Þóra Birna Ingvarsdóttir
Síldarvinnslan hf. hefur fest kaup á öllu hlutafé Vísis hf. Mun Vísir þar með verða dótturfélag Síldarvinnslunnar en hluthafar Vísis fá hlut í Síldarvinnslunni.
„Við teljum að þessi sátt í samfélaginu byggi svolítið á því að þessi fyrirtæki fari á markað. Hluthafar Vísis eru komnir með sitt fyrirtæki á markað í gegnum Síldarvinnsluna og uppbygging sameiginlegs félags er þá í bolfiskinum hérna,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, í samtali við Morgunblaðið.
„Við erum búnir að vera að styrkja stoðir félagsins lengi. Miðað við þær viðmiðunarreglur sem gilda í dag um kvóta má segja að við séum að taka stórt skref,“ segir Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Gunnþór telur mikil tækifæri fólgin í samlegð félaganna. „Það liggur fyrir að síldarvinnslan hefur bætt við sig heimildum í bolfiski, á meðan Vísir er sterkt bolfisksfélag og lagt mikið í hátæknivinnslu í Grindavík.“
Pétur segir Grindavík bjóða upp á mikla vaxtarmöguleika. „Við erum með staðsetninguna, nálægt útflutningshöfnum og flugvellinum, hátæknivinnslur sem búið er að fjárfesta í og þjálfaðan mannafla.“
Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, kveðst þá í samtali við Morgunblaðið vonast til að þessi kaup verði til þess að starfsemin eflist enn frekar.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 31.1.25 | 497,52 kr/kg |
Þorskur, slægður | 31.1.25 | 652,47 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 31.1.25 | 447,15 kr/kg |
Ýsa, slægð | 31.1.25 | 330,59 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 31.1.25 | 261,54 kr/kg |
Ufsi, slægður | 31.1.25 | 302,66 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 31.1.25 | 206,24 kr/kg |
1.2.25 Háey I ÞH 295 Lína | |
---|---|
Þorskur | 563 kg |
Ýsa | 278 kg |
Keila | 178 kg |
Hlýri | 175 kg |
Ufsi | 29 kg |
Steinbítur | 20 kg |
Karfi | 3 kg |
Samtals | 1.246 kg |
1.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa | |
---|---|
Hlýri | 483 kg |
Karfi | 303 kg |
Grálúða | 4 kg |
Ufsi | 3 kg |
Grásleppa | 3 kg |
Steinbítur | 2 kg |
Samtals | 798 kg |
31.1.25 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 439 kg |
Samtals | 439 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 31.1.25 | 497,52 kr/kg |
Þorskur, slægður | 31.1.25 | 652,47 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 31.1.25 | 447,15 kr/kg |
Ýsa, slægð | 31.1.25 | 330,59 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 31.1.25 | 261,54 kr/kg |
Ufsi, slægður | 31.1.25 | 302,66 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 31.1.25 | 206,24 kr/kg |
1.2.25 Háey I ÞH 295 Lína | |
---|---|
Þorskur | 563 kg |
Ýsa | 278 kg |
Keila | 178 kg |
Hlýri | 175 kg |
Ufsi | 29 kg |
Steinbítur | 20 kg |
Karfi | 3 kg |
Samtals | 1.246 kg |
1.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa | |
---|---|
Hlýri | 483 kg |
Karfi | 303 kg |
Grálúða | 4 kg |
Ufsi | 3 kg |
Grásleppa | 3 kg |
Steinbítur | 2 kg |
Samtals | 798 kg |
31.1.25 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 439 kg |
Samtals | 439 kg |