„Hærri veiðigjöld valda samþjöppun í sjávarútvegi! Það er eins augljóst og verið getur; en það er ekki neikvætt fyrir íslenskt samfélag,“ skrifar Gunnar Þórðarson, viðskiptafræðingur, í aðsendri grein um kaup Síldarvinnslunnar hf. á Vísi hf. í Grindavík sem birt er í Morgunblaðinu í dag.
„Til að komast af við hærri veiðigjöld, sem eru núna yfir 30% af hagnaði útgerðar, er engin önnur leið en að hagræða í rekstri, sem byrjar í láréttum samruna og þegar lengra dregur í lóðréttum samruna. Fyrirtæki þurfa að stækka til að takast á við aukna skattheimtu og reyna að hafa betri stjórn á sinni virðiskeðju með því að taka stærri hluta hennar yfir,“ segir Gunnar.
Hann fullyrðir að enginn grundvöllur hefði verið fyrir innheimtu veiðigjalda hefðu fyrirtæki ekki verið sameinuð eða yfirtekin undanfarna áratugi, þar sem afkoma sjávarútvegsfyrirtækja væri þá slök. „Svona svipað og ástandið var á tíunda áratug síðustu aldar og lítil sem engin fjárfesting átti sér stað.“
Forsenda árangri er markaðsdrifinn sjávarútvegur að mati Gunnar. „Með betri tengingu við markaðinn, þar sem menn teygja sig lengra niður virðiskeðjuna, nást möguleikar á að bæta vöruframboð, bjóða upp á einstakar vörur, sem eykur virði kaupanda og þar með verðmæti framleiðslunnar.“
Hægt er að nálgast grein Gunnars í Morgunblaðinu eða í netvænni útgáfu hér.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 23.1.25 | 594,52 kr/kg |
Þorskur, slægður | 23.1.25 | 721,50 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 23.1.25 | 471,08 kr/kg |
Ýsa, slægð | 23.1.25 | 398,51 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 23.1.25 | 195,61 kr/kg |
Ufsi, slægður | 23.1.25 | 276,83 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 23.1.25 | 311,11 kr/kg |
23.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Þorskur | 344 kg |
Ýsa | 48 kg |
Steinbítur | 25 kg |
Langa | 15 kg |
Samtals | 432 kg |
23.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 3.941 kg |
Ýsa | 673 kg |
Hlýri | 295 kg |
Karfi | 97 kg |
Steinbítur | 15 kg |
Samtals | 5.021 kg |
23.1.25 Hafdís SK 4 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 2.215 kg |
Þorskur | 1.741 kg |
Steinbítur | 540 kg |
Sandkoli | 350 kg |
Ýsa | 144 kg |
Grásleppa | 63 kg |
Samtals | 5.053 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 23.1.25 | 594,52 kr/kg |
Þorskur, slægður | 23.1.25 | 721,50 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 23.1.25 | 471,08 kr/kg |
Ýsa, slægð | 23.1.25 | 398,51 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 23.1.25 | 195,61 kr/kg |
Ufsi, slægður | 23.1.25 | 276,83 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 23.1.25 | 311,11 kr/kg |
23.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Þorskur | 344 kg |
Ýsa | 48 kg |
Steinbítur | 25 kg |
Langa | 15 kg |
Samtals | 432 kg |
23.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 3.941 kg |
Ýsa | 673 kg |
Hlýri | 295 kg |
Karfi | 97 kg |
Steinbítur | 15 kg |
Samtals | 5.021 kg |
23.1.25 Hafdís SK 4 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 2.215 kg |
Þorskur | 1.741 kg |
Steinbítur | 540 kg |
Sandkoli | 350 kg |
Ýsa | 144 kg |
Grásleppa | 63 kg |
Samtals | 5.053 kg |