Samherji hagnaðist um 17,8 milljarða

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.

Hagnaður samstæðu Samherja árið 2021 var í heild 17,8 milljarðar króna í samanburði við 7,8 milljarða árið 2020. Sala á hlutabréfum í Síldarvinnslunni setti mark sitt á afkomu ársins.

Fram kemur í skýringum með uppgjöri að hækkandi olíuverð hafi leitt til aukins kostnaðar fyrir fyrirtækið. Meðal annars hafi olíukostnaðurinn við útgerð Vilhelms Þorsteinssonar hækkað um 300 milljónir á ári.

Hagnaður af starfsemi Samherja eftir skatta, að frátöldum áhrifum af söluhagnaði hlutdeildarfélaga, nam 5,5 milljörðum króna en árið áður var hagnaðurinn 4,5 milljarðar.

Seldu bréf í Síldarvinnslunni

„Á árinu voru hlutabréf í Síldarvinnslunni hf. seld og nam söluhagnaður auk hlutdeildar í afkomu síðasta árs samtals 9,7 milljörðum króna.

Söluhagnaður og hlutdeild Samherja hf. í afkomu annarra hlutdeildarfélaga en Síldarvinnslunni hf. nam samtals 2,6 milljörðum króna.

Hagnaður samstæðunnar árið 2021 var í heild 17,8 milljarðar króna í samanburði við 7,8 milljarða árið 2020,“ segir á vef Samherja.

Eigið fé yfir 94 milljarðar

Þá kemur fram í uppgjörinu að eignir í árslok námu 128 milljörðum króna og var eigið fé í árslok 94,3 milljarðar króna.

„Eiginfjárhlutfall samstæðunnar í árslok var því 73,6%, miðað við 72% árið á undan, sem undirstrikar að efnahagur félagsins er traustur,“ segir þar jafnframt.

„Seldar afurðir Samherja voru 52,8 milljarðar króna og að meðtöldum öðrum rekstrartekjum námu rekstrartekjur alls 56,7 milljörðum króna á árinu 2021. Hagnaður af rekstri samstæðunnar nam 17,8 milljörðum króna í samburði við 7,8 milljarða króna árið á undan.

Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var níu milljarðar króna, sem er nánast sama EBITDA-afkoma og árið á undan. Á árinu voru hlutabréf í hlutdeildarfélögum seld og nam bókfærður hagnaður 7,1 milljarði króna. Þyngst vegur sala á 12% hlut í Síldarvinnslunni hf. Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga hafði einnig jákvæð áhrif hagnað ársins,“ segir í skýringum vegna uppgjörsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.1.25 594,52 kr/kg
Þorskur, slægður 23.1.25 721,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.1.25 471,08 kr/kg
Ýsa, slægð 23.1.25 398,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.1.25 195,61 kr/kg
Ufsi, slægður 23.1.25 276,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 23.1.25 311,11 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 344 kg
Ýsa 48 kg
Steinbítur 25 kg
Langa 15 kg
Samtals 432 kg
23.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.941 kg
Ýsa 673 kg
Hlýri 295 kg
Karfi 97 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 5.021 kg
23.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 846 kg
Þorskur 347 kg
Ýsa 243 kg
Steinbítur 125 kg
Sandkoli 29 kg
Þykkvalúra 3 kg
Samtals 1.593 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.1.25 594,52 kr/kg
Þorskur, slægður 23.1.25 721,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.1.25 471,08 kr/kg
Ýsa, slægð 23.1.25 398,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.1.25 195,61 kr/kg
Ufsi, slægður 23.1.25 276,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 23.1.25 311,11 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 344 kg
Ýsa 48 kg
Steinbítur 25 kg
Langa 15 kg
Samtals 432 kg
23.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.941 kg
Ýsa 673 kg
Hlýri 295 kg
Karfi 97 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 5.021 kg
23.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 846 kg
Þorskur 347 kg
Ýsa 243 kg
Steinbítur 125 kg
Sandkoli 29 kg
Þykkvalúra 3 kg
Samtals 1.593 kg

Skoða allar landanir »