Beitir landað mestum makríl það sem af er vertíð

Beitir NK hefur komið með mesta makrílaflan til hafnar það …
Beitir NK hefur komið með mesta makrílaflan til hafnar það sem af er vertíð. Töluvert er þó eftir og ekki ljóst hver verði aflamestur þegar vertíð lýkur. Ljósmynd/Síldarvinnslan/Guðlaugur B. Birgisson

Íslensku uppsjávarskipin hafa landað rúmlega 18 þúsund tonnum af makríl það sem af er makrílvertíð ársins, eða tæp 12,5% af þeim rúmu 147 þúsund tonnum sem skipin hafa heimild til að veiða.

Samkvæmt upplýsingum á vef Fiskistofu hefur Beitir NK 123 landað mestu magni eða 2.378 tonnum, en þétt á eftir fylgir flaggskip Samherja, Vilhelm Þorsteinsson EA, með 2.269 tonn. Börkur NK og Barði NK, skip Síldarvinnslunnar, eru í næstu sætum með annars vegar 1.956 tonn og hins vegar 1.235 tonn.

Alls hafa hafa 17 uppsjávarskip landað makríl enn sem komið er og hafa 2.437 tonn fengist í íslenskri lögsögu, 522 tonn við Færeyjar og 15.535 tonn utan lögsögu nokkurs ríkis.

Íslensku skipin geta ekki veitt í lögsögu Noregs, Bretlands, Rússlands eða aðildarríkja Evrópusambandsins þar sem enn er deilt um skiptingu heimilda milli þeirra ríkja sem stunda veiðarnar, svokallaðra strandríkja. Sífellt minna af makríl hefur fengist í íslenskri lögsögu og því eru íslensku skipin háð því að vænn makríll leiti á hafsvæði utan lögsögu nokkurs ríkis.

Fjöldi skipa frá er nú á veiðum í Síldarsmugunni beint á milli Noregs og Íslands norðaustur af Færeyjum, þar á meðal íslensku skipin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.1.25 328,00 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 698,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 465,83 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 280,78 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 254,19 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Ýsa 1.849 kg
Þorskur 830 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.681 kg
23.1.25 Toni NS 20 Landbeitt lína
Ýsa 3.362 kg
Þorskur 2.465 kg
Keila 61 kg
Hlýri 4 kg
Karfi 3 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 5.897 kg
23.1.25 Emil NS 5 Landbeitt lína
Ýsa 3.114 kg
Þorskur 2.866 kg
Keila 56 kg
Hlýri 30 kg
Karfi 21 kg
Samtals 6.087 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.1.25 328,00 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 698,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 465,83 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 280,78 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 254,19 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Ýsa 1.849 kg
Þorskur 830 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.681 kg
23.1.25 Toni NS 20 Landbeitt lína
Ýsa 3.362 kg
Þorskur 2.465 kg
Keila 61 kg
Hlýri 4 kg
Karfi 3 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 5.897 kg
23.1.25 Emil NS 5 Landbeitt lína
Ýsa 3.114 kg
Þorskur 2.866 kg
Keila 56 kg
Hlýri 30 kg
Karfi 21 kg
Samtals 6.087 kg

Skoða allar landanir »