Hvalaskoðun skilar dræmri afkomu

Kristján Loftsson segir að hvalveiðar séu fjárhagslega lífvænlegar.
Kristján Loftsson segir að hvalveiðar séu fjárhagslega lífvænlegar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

CNN Travel hefur uppfært frétt sína um áhrif hvalveiða á orðspor Íslands og ferðaþjónustu. Viðbótin felst í tilvitnunum í Kristján Loftsson, framkvæmdastjóra Hvals hf. Í upprunalegu fréttinni sagði að hann hefði neitað að tjá sig, en Kristján segir það rangt. Hann hafi viljað tjá sig um það sem blaðamaðurinn skrifaði en aldrei fengið neitt sent til að tjá sig um fyrir birtingu. Eftir að greinin birtist, sendi Kristján CNN skriflegar athugasemdir.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, miðvikudag.

Morgunblaðið greindi frá frétt CNN og fleiri erlendra miðla, um meint áhrif hvalveiða á ferðaþjónustu þann 27. júní, og ræddi þá m.a. við Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Morgunblaðið leitaði þá viðbragða hjá Kristjáni við frétt CNN en hann ákvað að bíða með viðbrögð þar til nú.

Í grein CNN er m.a. haft eftir Ásbergi Jónssyni, hjá Travel Connect í Reykjavík, að hvalveiðar séu ekki lengur lífvænlegar fjárhagslega. Kristján mótmælir þessu og segir að þvert á móti séu hvalveiðar fjárhagslega lífvænlegar. Fólkið sem vinni við þær fái tekjur og veiðarnar skapi útflutningstekjur fyrir þjóðarbúið.

CNN minnist ekkert á afkomu fyrirtækjanna

Í grein CNN eru bornar saman heildartekjur af hvalaskoðun, sem voru 3,2 milljarðar króna 2017, og heildartekjur Hvals hf. af hvalveiðum það ár, upp á 1,7 milljarða. Þess má geta að Hvalur stundaði ekki hvalveiðar 2017 en seldi þess í stað eldri birgðir. Kristján bendir á að CNN minnist ekkert á afkomu hvalaskoðunarfyrirtækjanna.

Hann segir við CNN að hvalaskoðunarfyrirtækin í heild hafi oft átt erfitt með að skila hagnaði. Auk þess bendi ekkert til þess að hvalveiðar dragi úr fjölda ferðamanna. Fjölgun ferðamanna geti í raun verið vegna hvalveiðanna. Hann benti á það í athugasemdum sínum að árið 2018, þegar síðast voru stundaðar hvalveiðar, þar til nú, hafi komið 2.343.800 ferðamenn til Íslands. Árið eftir, þegar ekki voru veiddir hvalir, hafi komið 2.013.200 ferðamenn. Þeim hafi þannig fækkað þegar ekki voru hvalveiðar.

Meira má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.1.25 591,17 kr/kg
Þorskur, slægður 9.1.25 586,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.1.25 338,94 kr/kg
Ýsa, slægð 9.1.25 319,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.1.25 263,82 kr/kg
Ufsi, slægður 9.1.25 274,10 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 9.1.25 230,78 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.1.25 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.684 kg
Ýsa 2.107 kg
Langa 53 kg
Samtals 9.844 kg
9.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 8.433 kg
Ýsa 689 kg
Steinbítur 209 kg
Karfi 58 kg
Langa 14 kg
Keila 9 kg
Sandkoli 2 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 9.415 kg
9.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Keila 123 kg
Þorskur 118 kg
Langa 95 kg
Ufsi 28 kg
Samtals 364 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.1.25 591,17 kr/kg
Þorskur, slægður 9.1.25 586,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.1.25 338,94 kr/kg
Ýsa, slægð 9.1.25 319,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.1.25 263,82 kr/kg
Ufsi, slægður 9.1.25 274,10 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 9.1.25 230,78 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.1.25 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.684 kg
Ýsa 2.107 kg
Langa 53 kg
Samtals 9.844 kg
9.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 8.433 kg
Ýsa 689 kg
Steinbítur 209 kg
Karfi 58 kg
Langa 14 kg
Keila 9 kg
Sandkoli 2 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 9.415 kg
9.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Keila 123 kg
Þorskur 118 kg
Langa 95 kg
Ufsi 28 kg
Samtals 364 kg

Skoða allar landanir »