Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að fréttir og viðtöl af kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík séu eins og sena úr Verbúðinni. Gagnrýnir hann stjórnvöld fyrir að láta umræðu takmarkast við kvótaþak og samkeppnissjónarmið í færslu á Facebook í dag.
„Meðfylgjandi greining á kaupverðinu bendir eindregið til þess að kaupverðið taki EKKI mikið mið af rekstri eða rekstrarárangri Vísis heldur skýrist fyrst og fremst af hlutdeild Vísis í þorskkvótanum - einmitt, kvótanum sem er eða á að heita þjóðareign,“ skrifar Dagur.
Helstu fyrirtæki í sjávarútvegi séu þar með að lýsa yfir því að ekkert sé að marka „orð og fyrirheit stjórnmálanna“ um að innheimta eigi eðlilegan arð af auðlindinni, þannig að þeir fjármunir renni til þjóðarinnar og að engar breytingar séu á því líklegar.
„Á sama tíma horfum við upp á vanfjármagnað heilbrigðis- og velferðarkerfi án þess að lausnir á því séu í sjónmáli. Er eðlilegt að viðbrögð stjórnmálanna takmarkist við umræðu um kvótaþak og samkeppnissjónarmið? Á þetta bara að vera svona?,“ spyr Dagur.
Síldarvinnslan festi fyrr í vikunni kaup á útgerðarfélaginu Vísi í Grindavík. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins og hluthafafundar en því hefur verið lofað að starfsemin verði áfram í Grindavík.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.1.25 | 588,19 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.1.25 | 699,31 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.1.25 | 469,24 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.1.25 | 380,87 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.1.25 | 274,77 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.1.25 | 323,86 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.1.25 | 254,99 kr/kg |
22.1.25 Vigur SF 80 Lína | |
---|---|
Þorskur | 992 kg |
Ýsa | 25 kg |
Langa | 16 kg |
Steinbítur | 12 kg |
Keila | 9 kg |
Samtals | 1.054 kg |
22.1.25 Dagrún HU 121 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 426 kg |
Samtals | 426 kg |
22.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 1.744 kg |
Þorskur | 257 kg |
Keila | 128 kg |
Hlýri | 55 kg |
Karfi | 9 kg |
Samtals | 2.193 kg |
22.1.25 Agnar BA 125 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 2.941 kg |
Ýsa | 487 kg |
Samtals | 3.428 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.1.25 | 588,19 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.1.25 | 699,31 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.1.25 | 469,24 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.1.25 | 380,87 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.1.25 | 274,77 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.1.25 | 323,86 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.1.25 | 254,99 kr/kg |
22.1.25 Vigur SF 80 Lína | |
---|---|
Þorskur | 992 kg |
Ýsa | 25 kg |
Langa | 16 kg |
Steinbítur | 12 kg |
Keila | 9 kg |
Samtals | 1.054 kg |
22.1.25 Dagrún HU 121 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 426 kg |
Samtals | 426 kg |
22.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 1.744 kg |
Þorskur | 257 kg |
Keila | 128 kg |
Hlýri | 55 kg |
Karfi | 9 kg |
Samtals | 2.193 kg |
22.1.25 Agnar BA 125 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 2.941 kg |
Ýsa | 487 kg |
Samtals | 3.428 kg |