Lífeyrissjóðir hagnast á Síldarvinnslunni

Fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði. Lífeyrissjóðir fara með um 20% hlut …
Fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði. Lífeyrissjóðir fara með um 20% hlut í Síldarvinnslunni og hefur verðmæti hluta þeirra hækkað um 13,4 milljarða á undanförnum 12 mánuðum. Ljósmynd/Síldarvinnslan/Ómar Bogason

Alls hefur markaðsvirði hluta lífeyrissjóða í Síldarvinnslunni hf. aukist um 13,4 milljarða króna á síðastliðnum 12 mánuðum eða 61%. Sjö lífeyrissjóðir fara samanlagt með tæplega fimmtungshlut í sjávarútvegsfyrirtækinu og hafa því þúsundir sjóðsfélaga hagnast á útgáfu óvenjumikils loðnukvóta og kaupum á Vísi hf. í Grindavík. Virði hluta lífeyrissjóðanna í Síldarvinnslunni er nú rúmlega 35 milljarðar króna.

Þann 12. júlí 2021 var gengi bréfa Síldarvinnslunnar 65,1 króna á hlut en á þriðjudag var gengi bréfanna við lokun markaða 105 krónur á hlut.

Mikil hækkun á gengi bréfanna fór af stað undir lok september í fyrra þegar fóru að berast fréttir af því að loðnuvertíðin yrði óvenjustór og hélt hækkunarskeiðið áfram eftir að tilkynnt var um mesta loðnukvóta í tvo áratugi í byrjun október. Þá átti sér einnig stað mikil hækkun á gengi bréfanna í kjölfar þess að Síldarvinnslan tilkynnti á sunnudag kaup á Vísi í Grindavík.

Sjö milljarðar til Gildis

Sjóðurinn sem fer með stærsta hlutinn í Síldarvinnslunni er Gildi og er hann með 10,21% að verðmæti 18,2 milljarðar króna samkvæmt markaðsvirði við lokun markaða á þriðjudag. Alls hefur gengishækkunin skilað Gildi tæplega sjö milljörðum króna.

Þá er Stapi með 2,97% hlut á 5,3 milljarða, Lífeyrissjóður verzlunarmanna með 1,94% á tæpa 3,5 milljarða, Festa með 1,46% á 2,6 milljarða, Almenni lífeyrissjóðurinn 1,4% á 2,5 milljarða, Brú með 1,17% á rétt rúma 2 milljarða og Lífeyrissjóður Vestmannaeyja með 0,61% á milljarð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 585,36 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 698,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 468,39 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 280,78 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 255,17 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Viktor Sig HU 66 Handfæri
Ufsi 686 kg
Þorskur 294 kg
Karfi 42 kg
Samtals 1.022 kg
22.1.25 Von HU 170 Þorskfisknet
Ufsi 3.936 kg
Þorskur 1.001 kg
Samtals 4.937 kg
22.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 466 kg
Ýsa 356 kg
Keila 116 kg
Hlýri 32 kg
Karfi 6 kg
Samtals 976 kg
22.1.25 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 846 kg
Keila 260 kg
Ýsa 137 kg
Karfi 83 kg
Hlýri 58 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 1.394 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 585,36 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 698,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 468,39 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 280,78 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 255,17 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Viktor Sig HU 66 Handfæri
Ufsi 686 kg
Þorskur 294 kg
Karfi 42 kg
Samtals 1.022 kg
22.1.25 Von HU 170 Þorskfisknet
Ufsi 3.936 kg
Þorskur 1.001 kg
Samtals 4.937 kg
22.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 466 kg
Ýsa 356 kg
Keila 116 kg
Hlýri 32 kg
Karfi 6 kg
Samtals 976 kg
22.1.25 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 846 kg
Keila 260 kg
Ýsa 137 kg
Karfi 83 kg
Hlýri 58 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 1.394 kg

Skoða allar landanir »