48 veiðidagar gætu þurft 21 þúsund tonn

Fjöldi strandveiðibáta hefur tekið þátt í veiðum ársins. Ef tryggja …
Fjöldi strandveiðibáta hefur tekið þátt í veiðum ársins. Ef tryggja ætti hverjum bát 48 veiðidaga gæti það kallað á að töluverðum aflaheimildum yrði ráðstafað í veiðarnar. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Lítið er eft­ir að þeim afla­heim­ild­um sem ætlaðar eru strand­veiðum í ár þrátt fyr­ir að heim­ild­ir sem veiðunum er ráðstafað hafi aldrei verið meiri og þær hafi aldrei verið stærra hlut­fall af vís­inda­lega ráðlagðri há­marks­veiði. Afla­heim­ild­ir sem ætlað er strand­veiðum hef­ur ekki þurft að sæta skerðing­um vegna minnk­andi ráðgjaf­ar Haf­rann­sókna­stofn­un­ar eins og aðrar veiðar.

Alls hafa 702 bát­ar tekið þátt í strand­veiðunum í ár og er það mesta þátt­taka síðan 2010 þegar 741 bát­ur tók þátt, en það ár var veiðunum aðeins ráðstafað um 5 þúsund tonn­um af þorski. Gott afurðaverð er talið megin­á­stæða þess að þátt­tak­an er eins mik­il og raun ber vitni.

Í lok maí voru 24 róðrar eft­ir

Í ár var gert ráð fyr­ir að strand­veiðibát­arn­ir fengju að veiða 10 þúsund tonn af þorski, tvö­falt meira en árið 2010. Fljótt varð þó ljóst að þessi afli myndi seint duga til þess að all­ir bát­ar myndu ná að róa þá 12 daga sem heim­ilt er að veiða hvern mánuð á tíma­bil­inu; maí, júní, júlí og ág­úst.

Fjallaði Morg­un­blaðið um það í lok maí að miðað við þátt­töku og afla­brögð væri hver bát­ur með að há­marki 24 róðra eft­ir.

Þá felst einnig vandi í að marg­ir velji að róa frá Vest­fjörðum þar sem verðmæt­asti þorsk­ur­inn er frá upp­hafi tíma­bils­ins, en hann kem­ur síðar á önn­ur svæði og dreif­ist því ekki ágóði veiðanna um landið. Hafa strand­veiðisjó­menn á Norðaust­ur­landi, Aust­ur­landi og Suðaust­ur­landi bent á galla þessa fyr­ir­komu­lags þar sem þeir geta ekki veitt til jafns við aðra áður en strand­veiðipott­ur­inn klár­ast.

Dug­ar skammt

Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra til­kynnti 7. júlí síðastliðinn að afla­heim­ild­um fyr­ir 1.074 tonn af þorski yrði bætt við strand­veiðipott­inn.

Bæði Strand­veiðifé­lag Íslands og Lands­sam­band smá­báta­eig­enda (LS) fögnuðu viðbót­inni en þeim þótti ljóst að þúsund tonn myndu ekki duga til að tryggja veiðar allra báta út ág­úst­mánuð. Hef­ur til að mynda Strand­veiðifé­lagið lagt til að bæta eigi við um 3.000 tonn­um með því að skerða byggðakvóta næsta fisk­veiðiárs sem ekki fer til dagróðrabáta, sem og rækju- og skel­bæt­ur fisk­veiðiárs­ins sem hefst 1. sept­em­ber. Fátt bend­ir þó til þess að slík­ar til­lög­ur nái fram að ganga þar sem veiði þessa fisk­veiðiárs myndi þá vera kom­in yfir vís­inda­lega ráðlagða há­marks­veiði.

Hags­muna­fé­lög­in tvö hafa talið mik­il­vægt að tryggja hverj­um bát 48 veiðidaga til að leysa ágalla kerf­is­ins, en miðað við meðalafla í þorski á yf­ir­stand­andi tíma­bili myndi það þýða að veiðarn­ar á næsta fisk­veiðiári þyrftu heim­ild til að veiða yfir 21 þúsund tonn af þorski ef þátt­tak­an yrði sú sama og nú. Enn meiri ef þátt­tak­an er meiri. Hvaðan á að taka 10 þúsund tonna veiðiheim­ild­ir um­fram það sem veitt hef­ur verið í ár er ekki vitað.

Áhrif á fiski­stofna

Svandís hef­ur talið fyr­ir­komu­lag strand­veiðanna mis­heppnað og mun leggja fyr­ir Alþingi fum­varp um end­urupp­töku svæðis­skipt­ing­ar strand­veiða til að tryggja að tak­mörkuðum afla sé dreift með sann­gjarn­ari hætti um landið.

Hags­munaaðilar og stjórn­mála­menn hafa gagn­rýnt til­lög­una og telja að auka megi strand­veiðar utan ráðgjaf­ar Haf­rann­sókna­stofn­un­ar án þess að það hafi áhrif á þorsk­stofn­inn. Slík­um full­yrðing­um hef­ur Haf­rann­sókna­stofn­un vísað á bug með af­drátt­ar­laus­um hætti.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.3.25 536,76 kr/kg
Þorskur, slægður 30.3.25 621,48 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.3.25 341,11 kr/kg
Ýsa, slægð 30.3.25 265,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.3.25 170,00 kr/kg
Ufsi, slægður 30.3.25 234,10 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 30.3.25 254,95 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.25 Huld SH 76 Handfæri
Þorskur 1.026 kg
Samtals 1.026 kg
29.3.25 Stakkhamar SH 220 Lína
Ýsa 3.277 kg
Langa 1.098 kg
Keila 252 kg
Karfi 214 kg
Ufsi 155 kg
Þorskur 16 kg
Steinbítur 15 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 5.037 kg
29.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.957 kg
Ýsa 2.035 kg
Langa 362 kg
Steinbítur 24 kg
Keila 24 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 7.425 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.3.25 536,76 kr/kg
Þorskur, slægður 30.3.25 621,48 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.3.25 341,11 kr/kg
Ýsa, slægð 30.3.25 265,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.3.25 170,00 kr/kg
Ufsi, slægður 30.3.25 234,10 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 30.3.25 254,95 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.25 Huld SH 76 Handfæri
Þorskur 1.026 kg
Samtals 1.026 kg
29.3.25 Stakkhamar SH 220 Lína
Ýsa 3.277 kg
Langa 1.098 kg
Keila 252 kg
Karfi 214 kg
Ufsi 155 kg
Þorskur 16 kg
Steinbítur 15 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 5.037 kg
29.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.957 kg
Ýsa 2.035 kg
Langa 362 kg
Steinbítur 24 kg
Keila 24 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 7.425 kg

Skoða allar landanir »