Mestu útflutningsverðmæti sjávarafurða í áratug

Útflutningsverðmæti sjávarafurða fyrstu sex mánuði ársins nema 170 milljörðum króna …
Útflutningsverðmæti sjávarafurða fyrstu sex mánuði ársins nema 170 milljörðum króna sem er 18% meira en á sama tímabili í fyrra. Ljósmynd/Þröstur Njálsson

Útflutningsverðmæti sjávarafurða á fyrstu sex mánuðum ársins nam 170 milljörðum króna, sem er 18% aukning frá sama tímabili á síðasta ári í erlendri mynt. Þetta má lesa úr bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands.

„Heilt yfir er því ágætis gangur í sjávarútvegi en af þeim vinnsluflokkum sem birtir eru í bráðabirgðatölunum er eingöngu samdráttur í heilfrystum fiski,“ segir í greiningu sem birt hefur verið á Radarnum.

Þar segir að hækkun afurðaverðs hafi haft sitt að segja um aukninguna, en vakin er athygli á að verðhækkanir hafi verið á flestum sviðum á þessu tímabili þar með talið á kostnaðarliðum sjávarútvegsfyrirtækja.

Mynd/Radarinn

10 milljarða meira vegna Noregs

Þegar skoðuð eru útflutningsverðmæti sjávarafurða til 10 stærstu viðskiptalandanna eftir tegundum fyrstu fimm mánuði ársins og í fyrra er áberandi aukning í útflutningi til Noregs.

„Það má rekja til loðnukvótans í ár og hversu stór hluti hans fór í bræðslu. Þessi aukning á útflutningi til Noregs ætti að koma fáum á óvart, enda hefur Noregur verið langstærsta viðskiptaland Íslendinga fyrir mjöl og lýsi í gegnum tíðina. Mjöl og lýsi sem fer til Noregs endar í fiskeldisfóðri, enda eru Norðmenn stórtækir í fiskeldi. Samkvæmt mánaðartölum Hagstofunnar, sem ná aftur til ársins 2002, hefur útflutningur til Noregs aldrei verið eins mikill á fyrstu fimm mánuðum ársins. Hvort sem litið er til verðmætis eða magns,“ segir í greiningu Radarsins.

Töluverð hækkun í júní

Í júnímánuði nam útflutningsverðmæti sjávarafurða rúmlega 29 milljörðum króna sem er um 8% meira en sama mánuð árið 2021, tæplega 12% meira í erlendri mynt vegna styrkingar krónunnar.

Greining Radarsins gerir ráð fyrir að stóran hluta af aukningunni megi rekja til loðnuafurða þar sem sést mikil aukning í þeim vinnsluflokkum þar sem hún er áberandi, en í bráðabirgðatölum Hagstofunnar er ekki birt verðmæti einstakra fisktegunda. Loðnuhrogn eru í vinnsluflokknum „aðrar sjávarafurðir“ og má sjá 70% aukningu í flokknum milli ára á föstu gengi.

Mynd/Radarinn

„Það má rekja til þess að hrognin eru aðeins seinna á ferðinni í útflutningstölum Hagstofunnar í ár en í fyrra. […] Í fyrra skiluðu þau sér að stórum hluta í apríl og maí, en núna virðist þunginn vera í maí og júní. Útflutningsverðmæti „annarra sjávarafurða“ er einmitt svipað á fyrri helmingi ársins og í fyrra, eins og sést á myndinni hér fyrir neðan. Jafnframt er áfram mikil aukning í útflutningi á fiskimjöli og lýsi í júní. Verðmæti þess samanlagt á fyrri árshelmingi er þrefalt meira á föstu gengi en á sama tíma í fyrra. Það má rekja til þess að loðnukvótinn í ár var margfalt stærri en í fyrra og því fór hlutfallslega meira af kvótanum í bræðslu,“ segir í greiningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.11.24 551,68 kr/kg
Þorskur, slægður 15.11.24 327,76 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.11.24 463,20 kr/kg
Ýsa, slægð 15.11.24 200,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.11.24 10,00 kr/kg
Ufsi, slægður 15.11.24 331,41 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 15.11.24 336,89 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.11.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 523 kg
Þorskur 218 kg
Ýsa 146 kg
Karfi 18 kg
Samtals 905 kg
15.11.24 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Botnvarpa
Ýsa 2.332 kg
Þorskur 1.777 kg
Hlýri 23 kg
Samtals 4.132 kg
15.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 7.678 kg
Ýsa 1.875 kg
Þorskur 570 kg
Steinbítur 113 kg
Samtals 10.236 kg
15.11.24 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet
Þorskur 616 kg
Karfi 34 kg
Ufsi 10 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 662 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.11.24 551,68 kr/kg
Þorskur, slægður 15.11.24 327,76 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.11.24 463,20 kr/kg
Ýsa, slægð 15.11.24 200,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.11.24 10,00 kr/kg
Ufsi, slægður 15.11.24 331,41 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 15.11.24 336,89 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.11.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 523 kg
Þorskur 218 kg
Ýsa 146 kg
Karfi 18 kg
Samtals 905 kg
15.11.24 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Botnvarpa
Ýsa 2.332 kg
Þorskur 1.777 kg
Hlýri 23 kg
Samtals 4.132 kg
15.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 7.678 kg
Ýsa 1.875 kg
Þorskur 570 kg
Steinbítur 113 kg
Samtals 10.236 kg
15.11.24 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet
Þorskur 616 kg
Karfi 34 kg
Ufsi 10 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 662 kg

Skoða allar landanir »

Loka