Færeyingar takmarka leiftradráp

Alls voru drepnir yfir 1.400 leiftrar í Skálafirði í Færeyjum …
Alls voru drepnir yfir 1.400 leiftrar í Skálafirði í Færeyjum á síðasta ári. Ljósmynd/Bjarni Árting Rubeksen

Yf­ir­völd í Fær­eyj­um hyggj­ast tak­marka leiftra­dráp. Há­marks­fjöldi tak­mark­ast nú við 500 höfr­unga en veiðarn­ar hafa sætt tals­verðri gagn­rýni víðs veg­ar um heim.

„Til­laga um að ár­leg afla­heim­ild tak­markist við 500 leiftra hef­ur nú verið lögð fram til bráðabirgða árin 2022 og 2023 af hálfu sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­inu,“ seg­ir í til­kynn­ingu sem fær­eysk stjórn­völd sendu frá sér í dag. Fyr­ir­hugaðar tak­mark­an­ir eru sett­ar eft­ir óvenju­lega mikla veiði á höfr­ung­um í sept­em­ber í fyrra, en þá voru drepn­ir 1.428 leiftr­ar.

„Það eru ýmis þætt­ir í tengsl­um við þá veiði sem voru ófull­nægj­andi, hve mik­ill fjöldi höfr­unga var veidd­ur,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. BBC grein­ir frá.

Hefð í gegn­um ald­irn­ar

Hefð er fyr­ir því í Fær­eyj­um að stunda grinda­dráp, þar sem sjó­menn um­kringja grind­ar­hvali eða aðrar höfr­unga­teg­und­ir með bát­um sín­um og reka þá inn í grunna flóa þar sem þeir stranda. Sjó­menn á fjör­unni drepa þá síðan með sér­út­bún­um hníf­um eða spjót­um.

Á hverju sumri birt­ast mynd­ir af þess­ari at­höfn ná­granna okk­ar og hafa Fær­ey­ing­ar sætt tals­verðri gagn­rýni af hálfu dýr­vernd­un­ar­sinna sem segja at­höfn­ina vera villi­manns­leg. En heima­menn telja sterk rök liggja að baki at­hæfi sínu þar sem dýr­in hafa fætt þjóðina öld­um sam­an.

Eins og er þá ná fyr­ir­ætlaðar tak­mark­an­ir ein­ung­is til leiftra­dráps.

Upp­fært 11. júlí: Upp­haf­lega var í frétt­inni aðeins rætt um höfr­unga eins og greint var frá á AFP og í um­fjöll­un BBC. Rétt er að nýj­ar regl­ur ná til ákveðinn­ar und­ir­teg­und­ar höfr­unga, nán­ar til tekið leiftra og hef­ur frétt­in verið leiðrétt með til­liti til þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 568,38 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 470,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 371,59 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,33 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,04 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 228,01 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Málmey SK 1 Botnvarpa
Þorskur 115.051 kg
Ýsa 48.879 kg
Steinbítur 21.170 kg
Þykkvalúra 6.946 kg
Skarkoli 3.022 kg
Grásleppa 1.014 kg
Karfi 925 kg
Langa 297 kg
Hlýri 217 kg
Ufsi 54 kg
Sandkoli 7 kg
Samtals 197.582 kg
26.3.25 Hafey SK 10 Grásleppunet
Rauðmagi 19 kg
Samtals 19 kg
26.3.25 Már SK 90 Grásleppunet
Grásleppa 1.762 kg
Þorskur 110 kg
Skarkoli 13 kg
Rauðmagi 12 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 1.900 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 568,38 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 470,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 371,59 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,33 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,04 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 228,01 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Málmey SK 1 Botnvarpa
Þorskur 115.051 kg
Ýsa 48.879 kg
Steinbítur 21.170 kg
Þykkvalúra 6.946 kg
Skarkoli 3.022 kg
Grásleppa 1.014 kg
Karfi 925 kg
Langa 297 kg
Hlýri 217 kg
Ufsi 54 kg
Sandkoli 7 kg
Samtals 197.582 kg
26.3.25 Hafey SK 10 Grásleppunet
Rauðmagi 19 kg
Samtals 19 kg
26.3.25 Már SK 90 Grásleppunet
Grásleppa 1.762 kg
Þorskur 110 kg
Skarkoli 13 kg
Rauðmagi 12 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 1.900 kg

Skoða allar landanir »