„Það vita allir að þjóðhátíðartíminn er heilagur“

Bergur VE landaði 60 tonnum í Vestmannaeyjum í gær.
Bergur VE landaði 60 tonnum í Vestmannaeyjum í gær. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Benedikt Þór Guðnason

Annað kvöld verður síðasta löndun ísfisktogarans Bergs VE áður en hlé er gert á veiðum fram yfir verslunarmannahelgi, eða það sem Eyjamenn kalla þjóðhátíðarstopp. „Það vita það allir að þjóðhátíðartíminn er heilagur tími hjá Vestmanneyingum og þá er þar enginn á sjó,“ segir Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, í færslu á vef Síldarvinnslunnar.

Bergur landaði 60 tonnum af karfa í gær eftir stutta veiðiferð. „Við fengum karfann í Skerjadýpinu. Héldum til veiða á fimmtudag og vorum í reynd að veiðum í um tvo sólarhringa. Það var þokkalegasta veður og svo sem ekki yfir neinu að kvarta. Nú er verið að skrapa ýmislegt upp í lok kvótaárs og við þurftum að sækja karfa.“

Ekki er sjálfgefið að allir séu á veiðum um þessar mundir enda eru aðeins 6,7% af þorskkvótanum óveiddur, 0,6% af ýsukvótanum og 5,5% af karfakvótanum.

„Við erum vel settir að hafa verkefni því sumir eru hreinlega stopp núna. Við fórum strax út eftir löndun í gær og erum núna á Péturseynni. Það á að landa annað kvöld og þá verður komið þjóðhátíðarstopp,“ segir Jón.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.1.25 594,58 kr/kg
Þorskur, slægður 23.1.25 721,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.1.25 469,01 kr/kg
Ýsa, slægð 23.1.25 398,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.1.25 202,59 kr/kg
Ufsi, slægður 23.1.25 276,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 23.1.25 309,57 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.1.25 Jóhanna Gísladóttir GK 357 Botnvarpa
Karfi 15.350 kg
Ufsi 2.003 kg
Samtals 17.353 kg
24.1.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 695 kg
Steinbítur 158 kg
Keila 110 kg
Ufsi 20 kg
Ýsa 18 kg
Karfi 14 kg
Samtals 1.015 kg
24.1.25 Cuxhaven NC 100 Botnvarpa
Þorskur 203.725 kg
Karfi 29.765 kg
Ufsi 1.326 kg
Hlýri 854 kg
Steinbítur 94 kg
Grálúða 13 kg
Samtals 235.777 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.1.25 594,58 kr/kg
Þorskur, slægður 23.1.25 721,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.1.25 469,01 kr/kg
Ýsa, slægð 23.1.25 398,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.1.25 202,59 kr/kg
Ufsi, slægður 23.1.25 276,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 23.1.25 309,57 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.1.25 Jóhanna Gísladóttir GK 357 Botnvarpa
Karfi 15.350 kg
Ufsi 2.003 kg
Samtals 17.353 kg
24.1.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 695 kg
Steinbítur 158 kg
Keila 110 kg
Ufsi 20 kg
Ýsa 18 kg
Karfi 14 kg
Samtals 1.015 kg
24.1.25 Cuxhaven NC 100 Botnvarpa
Þorskur 203.725 kg
Karfi 29.765 kg
Ufsi 1.326 kg
Hlýri 854 kg
Steinbítur 94 kg
Grálúða 13 kg
Samtals 235.777 kg

Skoða allar landanir »