Ekkert skip Þorbjarnar í Barentshafi í vetur

Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf. í Grindavík, segir minnkandi þorskkvóta …
Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf. í Grindavík, segir minnkandi þorskkvóta og hærra olíverð auka mikilvægi þess að góð veiði fáist úr hverri sóknareiningu. mbl.is/RAX

Ekkert skip á vegum Þorbjarnar hf. í Grindavík hefur verið á veiðum í Barentshafi í vetur, en fyrirtækið hefur leigt frá sér allar heimildir í norskir lögsögu. Nokkur ár eru frá því að fyrirtækið seldi aflaheimildir sínar í rússneskri lögsögu.

Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf., segir fyrirtækið þó ekki hafa gefið veiðar í Barentshafi upp á bátinn. „Okkur hefur fundist þetta orðið lítið og höfum ákveðið að leigja þetta frá okkur. Ætli kvótinn hafi ekki verið skertur u.þ.b. um 40% á nokkrum árum.“ Hann útskýrir að leigðar hafi verið heimildir hér á landi í staðinn.

Um þrjú til fjögur ár eru frá því að Þorbjörn seldi aflaheimildir fyrirtækisins í rússneskri lögsögu, að sögn Gunnars. „Menn voru alltaf svolítið kvíðnir að fara á veiðar á þessu svæði í Barentshafi. Það var alveg tilviljunarkennt hvernig veiðar gengu þar. Mönnum hefur gengið betur í norsku lögsögunni.“

Hafa trú á háu verði

Nýtt fiskveiðiár hefst 1. september næstkomandi. Flest bendir til skerðingar á þorskkvótanum í samræmi við ráðleggingar Hafrannsóknastofnunar.

Beðinn um að spá í spilin og greina frá helsta viðfangsefni komandi fiskveiðiárs, svarar Gunnar: „Það hefur áhrif á okkur eins og aðra, þessi minnkun, en við höfum nokkrar heimildir sem við flytjum milli ára. Við tókum á okkur einhvern samdrátt á þessu fiskveiðiári og færðum heimildir yfir á næsta. Við höfum trú á því að fiskverð haldist hátt eitthvað fram eftir og njótum góðs af því.“

Hann viðurkennir þó að olíukostnaður hafi verið áhyggjuefni. Þrátt fyrir að hráolíuverð hafi lækkað á heimsmarkaði í mars er verðið um 60% hærra nú en fyrir ári. „Veiðin hefur gengið vel, eftir því sem við veiðum meira á sóknareininguna, verður olían kannski ekki eins erfið.“

Þorskkvótinn var minnkaður fyrir yfirstandandi fiskveiðiár og verður eins og fyrr segir enn minni á komandi fiskveiðiári. Hefur minna hráefni þýtt að gripið hafi verið til breytinga í vinnslunni?

„Við höfum minnkað útgerð á línuskipi og gerum bara út einn línubát. En við erum aftur á móti farnir að veiða meira af ferskum fiski í troll og höfum tekið það inn í vinnslu hjá okkur. Það hefur komið á móti minnkun á línunni. Trollskipin hafa getað komið með nánast tvöfaldan afla á við línubátinn. Við höfum verið að vinna við að koma þessu á markaðinn og okkar kúnnar sem tóku við línufiski eru farnir að taka við trollfiski. Þannig höfum við náð að brúa bilið,“ útskýrir Gunnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.1.25 594,52 kr/kg
Þorskur, slægður 23.1.25 721,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.1.25 471,08 kr/kg
Ýsa, slægð 23.1.25 398,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.1.25 195,61 kr/kg
Ufsi, slægður 23.1.25 276,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 23.1.25 311,11 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 344 kg
Ýsa 48 kg
Steinbítur 25 kg
Langa 15 kg
Samtals 432 kg
23.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.941 kg
Ýsa 673 kg
Hlýri 295 kg
Karfi 97 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 5.021 kg
23.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 846 kg
Þorskur 347 kg
Ýsa 243 kg
Steinbítur 125 kg
Sandkoli 29 kg
Þykkvalúra 3 kg
Samtals 1.593 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.1.25 594,52 kr/kg
Þorskur, slægður 23.1.25 721,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.1.25 471,08 kr/kg
Ýsa, slægð 23.1.25 398,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.1.25 195,61 kr/kg
Ufsi, slægður 23.1.25 276,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 23.1.25 311,11 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 344 kg
Ýsa 48 kg
Steinbítur 25 kg
Langa 15 kg
Samtals 432 kg
23.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.941 kg
Ýsa 673 kg
Hlýri 295 kg
Karfi 97 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 5.021 kg
23.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 846 kg
Þorskur 347 kg
Ýsa 243 kg
Steinbítur 125 kg
Sandkoli 29 kg
Þykkvalúra 3 kg
Samtals 1.593 kg

Skoða allar landanir »