Lokun lögsögu ástæða uppsagna?

Sólborg RE var sérstaklega keypt af Útgerðarfélagi Reykjavíkur hf. til …
Sólborg RE var sérstaklega keypt af Útgerðarfélagi Reykjavíkur hf. til að sinna veiðum í Barentshafi. Nú leitar félagið að öðru skipi. mbl.is/sis

Vakið hef­ur tölu­verða at­hygli að Útgerðarfé­lag Reykja­vík­ur hf. (ÚR) hafi ákveðið að losa sig við Sól­borgu RE, þar sem inn­an við ár er síðan fé­lagið festi kaup á skip­inu.

Þetta kem­ur fram í Morg­un­blaðinu í dag, þriðju­dag.

Við kaup­in var sagt frá áform­um um að breyta og end­ur­nýja vinnslu­dekk skips­ins með há­tækni­búnaði í fremsta flokki. Heild­ar­fjárfest­ing­in var áætluð um þrír millj­arðar króna.

ÚR keypti skipið af Arctic Prime Fis­heries á Græn­landi sum­arið 2021. Það þótti mik­ill kost­ur að skipið væri í efsta ísklassa sem fiski­skip eru byggð fyr­ir, enda var til­gang­ur­inn með kaup­un­um meðal ann­ars að eign­ast skip sem myndi stunda veiðar í Bar­ents­hafi, sér­stak­lega á ufsa og karfa. Alls voru 48 ráðnir á Sól­borgu og var þeim skipt í tvær 24 manna áhafn­ir.

Þeim hef­ur öll­um verið sagt upp en Run­ólf­ur Viðar Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri ÚR, sagði við Morg­un­blaðið í gær að nú sé verið að skoða kaup á öðru skipi.

Lokuð lög­saga

Ekki er ljóst ná­kvæm­lega hver ástæðan er fyr­ir því að skoða kaup á nýju skipi í stað Sól­borg­ar en reynslu­mik­ill skip­stjóri, sem rætt hef­ur verið við, seg­ir út­gerðir sem stunda veiðar í Bar­ents­hafi hafi þurft að end­ur­skipu­leggja veiðarn­ar að und­an­förnu þar sem dregið hef­ur veru­lega úr afla­heim­ild­um í Bar­ents­hafi. Í fyrsta lagi hef­ur þorskkvóti í Bar­ents­hafi verið skor­inn niður um ríf­lega 20% tvö ár í röð á grund­velli ráðgjaf­ar vís­inda­manna hjá Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðinu (ICES) og hef­ur einnig orðið niður­skurður í ýsu­kvóta. Von­ir, um að aukn­ar heim­ild­ir í ufsa myndu vega á móti þess­ari þróun, hafa orðið að engu, þar sem lokað hef­ur verið á stór­an hluta Bar­ents­hafsveiðanna sem eiga sér stað í rúss­neskri lög­sögu.

Sól­borg, sem átti að nýta afla­heim­ild­ir í Bar­ents­hafi, sat því í vet­ur uppi með mun færri verk­efni en áætlað var og hef­ur aðallega landað lúðu í vor og í sum­ar. Eft­ir því sem blaðamaður kemst næst, mun áhöfn­in starfa áfram þar til end­an­leg ákvörðun hef­ur verið tek­in um hvernig skuli leysa úr stöðunni.

Upp­sjáv­ar­skip?

Ekki ligg­ur fyr­ir hvers kon­ar skipi ÚR leit­ar að en á Sól­borgu voru skráðar þó nokkr­ar heim­ild­ir í loðnu þegar Brim fór yfir kvótaþakið í vet­ur. Frysti­tog­ar­inn veiðir þó ekki upp­sjáv­ar­teg­und­ir og hafa heyrst vanga­velt­ur um það hvort ÚR hafi áhuga á að eign­ast upp­sjáv­ar­skip.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.25 585,92 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.25 388,00 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.25 353,65 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.25 231,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.25 134,82 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.25 263,31 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 27.3.25 233,51 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.3.25 Ásdís ÞH 136 Grásleppunet
Grásleppa 1.259 kg
Þorskur 43 kg
Skarkoli 7 kg
Samtals 1.309 kg
27.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Keila 300 kg
Steinbítur 273 kg
Þorskur 236 kg
Hlýri 141 kg
Ýsa 133 kg
Karfi 2 kg
Samtals 1.085 kg
27.3.25 Erling KE 140 Þorskfisknet
Þorskur 8.513 kg
Samtals 8.513 kg
27.3.25 Finnur EA 245 Þorskfisknet
Þorskur 950 kg
Samtals 950 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.25 585,92 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.25 388,00 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.25 353,65 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.25 231,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.25 134,82 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.25 263,31 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 27.3.25 233,51 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.3.25 Ásdís ÞH 136 Grásleppunet
Grásleppa 1.259 kg
Þorskur 43 kg
Skarkoli 7 kg
Samtals 1.309 kg
27.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Keila 300 kg
Steinbítur 273 kg
Þorskur 236 kg
Hlýri 141 kg
Ýsa 133 kg
Karfi 2 kg
Samtals 1.085 kg
27.3.25 Erling KE 140 Þorskfisknet
Þorskur 8.513 kg
Samtals 8.513 kg
27.3.25 Finnur EA 245 Þorskfisknet
Þorskur 950 kg
Samtals 950 kg

Skoða allar landanir »