„Þetta er þokkalegasti fiskur. Hann er á bilinu 350 – 390 grömm en í honum er einhver áta,“ segir Atli Rúnar Eysteinsson, skipstjóri á Barða NK, í færslu á vef Síldarvinnslunnar. Barði kom til löndunar í Neskaupstað með 1.100 tonn af makríl úr Síldarsmugunni í gær.
„Aflinn sem við erum með fékkst í níu holum. Fimm holanna eru okkar eigin og síðan fengum við úr fjórum holum hjá Bjarna Ólafssyni. Það er sífellt lengra að sækja makrílinn. Við vorum að veiðum um 450 mílur frá Norðfjarðarhorni, komnir norður fyrir sjötugustu gráðu. Og enn var makríllinn á hraðri leið norður. Það tekur okkur einn og hálfan sólarhring að sigla með aflann til Neskaupstaðar og skipin sem nú eru að veiðum munu þurfa að sigla enn lengri leið. Þó að sé langt að sækja er þó veiði en í fyrra á sama tíma var engin veiði og bölvað reiðileysi á flotanum. Það er bara þokkalegasta hljóð í okkur hér á Barðanum,“ segir Atli Rúnar.
Bjarni Ólafsson AK er nú á leið til Neskaupstaðar með tæp 1.200 tonn og er staddur norðaustur af landinu. Gert er ráð fyrir að skipið komi til hafnar áður en löndun lýkur úr Barða. Veiðin hefur verið góð á miðunum og náði Börkur NK 460 tonna hol þarsíðustu nótt.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 9.1.25 | 591,17 kr/kg |
Þorskur, slægður | 9.1.25 | 586,50 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 9.1.25 | 338,94 kr/kg |
Ýsa, slægð | 9.1.25 | 319,88 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 9.1.25 | 263,82 kr/kg |
Ufsi, slægður | 9.1.25 | 274,10 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 9.1.25 | 230,78 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
9.1.25 Austfirðingur SU 205 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 7.684 kg |
Ýsa | 2.107 kg |
Langa | 53 kg |
Samtals | 9.844 kg |
9.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 8.433 kg |
Ýsa | 689 kg |
Steinbítur | 209 kg |
Karfi | 58 kg |
Langa | 14 kg |
Keila | 9 kg |
Sandkoli | 2 kg |
Skarkoli | 1 kg |
Samtals | 9.415 kg |
9.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Keila | 123 kg |
Þorskur | 118 kg |
Langa | 95 kg |
Ufsi | 28 kg |
Samtals | 364 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 9.1.25 | 591,17 kr/kg |
Þorskur, slægður | 9.1.25 | 586,50 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 9.1.25 | 338,94 kr/kg |
Ýsa, slægð | 9.1.25 | 319,88 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 9.1.25 | 263,82 kr/kg |
Ufsi, slægður | 9.1.25 | 274,10 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 9.1.25 | 230,78 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
9.1.25 Austfirðingur SU 205 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 7.684 kg |
Ýsa | 2.107 kg |
Langa | 53 kg |
Samtals | 9.844 kg |
9.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 8.433 kg |
Ýsa | 689 kg |
Steinbítur | 209 kg |
Karfi | 58 kg |
Langa | 14 kg |
Keila | 9 kg |
Sandkoli | 2 kg |
Skarkoli | 1 kg |
Samtals | 9.415 kg |
9.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Keila | 123 kg |
Þorskur | 118 kg |
Langa | 95 kg |
Ufsi | 28 kg |
Samtals | 364 kg |