Helmingur urriða þakinn laxalús

Töluvert af laxalús fannst á sjóurriða sem skoðaður hefur verið …
Töluvert af laxalús fannst á sjóurriða sem skoðaður hefur verið í sumar við vesturströnd Noregs. Havforskningsinstituttet/Rune Nilsen

Meira en helmingur af villtum sjóurriða (sjóbirtingi) sem skoðaður hefur verið í sumar við vesturströnd Noregs er þakinn svo mikið af laxalús að það kann að hafa í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir fiskinn. Lúsin ratar í sjóurriðann úr sjókvíum laxeldis við norsku strandlengjuna.

Þetta kemur fram í bráðabirgðaskýrslu um vöktun útbreiðslu laxalús í Noregi. Fram kemur í færslu um bráðabirgðaniðurstöðurnar á vef norsku hafrannsóknastofnunarinnar, Havforskningsinstituttet, að endanleg skýrsla um laxalús á laxfiskum verður birt í haust.

Mesta tíðni laxalús á sjóurriða er að finna á svæðinu milli Boknafjarðar sem er norður af Stafangri og Norðurfirði sem er suður fyrir Álasund. Verst er staðan í Sognfirði, en það hefur verið tilfellið áður. Vöktun sjóurriða heldur áfram á svæðum sunnar en vöktun hófst í þessum mánuði norðar í landinu, segir Rune Nilsen, sem er ábyrgðarmaður vöktunarinnar hjá norsku hafrannsóknastofnuninni, í kynningunni.

Töluvert af laxalús fannst á unglaxi á leið úr ám út á haf í Hardangerfirði, en þó nokkuð minna en árið 2021. Í Bokna-, Raumsdals- og Þrándheimsfirði var laxalús á flestum unglöxum. Tekið er þó fram að fáir fiskar voru kannaðir í Raumsdalsfirði.

Nærmynd af bakugga sjóurriða. Ef vel er að gáð sjást …
Nærmynd af bakugga sjóurriða. Ef vel er að gáð sjást nokkrar lýs og er bakugginn er með áberandi áverka. Havforskningsinstituttet/Rune Nilsen

Nálægð við sjókvíar veldur mun

Töluvert meira er um laxalús á sjóurriða en unglaxi og ræðst það fyrst og fremst af því hvar fiskurinn dvelur, útskýrir Nilsen í færslunni.

Þegar ungviði villtra laxa eru orðin nógu stór til að fara úr ánum syndir unglaxinn hratt í gegnum firðina og heldur út á sjó. Sjóurriðinn heldur sig hins vegar í fjörðunum og meðfram ströndinni stærri hluta ársins. „Á þessu svæði eru einnig fiskeldisstöðvarnar þaðan sem lúsin kemur,“ segir hann.

„Sjóurriði sem hefur sína fyrstu göngu og er um 20 til 30 grömm er oft með tugi laxalúsa á uggum og líkama. Í mörgum tilfellum eru fleiri en 100 laxalýs á hverjum einstaklingi,“ segir Nilsen.

Sjóurriði með laxalús.
Sjóurriði með laxalús. Havforskningsinstituttet/Rune Nilsen

Þrátt fyrir lúsin sé á þessum tíma ekki fullþroskuð veldur umfangið samt skemmdum á uggum og opin sár á fiskunum. Rannsóknir á litlum laxfiskum sýna að fleiri en 0,1 laxalús á hvert gramm líkamsþyngdar í fisks veldur vandamálum á byrjunarstigi. Það getur verið banvænt fyrir fiskinn fari magnið yfir 0,3 lús á hvert gramm af líkamsþyngd.

„Í náttúrunni hefur sjóurriði tækifæri að leita í ferskvatn, umhverfi sem laxalús þolir ekki, og vitum við því ekki með vissu hvort sá mikli lúsafjöldi sem við sjáum á sjóurriða leiði til dauða. Það er engu að síður ljóst að þeir geta ekki dvalið lengi í fjörðunum án þess að eiga í vandræðum með laxalús,“ útskýrir Nilsen.

Sama ættkvísl

„Urriðinn (Salmo trutta) er náskyldur laxinum (Salmo salar) og tilheyra þeir sömu ættkvíslinni,“ segir á vísindavef Háskóla Íslands.

Um mun á sjóurriða (sjóbirtingi) og vatnaurriða segir: „Sjóurriðinn er til dæmis meiri sundfiskur en vatnaurriðinn. Sjóurriðinn ferðast talsverðar vegalengdir úr ám og niður í sjó og hefur því straumlínulagaðri vöxt en vatnaurriðinn. Sjóurriðinn er silfurgljáandi á hliðum og hvítur á kvið en staðbundnir vatnaurriðar eru yfirleitt gulir eða brúnir að lit, með svarta og rauða depla á baki og hliðum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.8.24 419,53 kr/kg
Þorskur, slægður 30.8.24 447,03 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.8.24 185,53 kr/kg
Ýsa, slægð 30.8.24 174,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.8.24 196,82 kr/kg
Ufsi, slægður 30.8.24 176,79 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 30.8.24 298,80 kr/kg
Litli karfi 28.8.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 29.8.24 152,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.8.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Þorskur 524 kg
Steinbítur 143 kg
Ýsa 107 kg
Hlýri 87 kg
Ufsi 24 kg
Keila 19 kg
Karfi 16 kg
Langa 8 kg
Samtals 928 kg
31.8.24 Oddur Á Nesi SI 176 Línutrekt
Ýsa 428 kg
Þorskur 378 kg
Steinbítur 117 kg
Ufsi 2 kg
Karfi 2 kg
Samtals 927 kg
31.8.24 Indriði Kristins BA 751 Lína
Steinbítur 724 kg
Langa 490 kg
Þorskur 37 kg
Ýsa 33 kg
Skarkoli 11 kg
Karfi 3 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 1.301 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.8.24 419,53 kr/kg
Þorskur, slægður 30.8.24 447,03 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.8.24 185,53 kr/kg
Ýsa, slægð 30.8.24 174,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.8.24 196,82 kr/kg
Ufsi, slægður 30.8.24 176,79 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 30.8.24 298,80 kr/kg
Litli karfi 28.8.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 29.8.24 152,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.8.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Þorskur 524 kg
Steinbítur 143 kg
Ýsa 107 kg
Hlýri 87 kg
Ufsi 24 kg
Keila 19 kg
Karfi 16 kg
Langa 8 kg
Samtals 928 kg
31.8.24 Oddur Á Nesi SI 176 Línutrekt
Ýsa 428 kg
Þorskur 378 kg
Steinbítur 117 kg
Ufsi 2 kg
Karfi 2 kg
Samtals 927 kg
31.8.24 Indriði Kristins BA 751 Lína
Steinbítur 724 kg
Langa 490 kg
Þorskur 37 kg
Ýsa 33 kg
Skarkoli 11 kg
Karfi 3 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 1.301 kg

Skoða allar landanir »