Guðni Einarsson
Þrjátíu langreyðar höfðu verið veiddar á þessari vertíð í gær. Bræla og þoka hafa hamlað veiðunum undanfarið, að sögn Kristjáns Loftssonar, framkvæmdastjóra Hvals hf.
Breyting Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra á reglugerð um hvalveiðar er nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda (samrad.is). Umsagnarfrestur er til 21. júlí.
Lagt er til að skipstjórar hvalveiðiskipa tilnefni dýravelferðarfulltrúa úr áhöfn sem ber ábyrgð á því að rétt sé staðið að velferð hvala við veiðar.
Dýravelferðarfulltrúarnir þurfa að sækja námskeið samþykkt af Matvælastofnun. Þeir eiga að safna gögnum um veiðarnar og gera myndskeið. Afhenda á eftirlitsdýralækni öll gögn og myndefnið.
Kristján segir að Hvalur hf. muni kynna sér þessa breytingartillögu og senda umsögn um málið.
Hann segir að norski dýralæknirinn dr. Egil Ole Øen hafi gert úttekt á hvalveiðunum 2014 og dánartíma dýranna fyrir Fiskistofu. Skýrslu um rannsóknina var skilað í febrúar 2015. Øen hafði lengi rannsakað hvalveiðar í Noregi. Hann fór út með íslensku hvalbátunum 2014 og fylgdist með veiðum á 50 langreyðum.
Af hvölunum 50 dóu 42 (84%) samstundis við skotið. Átta hvalir voru tvískotnir. Þeir lifðu að meðaltali átta mínútur eftir fyrra skotið. Skot í brjósthol, nálægt brjósthrygg, hálsi eða heila ollu dauða á augabragði. Öll dýrin náðust og ekkert þeirra týndist. Einnig rannsakaði Øen hvern hval þegar hann var fleginn og krufinn og hvaða áhrif sprengioddur skutulsins hafði haft.
Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
26.12.24 Sjöfn SH 4 Plógur | |
---|---|
Ígulker Hvf C | 1.236 kg |
Samtals | 1.236 kg |
26.12.24 Fjóla SH 7 Plógur | |
---|---|
Ígulker Hvf C | 1.140 kg |
Samtals | 1.140 kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
26.12.24 Sjöfn SH 4 Plógur | |
---|---|
Ígulker Hvf C | 1.236 kg |
Samtals | 1.236 kg |
26.12.24 Fjóla SH 7 Plógur | |
---|---|
Ígulker Hvf C | 1.140 kg |
Samtals | 1.140 kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |