Fer fram á fund með ráðherra vegna stöðvunar veiða

Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, vill að þingmenn Norðvesturkjördæmis sitji …
Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, vill að þingmenn Norðvesturkjördæmis sitji fund með matvælaráðherra um stöðvun strandveiða. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi, segir vonbrigði að strandveiðar hafi verið stöðvaðar og hefur farið fram á að þingmenn Norðvesturkjördæmis fundi með Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra í þeim tilgangi að finna leiðir til að geta komið strandveiðum aftur af stað.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá þingflokki Flokks fólksins.

Aldrei hefur verið jafn miklum aflaheimidlum verið ráðstafað í strandveiðar, en þær kláruðust 21. júlí. Strandveiðisjómenn hafa til þessa landað 12.567 tonnum, þar af tæplega 10.982 þúsund tonn af þorski. Á svæði A (Vestfirðir og Snæfellsnes) hefur verið landað tæplega 6.950 tonnum eða 55,3% alls strandveiðiafla, en það er jafnframt mesti afli sem landað hefur verið á svæðinu frá upphafi strandveiða.

„Stöðvun strandveiða svo snemma á veiðitímabilinu veldur miklum vonbrigðum. Hún hefur mikil áhrif á sjávarbyggðir kjördæmisins, sem verða fyrir búsifjum vegna stöðvunarinnar, sem og strandveiðimenn og fjölskyldur þeirra.  Stöðvun strandveiða hefur mikil áhrif á byggð í Norðvesturkjördæmi. Margar þessara byggða eru brothættar byggðir sem treysta á að strandveiðar verði leyfðar út sumarið,“ segir Eyjólfur í tilkynningu Flokks fólksins.

„Að mínu mati eiga íbúar kjördæmisins - sjávarbyggðanna og strandveiðimenn - það inni hjá okkur þingmönnum  kjördæmisins  að við fundum með ráðherra um málið og reynum í sameiningu að finna lausn á málinu,“ segir hann að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.8.24 460,03 kr/kg
Þorskur, slægður 26.8.24 435,69 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.8.24 214,81 kr/kg
Ýsa, slægð 26.8.24 189,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.8.24 197,89 kr/kg
Ufsi, slægður 26.8.24 236,42 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 26.8.24 196,92 kr/kg
Litli karfi 26.8.24 32,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 26.8.24 246,57 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.8.24 Sandfell SU 75 Lína
Karfi 1.410 kg
Keila 510 kg
Þorskur 43 kg
Hlýri 39 kg
Samtals 2.002 kg
27.8.24 Kría SU 110 Handfæri
Þorskur 2.158 kg
Samtals 2.158 kg
26.8.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 4.842 kg
Þorskur 3.000 kg
Steinbítur 248 kg
Keila 13 kg
Ufsi 9 kg
Skarkoli 4 kg
Sandkoli 2 kg
Karfi 1 kg
Samtals 8.119 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.8.24 460,03 kr/kg
Þorskur, slægður 26.8.24 435,69 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.8.24 214,81 kr/kg
Ýsa, slægð 26.8.24 189,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.8.24 197,89 kr/kg
Ufsi, slægður 26.8.24 236,42 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 26.8.24 196,92 kr/kg
Litli karfi 26.8.24 32,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 26.8.24 246,57 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.8.24 Sandfell SU 75 Lína
Karfi 1.410 kg
Keila 510 kg
Þorskur 43 kg
Hlýri 39 kg
Samtals 2.002 kg
27.8.24 Kría SU 110 Handfæri
Þorskur 2.158 kg
Samtals 2.158 kg
26.8.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 4.842 kg
Þorskur 3.000 kg
Steinbítur 248 kg
Keila 13 kg
Ufsi 9 kg
Skarkoli 4 kg
Sandkoli 2 kg
Karfi 1 kg
Samtals 8.119 kg

Skoða allar landanir »