Inga Þóra Pálsdóttir
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur ekki miklar áhyggjur af kaupum Síldarvinnslunnar hf. á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi. Telur hann ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af byggðaröskun, það tilheyri að mestu leyti fortíðinni.
Þetta kom fram í máli ráðherrans í samtali við mbl.is að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði við mbl.is í morgun að hún hefði áhyggjur af samþjöppun í geiranum og byggðaröskun vegna sölunnar.
Spurður hvort hann hefði áhyggjur af því að kvótinn væri nú að safnast á hendur örfárra sagði Bjarni:
„Við erum með reglur um þau mál og svona viðskipti fara bara í skoðun samkvæmt þeim reglum. Ég hef enga sérstaka ástæðu til að ætla að það sé verið að fara á svig við þær reglur í þessum viðskiptum.
Það koma bæði til sögunnar samkeppnisleg sjónarmið en líka þessar reglur sem varða það hversu miklar heildarheimildir séu á einni hendi. Við þurfum að hafa í huga að útgerðarfyrirtækin eru meðal annars að keppa á alþjóðlegum mörkuðum og þar eru miklu stærri hákarlar en það félag sem hérna á undir.“
Hefur þú áhyggjur af byggðaröskun?
„Mér finnst umræðan um byggðaröskun í sjálfu sér vera ómur af því sem að gerðist í fortíðinni. Þar að segja eftir að framsalið var gefið frjálst og aflaheimildir tóku að safnast á færri hendur og við þurftum að fækka í fiskiskipaflotanum þá varð víða mikil byggðaröskun, en þetta er hluti af liðnum tíma að mestu leyti.
Í þessu tiltekna máli get ég vel skilið að það vakni upp einhverjar slíkar tilfinningar en ég sé engin merki um að það sé ástæða til að hafa miklar áhyggjur af því hér.“
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.1.25 | 594,95 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.1.25 | 681,62 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.1.25 | 408,59 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.1.25 | 301,69 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.1.25 | 245,35 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.1.25 | 302,81 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.1.25 | 328,80 kr/kg |
22.1.25 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 749 kg |
Grásleppa | 14 kg |
Hlýri | 10 kg |
Ýsa | 10 kg |
Ufsi | 7 kg |
Samtals | 790 kg |
22.1.25 Ósk ÞH 54 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 123 kg |
Ufsi | 10 kg |
Samtals | 133 kg |
22.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet | |
---|---|
Ufsi | 1.618 kg |
Þorskur | 895 kg |
Karfi | 84 kg |
Samtals | 2.597 kg |
22.1.25 Gjafar ÍS 72 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 2.885 kg |
Þorskur | 1.021 kg |
Steinbítur | 291 kg |
Skarkoli | 19 kg |
Langa | 10 kg |
Karfi | 6 kg |
Hlýri | 2 kg |
Samtals | 4.234 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.1.25 | 594,95 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.1.25 | 681,62 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.1.25 | 408,59 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.1.25 | 301,69 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.1.25 | 245,35 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.1.25 | 302,81 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.1.25 | 328,80 kr/kg |
22.1.25 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 749 kg |
Grásleppa | 14 kg |
Hlýri | 10 kg |
Ýsa | 10 kg |
Ufsi | 7 kg |
Samtals | 790 kg |
22.1.25 Ósk ÞH 54 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 123 kg |
Ufsi | 10 kg |
Samtals | 133 kg |
22.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet | |
---|---|
Ufsi | 1.618 kg |
Þorskur | 895 kg |
Karfi | 84 kg |
Samtals | 2.597 kg |
22.1.25 Gjafar ÍS 72 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 2.885 kg |
Þorskur | 1.021 kg |
Steinbítur | 291 kg |
Skarkoli | 19 kg |
Langa | 10 kg |
Karfi | 6 kg |
Hlýri | 2 kg |
Samtals | 4.234 kg |