Kaupin á Vísi hluti af nauðsynlegum breytingum

Svanur Guðmundsson segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi sé mikilvægur liður …
Svanur Guðmundsson segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi sé mikilvægur liður í að þróa fyrirtæki sem standast alþjóðlega samkeppni. Ljósmynd/Aðsend

„Það er borin von að við náum vopnum okkar á alþjóðamarkaði ef stjórnmálamenn hér heima hafa það að meginmarkmiði að hindra hagræðingu í rekstri íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja,“ skrifar Svanur Guðmundsson, sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins, um samþjöppun í sjávarútvegi í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Töluverð umræða hefur skapast um samþjöppun í greininni eftir að Síldarvinnslan tilkynnti að hún hefði fest kaup á Vísi hf. í Grindavík, en Vísir fer með eitt af stærstu hlutdeildunum í aflamarki í þorski á landinu.

„Sú samkeppni sem er framundan við alþjóðleg risafyrirtæki kallar á breytingar ef við ætlum að tryggja áfram þá góðu stöðu sem við höfum nú. Skráð almenningsfyrirtæki eins og Síldarvinnslan eru líkleg til að leiða þær breytingar eins og sést af kaupum þeirra á Vísi í Grindavík,“ skrifar Svanur.

Máli sínu til stuðnings bendir hann meðal annars á að þau fyrirtæki sem hin íslensku keppa við eru margfalt stærri. Þá sé eitt það stærsta, Maruha Nichiro, með um þúsund milljarða króna veltu. Á móti eru stærstu 39 sjávarútvegsfyrirtæki hér á landi samanlagt með um 350 milljarða króna veltu.

Jafnframt hafi ákvörðun um 12% kvótaþak ekki verið byggt á rannsóknum og skorti rökstuðning, að sögn Svans sem segir mun meiri samþjöppun í öðrum atvinnugreinum hér á landi.

Grein Svans má lesa í Morgunblaðinu í dag eða hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.7.24 399,16 kr/kg
Þorskur, slægður 16.7.24 406,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.7.24 367,05 kr/kg
Ýsa, slægð 16.7.24 309,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.7.24 151,84 kr/kg
Ufsi, slægður 16.7.24 164,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 16.7.24 349,26 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.7.24 Ásbjörn RE 51 Handfæri
Þorskur 798 kg
Samtals 798 kg
16.7.24 Skarphéðinn SU 3 Handfæri
Þorskur 701 kg
Karfi 63 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 774 kg
16.7.24 Bára HF 78 Handfæri
Þorskur 799 kg
Samtals 799 kg
16.7.24 Viðvík SH 119 Handfæri
Þorskur 289 kg
Ufsi 2 kg
Karfi 2 kg
Samtals 293 kg
16.7.24 Örnólfur AK 63 Handfæri
Þorskur 444 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 456 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.7.24 399,16 kr/kg
Þorskur, slægður 16.7.24 406,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.7.24 367,05 kr/kg
Ýsa, slægð 16.7.24 309,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.7.24 151,84 kr/kg
Ufsi, slægður 16.7.24 164,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 16.7.24 349,26 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.7.24 Ásbjörn RE 51 Handfæri
Þorskur 798 kg
Samtals 798 kg
16.7.24 Skarphéðinn SU 3 Handfæri
Þorskur 701 kg
Karfi 63 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 774 kg
16.7.24 Bára HF 78 Handfæri
Þorskur 799 kg
Samtals 799 kg
16.7.24 Viðvík SH 119 Handfæri
Þorskur 289 kg
Ufsi 2 kg
Karfi 2 kg
Samtals 293 kg
16.7.24 Örnólfur AK 63 Handfæri
Þorskur 444 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 456 kg

Skoða allar landanir »