Gömul bátahefð við Breiðafjörð

Súðbyrðingar. Hvert borð í byrðingnum leggst ofan á brún næsta …
Súðbyrðingar. Hvert borð í byrðingnum leggst ofan á brún næsta borðs fyrir neðan, líkt og skarsúðuð þakklæðning. Ljósmynd/Haukur Sigvaldason

Báta­dag­ar á Breiðafirði verða haldn­ir laug­ar­dag­inn 9. júlí, ef veður leyf­ir. Það er Fé­lag áhuga­manna um Báta­safn Breiðafjarðar á Reyk­hól­um sem gengst fyr­ir báta­hátíðinni, nú í fimmtánda sinn.

„Upp­hafið var að við sigld­um í hóp á göml­um tré­bát­um, opn­um súðbyrðing­um. Oft hafa þetta verið 6-8 bát­ar en voru 20 þegar þeir voru flest­ir. Þá komu menn vest­an af fjörðum og sunn­an úr Reykja­vík til að vera með. Þess­ir bát­ar eru að týna töl­unni, en nokkr­um er haldið gang­andi,“ seg­ir Hafliði Aðal­steins­son, skipa­smíðameist­ari og húsa­smiður.

Súðbyrðing­arn­ir eru 6-9 metra lang­ir og flest­ir með breiðfirsku lagi. All­ir bát­arn­ir eru vél­knún­ir en nokkr­ir einnig með segla­búnað og draga þau upp í hag­stæðum byr, þó ekki í hóp­sigl­ing­unni. Í seinni tíð hafa ný­tísku­legri bát­ar einnig sleg­ist í hóp­inn. Oft fer björg­un­ar­sveit­ar­bát­ur með eða hraðbát­ur sem get­ur brugðist skjótt við ef eitt­hvað ber út af.

Voru sam­göngu­tæki síns tíma

„Sex metra löngu bát­arn­ir voru mikið notaðir við nýt­ingu hlunn­inda, eins og æðard­ún, sel­veiði og þess hátt­ar. Stærri bát­arn­ir voru notaðir til flutn­inga bæði á Breiðafjarðareyj­um og nesj­un­um áður en veg­ir komu heim að öll­um bæj­um við inn­an­verðan Breiðafjörð,“ seg­ir Hafliði. „Minnstu bát­arn­ir, fjög­urra manna för­in, voru til á öll­um bæj­um sem áttu land að sjó. Meðan versl­un­in var í Flat­ey fóru menn í versl­un­ar­ferðir á þess­um litlu horn­um.“

Opnir bátarnir voru notaðir við hlunnindanytjar og eins þegar farið …
Opn­ir bát­arn­ir voru notaðir við hlunn­ind­anytj­ar og eins þegar farið var í kaupstað að afla vista. Þeir eru vél­knún­ir í dag. Ljós­mynd/​Hauk­ur Sig­valda­son

Flest­ir bát­anna voru smíðaðir þegar vél­væðing­in var að taka við á ár­un­um 1930-1950. Örfá­ir eru yngri.

Siglt verður frá Reyk­hól­um til Hvallátra og aft­ur til baka. Ekki er farið í sigl­ing­una nema veðrið sé mjög gott. Ann­ars verður þetta ekki skemmti­ferð. Þurfi að fresta ferðinni verður farið seinna í sum­ar. Siglt er á milli skerja stór­an hluta leiðar­inn­ar og hún er ekki nema fyr­ir þaul­kunn­uga. Hafliði er upp­al­inn í Hvallátr­um og þekk­ir leiðina vel. Bróðir hans er svo í öðrum báti og þeir lóðsa bát­ana á milli skerj­anna. Meðal ann­ars verður siglt um sund sem eru á þurru um fjör­una og því þarf að sæta sjáv­ar­föll­um.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu 7. júlí. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.3.25 530,00 kr/kg
Þorskur, slægður 24.3.25 529,27 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.3.25 294,15 kr/kg
Ýsa, slægð 24.3.25 219,13 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.3.25 194,61 kr/kg
Ufsi, slægður 24.3.25 225,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 24.3.25 247,89 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.3.25 Vestmannaey VE 54 Botnvarpa
Ýsa 6.448 kg
Skarkoli 713 kg
Þykkvalúra 222 kg
Samtals 7.383 kg
24.3.25 Guðborg NS 336 Grásleppunet
Grásleppa 500 kg
Þorskur 400 kg
Skarkoli 59 kg
Samtals 959 kg
24.3.25 Fálkatindur NS 99 Grásleppunet
Grásleppa 390 kg
Þorskur 292 kg
Skarkoli 66 kg
Samtals 748 kg
24.3.25 Egill ÍS 77 Dragnót
Steinbítur 8.606 kg
Þorskur 353 kg
Skarkoli 311 kg
Sandkoli 158 kg
Ýsa 143 kg
Grásleppa 48 kg
Þykkvalúra 18 kg
Samtals 9.637 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.3.25 530,00 kr/kg
Þorskur, slægður 24.3.25 529,27 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.3.25 294,15 kr/kg
Ýsa, slægð 24.3.25 219,13 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.3.25 194,61 kr/kg
Ufsi, slægður 24.3.25 225,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 24.3.25 247,89 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.3.25 Vestmannaey VE 54 Botnvarpa
Ýsa 6.448 kg
Skarkoli 713 kg
Þykkvalúra 222 kg
Samtals 7.383 kg
24.3.25 Guðborg NS 336 Grásleppunet
Grásleppa 500 kg
Þorskur 400 kg
Skarkoli 59 kg
Samtals 959 kg
24.3.25 Fálkatindur NS 99 Grásleppunet
Grásleppa 390 kg
Þorskur 292 kg
Skarkoli 66 kg
Samtals 748 kg
24.3.25 Egill ÍS 77 Dragnót
Steinbítur 8.606 kg
Þorskur 353 kg
Skarkoli 311 kg
Sandkoli 158 kg
Ýsa 143 kg
Grásleppa 48 kg
Þykkvalúra 18 kg
Samtals 9.637 kg

Skoða allar landanir »