | 40 kg |
Keila | 22 kg |
Skarkoli | 6 kg |
Samtals | 12.024 kg |
21.3.25 Elli P SU 206 Línutrekt | |
---|---|
Steinbítur | 4.662 kg |
Þorskur | 434 kg |
Skarkoli | 41 kg |
Samtals | 5.137 kg |
21.3.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína | |
---|---|
Ýsa | 2.585 kg |
Langa | 978 kg |
Keila | 158 kg |
Karfi | 71 kg |
Ufsi | 54 kg |
Steinbítur | 24 kg |
Samtals | 3.870 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.3.25 | 485,00 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.3.25 | 504,95 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.3.25 | 246,88 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.3.25 | 227,54 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.3.25 | 34,80 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.3.25 | 201,74 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 19.3.25 | 11,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.3.25 | 188,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.3.25 | 225,47 kr/kg |
21.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 4.889 kg |
Ýsa | 4.778 kg |
Steinbítur | 2.289 kg |
Hlýri | 40 kg |
Keila | 22 kg |
Skarkoli | 6 kg |
Samtals | 12.024 kg |
21.3.25 Elli P SU 206 Línutrekt | |
---|---|
Steinbítur | 4.662 kg |
Þorskur | 434 kg |
Skarkoli | 41 kg |
Samtals | 5.137 kg |
21.3.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína | |
---|---|
Ýsa | 2.585 kg |
Langa | 978 kg |
Keila | 158 kg |
Karfi | 71 kg |
Ufsi | 54 kg |
Steinbítur | 24 kg |
Samtals | 3.870 kg |