48 veiðidagar gætu þurft 21 þúsund tonn

Fjöldi strandveiðibáta hefur tekið þátt í veiðum ársins. Ef tryggja …
Fjöldi strandveiðibáta hefur tekið þátt í veiðum ársins. Ef tryggja ætti hverjum bát 48 veiðidaga gæti það kallað á að töluverðum aflaheimildum yrði ráðstafað í veiðarnar. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Lítið er eftir að þeim aflaheimildum sem ætlaðar eru strandveiðum í ár þrátt fyrir að heimildir sem veiðunum er ráðstafað hafi aldrei verið meiri og þær hafi aldrei verið stærra hlutfall af vísindalega ráðlagðri hámarksveiði. Aflaheimildir sem ætlað er strandveiðum hefur ekki þurft að sæta skerðingum vegna minnkandi ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar eins og aðrar veiðar.

Alls hafa 702 bátar tekið þátt í strandveiðunum í ár og er það mesta þátttaka síðan 2010 þegar 741 bátur tók þátt, en það ár var veiðunum aðeins ráðstafað um 5 þúsund tonnum af þorski. Gott afurðaverð er talið meginástæða þess að þátttakan er eins mikil og raun ber vitni.

Í lok maí voru 24 róðrar eftir

Í ár var gert ráð fyrir að strandveiðibátarnir fengju að veiða 10 þúsund tonn af þorski, tvöfalt meira en árið 2010. Fljótt varð þó ljóst að þessi afli myndi seint duga til þess að allir bátar myndu ná að róa þá 12 daga sem heimilt er að veiða hvern mánuð á tímabilinu; maí, júní, júlí og ágúst.

Fjallaði Morgunblaðið um það í lok maí að miðað við þátttöku og aflabrögð væri hver bátur með að hámarki 24 róðra eftir.

Þá felst einnig vandi í að margir velji að róa frá Vestfjörðum þar sem verðmætasti þorskurinn er frá upphafi tímabilsins, en hann kemur síðar á önnur svæði og dreifist því ekki ágóði veiðanna um landið. Hafa strandveiðisjómenn á Norðausturlandi, Austurlandi og Suðausturlandi bent á galla þessa fyrirkomulags þar sem þeir geta ekki veitt til jafns við aðra áður en strandveiðipotturinn klárast.

Dugar skammt

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra tilkynnti 7. júlí síðastliðinn að aflaheimildum fyrir 1.074 tonn af þorski yrði bætt við strandveiðipottinn.

Bæði Strandveiðifélag Íslands og Landssamband smábátaeigenda (LS) fögnuðu viðbótinni en þeim þótti ljóst að þúsund tonn myndu ekki duga til að tryggja veiðar allra báta út ágústmánuð. Hefur til að mynda Strandveiðifélagið lagt til að bæta eigi við um 3.000 tonnum með því að skerða byggðakvóta næsta fiskveiðiárs sem ekki fer til dagróðrabáta, sem og rækju- og skelbætur fiskveiðiársins sem hefst 1. september. Fátt bendir þó til þess að slíkar tillögur nái fram að ganga þar sem veiði þessa fiskveiðiárs myndi þá vera komin yfir vísindalega ráðlagða hámarksveiði.

Hagsmunafélögin tvö hafa talið mikilvægt að tryggja hverjum bát 48 veiðidaga til að leysa ágalla kerfisins, en miðað við meðalafla í þorski á yfirstandandi tímabili myndi það þýða að veiðarnar á næsta fiskveiðiári þyrftu heimild til að veiða yfir 21 þúsund tonn af þorski ef þátttakan yrði sú sama og nú. Enn meiri ef þátttakan er meiri. Hvaðan á að taka 10 þúsund tonna veiðiheimildir umfram það sem veitt hefur verið í ár er ekki vitað.

Áhrif á fiskistofna

Svandís hefur talið fyrirkomulag strandveiðanna misheppnað og mun leggja fyrir Alþingi fumvarp um endurupptöku svæðisskiptingar strandveiða til að tryggja að takmörkuðum afla sé dreift með sanngjarnari hætti um landið.

Hagsmunaaðilar og stjórnmálamenn hafa gagnrýnt tillöguna og telja að auka megi strandveiðar utan ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar án þess að það hafi áhrif á þorskstofninn. Slíkum fullyrðingum hefur Hafrannsóknastofnun vísað á bug með afdráttarlausum hætti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 584,95 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 698,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 469,07 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 276,61 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 255,30 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Viktor Sig HU 66 Handfæri
Ufsi 686 kg
Þorskur 294 kg
Karfi 42 kg
Samtals 1.022 kg
22.1.25 Von HU 170 Þorskfisknet
Ufsi 3.936 kg
Þorskur 1.001 kg
Samtals 4.937 kg
22.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 466 kg
Ýsa 356 kg
Keila 116 kg
Hlýri 32 kg
Karfi 6 kg
Samtals 976 kg
22.1.25 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 846 kg
Keila 260 kg
Ýsa 137 kg
Karfi 83 kg
Hlýri 58 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 1.394 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 584,95 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 698,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 469,07 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 276,61 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 255,30 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Viktor Sig HU 66 Handfæri
Ufsi 686 kg
Þorskur 294 kg
Karfi 42 kg
Samtals 1.022 kg
22.1.25 Von HU 170 Þorskfisknet
Ufsi 3.936 kg
Þorskur 1.001 kg
Samtals 4.937 kg
22.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 466 kg
Ýsa 356 kg
Keila 116 kg
Hlýri 32 kg
Karfi 6 kg
Samtals 976 kg
22.1.25 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 846 kg
Keila 260 kg
Ýsa 137 kg
Karfi 83 kg
Hlýri 58 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 1.394 kg

Skoða allar landanir »